Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 16

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 16
Ókunti írönsk skólastúlka Það er skítkalt úti. Mamma ætlar að prjóna peysu á mig en hún á ekki fyr- ir garninu. A himninum kemur í ljós marglitur skýjabólstri sem lítur út eins og ullartjása. Ég flýti mér upp á þak og tekst að finna endann á garn- hnyklinum og vef þræðinum utan um spýtukubb. Svo læt ég mömmu hafa garnið og hún prjónar á mig marglita peysu, hún er fjólublá, himinblá, grá og hvít. Allir krakkarnir í bekknum dauðöfunda mig, en Margrét þó mest. Kennslukonan horfir öfundsjúk á mig undan gleraugunum og skipar krökkunum að sýna mér fyrirlitningu. Þegar við komum út reyna skóla- börnin að snerta peysuna en ég sting þau með broddgeltinum. Seinnihluta dags, þegar ég er á leið heim úr skólanum, brýst sólin fram úr skýjunum og áður en ég er komin alla leið bráðnar peysan og ég verð öll holdvot. Ég verð að liggja fjóra daga í rúminu vegna þess hvað mér varð kalt. Ég er á leið í skólann. Þá kemur þrekvaxinn maður út úr bankanum með fullar lúkur af seðlum. „Heldurðu að þú eigir alla þessa peninga? Láttu mig hafa þá! Ég ætla að líma þá fasta þar sem þeir voru.“ Ég lít fast í augun á honum og stend í vegi fyrir honum. Þá slær hann mig bylmingshögg í brjóstið svo að ég dett í ræsið. Hann fer inn í bíl og ekur burt á fleygiferð án þess að ég geti neitt aðhafst. Ég næ mér strax í blað, teikna mynd af honum, lími hana á rúðu í bankanum og skrifa undir myndina: ÞESSI MAÐUR ER ASNI. HANN BARÐI MIG. HANN ER MEÐ PENINGA SEM HANN Á EKKI. Himinninn er heiðblár en fjallið fjólublátt. Við erum uppi á tindinum. Ég legg mömmu niður og horfi á hana. Augun í henni verða himinblá. Á slæðunni hennar er urmull af bláum blómum. Broddgölturinn minn gengur hægt og hljóðlega framhjá. Dúkkan mín grætur lágt. Það næðir um okkur. Þarna nálgast lítið, rósrautt ský úr fjarska. Þegar skýið nær tindin- um nemur það staðar. „Hvert?“ spyr skýið. „Ég ætla að senda mömmu til Himnaríkis,“ svara ég. „Já, ég er einmitt vanur að sjá um slíkt,“ svarar skýið. „Hvernig er Himnaríki?" spyr ég. „Þar er ógrynni af grænum trjám, dúfum og litlum spörfuglum; þar eru líka bláar, rauðar og svo líka margar kristaltærar stjörnur,“ svarar skýið. „Hefurðu komið þangað?“ spyr ég. „Nei, ég hef bara lesið um það. En ég hef oft fundið lyktina. Það er jasmínuilmur,“ svarar skýið. Ég verð hrærð. „Get ég fengið að koma með ykkur?“ spyr ég dreymandi í bænarrómi. Skýið geispar en svarar engu. Ég andvarpa djúpt. 14 Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.