Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 22

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 22
Havah Ha-Levi hótanir um að segja sig úr samyrkjubúinu. Málinu lyktaði þannig að hjón- unum var meinuð innganga. Menn voru orðnir þreyttir á endalausum deilum og rifrildi. Sjálf studdi ég beiðni þeirra og í kappræðum við einn andstæðinginn sagði hann við mig: „Veistu ekki að Rashíd er frá Sarkas? Dettur þér í hug að hann geti átt heima hér, alið upp börnin sín hér og haft stöðugt fyrir augum hæðina þar sem þorpið hans stóð og ekki hugsað neitt?“ A þessu andartaki fann ég í sólarbreyskjunni og rykinu bragðið af mór- berjum uppi í mér og ég skildi hvað ættland merkir. Og í fyrsta sinn rann það óljóst upp fyrir mér og vakti mér ugg í brjósti, að ættjörð mín, þetta ættland mitt úr söngvum og skólabókum, er einfaldlega keimurinn af mórberjum í munni, lykt af ryki, rök mold á vetrardegi, himinbláminn, og þetta ættland er ekki aðeins mitt heldur einnig Rashíds Masarwa. Á þessu andartaki, í hita orðaskaksins, með bragð af mórberjum í munninum, rifj- aðist upp fyrir mér hræðilegt atvik. Það var í lok stríðsins 1948, eftir að við höfðum unnið stríðið og sigrað heri araba og eignast okkar eigið ríki. Við lágum í rúminu. Átta börn á barnaheimilinu. Það var um nótt. í fjarska heyrðum við þungar drunur. Þær komu ekki langt að, en áttu þó greinilega ekki upptök í kíbbútsnum. Drunurnar héldu áfram. Eg spurði hvaða hávaði þetta væri, og eitt barn- anna sagði mér að tveir menn úr kíbbútsnum hefðu farið með jarðýtu til Sarkas til þess að ryðja um koll húsum arabanna. Ég óttaðist að arabarnir myndu hefna sín og spurði: „En hvað gera arabarnir þegar þeir koma til baka og sjá að við erum búin að eyðileggja húsin þeirra?“ Og hann svar- aði: „Það er þess vegna sem við eyðileggjum húsin. Til þess að þeir komi ekki aftur.“ Þá vissi ég að málið var tapað. Heimili Rashíds hafði þá þegar verið eyðilagt til þess að hann kæmi ekki aftur. Svo að hvorki hann né móðir hans í síða svarta kjólnum, sem gengur svo þráðbein með sprekaknippið á höfðinu, né bræður hans og systur, sem hlaupa berfætt um stéttina, muni nokkru sinni koma til baka. Og honum verður ekki heldur leyft að snúa aftur nú. I desember 1972 stóð öll þjóðin á öndinni vegna þeirra atburða sem fjöl- miðlarnir nefndu „mál njósna og hryðjuverkasamtaka“. Um 30 ungir arabar og 6 ungir gyðingar, Israelsmenn, voru handteknir og ákærðir fyrir að hafa myndað „hryðjuverkafloldc“ sem væri undir stjórn sýrlensku leyni- þjónustunnar og hefði það að markmiði að „ógna öryggi ríkisins". Einn af gyðingunum sem teknir voru höndum var úr kíbbútsnum mínum. Annar var úr þorpinu Jatt, arabapiltur sem hét Mahmúd Masarwa. í varnarræðu sinni sagði hann: 20 á — Ti'marit pýðenda nr. 7 / 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.