Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 54

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 54
Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveigjónsdóttir Orðstöðulyklar, slangurorðabækur og aðrar sérorðabækur og orðasöfn voru notuð þar sem það átti við, t.d. sagðist Jóhanna Þráinsdóttir hafa not- að biblíulykil við þýðingu sína á Kierkegaard og Arni Ibsen sagðist oft nota slangurorðabók við þýðingar sínar, en hann þýddi til dæmis leikritið Stræti, sem er uppfullt af slangri. Þó hafði hann orð á því að uppfæra þyrfti slangurorðabókina, sem gefin var út árið 1982, því slangur úreldist sérstak- lega hratt. Sumar aðrar sérorðabækur, s.s. tölvu- viðskipta- og hagfræði- orðasöfn, úreldast einnig hratt, en eru að mati þýðendanna sem talað var við ekki endurnýjaðar nægilega oft. Margir þýðendanna sem talað var við áttu einnig erlendar sérorðabækur sem snertu þeirra sérsvið. Orðtíðnibækur má ekki gleyma að nefna, en þær kortleggja orð eftir því hversu oft þau koma fyrir í tungumálinu. Þær eru að mestu notaðar af sér- fræðingum og orðabókafræðingum til að athuga hvaða myndir orða eru tíðari; t.d. þegar valið stendur milli „byggingameistara“ og „byggingar- meistara“, sem hvort tveggja er notað á íslensku. Orðabækur í tölvutæku formi og orðabækur á netinu voru lítið notað- ar meðal bókmenntaþýðenda og leikhúsþýðenda, en aðrir þýðendur virt- ust meira í takt við tímann og þá sérstaklega tölvuþýðendur, en varla er hægt að segja að það hafi komið á óvart. í þeirra hópi voru vinsælust ensk- íslensk tölvuorðabók, orðasöfn Islenskrar málstöðvar á netinu og erlend orðasöfn á netinu, s.s. atomica.com, xrefer.com og onelook.com. Þýðingaminni eru nýjasta tæknin á sviði þýðinga og geta þau sparað gíf- urlegan tíma við nytjaþýðingar. Ber þá helst að minnast á Déja Vu og Trados (sjá kafla um tölvuþýðingar). Þýðingaminni eru næsta undantelcningalaust notuð í flokki tölvuþýðinga en enginn þýðandi fagurbókmennta eða leikrita hafði notað þau. Eins og sjá má hér að ofan er úr ýmsu að velja þegar um er að ræða hjálpargögn þýðenda, en þó má alltaf bæta úrvalið. Sú tækni sem nú er að þróast gerir einmitt orðabókagerð margfalt einfaldari og fullkomnari. Að vísu er orðabókagerð ennþá gífurlegt verkefni, en sú tíð er liðin þegar hver orðabók krafðist ævilangrar söfnunar margra einstaklinga með fulla vasa af seðlum. Því er viðbúið að orðabækur framtíðarinnar verði æ yfirgripsmeiri. Hjá Eddu er nú verið að vinna að afar viðamiklum gagnagrunni á tölvu- tæku formi sem verður nýttur við orðabókagerð fyrirtækisins í framtíðinni. Ur honum er hægt að vinna bæði litlar og stórar orðabækur, einmála eða tvímála, tölvuorðabækur eða „gamaldags“ prentaðar orðabækur. Með Lexa forritinu, sem notað er við byggingu þessa gagnagrunns, er ekki aðeins unnt að fletta orðum upp með gömlu góðu stafsetningaraðferðinni, held- ur má notast við orðhluta sem leitarorð, hvort sem þeir eru í upphafi, endi eða miðju orða. Þannig er hægt að leita að öllum orðum sem innihalda 52 á Jffiœyeiiá — Tímarit i-ýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.