Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 19

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 19
Mórberjakeimurinn „Við gerðum árás frá báðum hliðum. Flestir voru lagðir á flótta. Þá kom allt í einu svakalega stór arabi fyrir hornið á þessu húsi og hljóp af stað. Ég skaut hann og hann stökk upp í loftið eins og héri, snerist í hring og féll.“ Þann dag í dag veit ég ekki hvort þetta var raunsönn lýsing á því sem gerðist. En heima hjá mér var sagt, að sá sem dræpi snák yrði að fleygja honum burt eða fela hann; ef hann væri látinn liggja flykktust allir hinir snákarnir um hræið og gætu orðið stórhættulegir. Og sá sem drepur bý- flugu sem hefur stungið hann verður sömuleiðis að gæta þess að hún liggi ekki á glámbekk, annars renna allar hinar býflugurnar á lyktina. Og dræpi maður ljón var nokkurn veginn víst að ljónynjan kæmi að vitja þess. Og skyndilega voru þeir þarna allir, ekki aðeins arabinn sem skotinn var og hringsnerist í loftinu í sínum hvíta kufli og svarta höfuðbúnaði, heldur allir arabarnir sem átt höfðu heima í öllum þessum húsum, sem slitið höfðu þessum skóm sem lágu við gangstíginn, börnin sem hlaupið höfðu nakin í fjörunni, þybbnar, teinréttar konurnar sem borið höfðu krukkurn- ar á höfðinu — þau þyrptust öll fram í hugskot mitt til þess að leita að hon- um. Ég minntist þess að hafa heyrt hve varasamt væri að skilja snákshræ eftir liggjandi þar sem hann hefði verið drepinn því að kvendýrið væri víst með að koma og leita að maka sínum, og ég skimaði aftur fyrir mig skelf- ingu lostin. Þar var ekkert að sjá. Ekkert annað en fallegu húsin og hafið. Hálfreið og dálítið forvitin hugsaði ég um þennan vonda araba sem hafði komið til að ráðast á hermennina okkar. Mér fannst hann hefði átt skilið að deyja eins og hann dó, þó virðist hann varla hafa verið mjög hættuleg- ur þegar hann var skotinn eins og héri. Mér lék forvitni á að vita hvort hann hefði verið frá þessu þorpi eða einhverju öðru. Við snerum aftur niður á ströndina og fengum okkur vatnsmelónu. Ég vildi fá hjartað úr melónunni, en ég fékk það aldrei af því að ég var alltaf svo sein. Allt hafði misst ljóma sinn. Ég sagði Míru vinkonu minni að ég væri búin að fá nóg af sumarbúðunum. Ég vildi komast heim. Hún leit á mig undrandi, falleg, sólbrennd, og spurði: Hvers vegna? Þorpið hét Sarkas, nafnið sennilega dregið af heiti frumbyggjanna, sem fluttust þangað frá Sírkassíu. Hvernig á því stóð að þeir komu til Austur- landa nær veit ég ekki. En þegar ég komst í kynni við þetta þorp voru all- ir íbúar þess Palestínuarabar. Satt að segja kynntist ég þorpinu aldrei mik- ið. Ég kom þangað aldrei — og þó — þetta er ekki nema hálfur sannleikur- inn. En að því mun ég víkja síðar. í augum okkar krakkanna - fjögurra, fimm ára gamalla — voru það einkum tvær konur sem voru fulltrúar þessa þorps, þær Hadídja og Hanífa. Kannski voru þær hugrakkari en aðrir þorpsbúar, kannski voru á Jffiœaáá — Þegar stríð að stríðinu verður 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.