Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 18

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 18
Havah Ha-Levi Mórberjakeimurinn Mjúkar hæðirnar runnu saman og urðu eitt með fjörusandinum, en þar sem hæðirnar enduðu stóðu lágvaxin pálmatré saman í þéttri þyrpingu. Draumkennd mynd af mildu umhverfi. Þó er eins og mér verði órótt við að rifja hana upp. Ekki langt frá pálmatrjánum voru nokkur mannlaus hús. Sum höfðu nokkuð látið á sjá, en flest voru óskemmd og falleg. Allt bar þó vitni um vanrækslu, yfirgefið og sóðalegt. Meðfram gangstígnum voru nokkrir eld- gamlir og slitnir skór liggjandi. I þessu yfirgefna þorpi hafði samyrkjubú- ið sett upp sumarbúðir fyrir börn. Húsin voru þrifin. Stórt aflangt tjald var reist og notað sam matskáli. Staðurinn var paradís fyrir börn. Ég minnist þess hvernig brennheitir geislar sólarinnar léku um sól- brenndan líkamann. Finn saltbragðið í munninum. Man eftir sundkeppn- inni. Fagurri og kyrrlátri sandfjörunni. Og þrjátiu-fjörutíu hamingjusöm- um börnum. Virkilega hamingjusömum. Samt hlusta ég á minningarnar. Ég reyni að draga þær fram. Og ég finn þar ýmislegt sem á aðrar og dýpri rætur. Setningar sagðar í hálfkæringi, svo sem: Ef arabarnir koma ræna þeir þér fyrst. Þú ert ljóshærð og arabarnir vilja ljóshærðar stelpur. Ef arabarnir koma sjá þeir glókollinn á þér í myrkrinu og taka þig fyrst. Þeir halda kannske að kollurinn á þér sé gullkúla. Þarna er skór af araba. Setningar sem þessar... Undir lokin, tveimur dögum áður en við fórum heim úr sumarbúðun- um, vorum við spurð hverjir vildu koma í gönguferð og hlusta á Motke segja sögur af sigurvinningunum. Ég fór með. Við gengum inn á milli pálmatrjánna og foringi sumarbúðanna, glað- vær kibbútsbúi og barngóður, var þar að segja frá einhverju. Ég dróst aft- ur úr eins og venjulega. Ég reikaði um og lét mig dreyma og mér hálfleidd- ist. Loks náði ég hópnum og þá stóðu þau öll rétt hjá stóru húsi, sem lík- lega hefur upphaflega staðið í útjaðri þorpsins, og ég man að einhver sagði: 16 á - Tímarit i>ýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.