Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 55

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 55
ÞýSingar á íslenskum markaSi 2001 orðhlutann „mann“ og niðurstöðurnar samanstanda þá jafnt af orðum þar sem leitarorðið er í byrjun upp á gamla mátann, eins og í „mannleysa", og svo orðum þar sem leitarstrengurinn stendur aftar í orðinu, eins og í „karl- manni“. Einnig er hægt að stýfa leit þar sem beðið er um ákveðnar end- ingar og þannig fæst allt rím sem til er við tiltekin orð á íslenskri tungu. Lexa hefur því kosti sem bjóða upp á gerð fullkomnari tölvuorðabóka en þekkst hafa hérlendis. Einnig er Lexa samheitaflokkuð og nýtist því sem gagnagrunnur í samheitaorðabók. Þar að auki er hægt að draga út ákveðna flokka orða — t.d. allt sem endar á strönd, sund og sól - og nýta það sem grunn í sérorðabók um strandlíf. Enn er það svo að orðabókagerð er margra ára verkefni og orðavalið er „handvirkt“, þ.e. hvert og eitt orð er sérstaklega valið í tiltekna orðabók. Einnig þarf alltaf að vera að uppfæra gagnagrunninn, þar sem tungumálið er síbreytilegt. Engu að síður valda þessar tækninýjungar byltingu í orðabókagerð. Bókmenntaþýðingar Umfjöllun um bókmenntaþýðingar í þessari skýrslu einskorðast í raun við fagurbókmenntir, þótt vissulega hefði verið möguleiki að taka tillit til „óæðri“ bókmennta sem auðvitað ættu erindi í þessa rannsókn, þar sem slíkar bókmenntir ber óneitanlega oftar fyrir augu almennings en fagur- bókmenntirnar. Þá er jafnt átt við nytjabókmenntir sem Rauðu ástarserí- una eða Isfólkið. Viðmælendum í þessum hluta rannsóknarinnar var skipt niður í sex flokka og viðtöl voru tekin við tvo til tíu einstaklinga f hverjum flokki. Fyr- ir hönd bókaforlaga var rætt við Kristján B. Jónasson hjá Eddu - miðlun & útgáfú og Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti. Pétur Gunnarsson og Jóhanna Þráinsdóttir töluðu fyrir hönd þýðenda en Snæbjörn lagði þar einnig orð í belg. Ljóðaþýðendur voru þeir Kristján Arnason og Jón Kalman Stefánsson en þeir höfðu einnig þýtt annarskonar efni sem nýttist við úttekt annarra flokka þýðinga. Ritnefnd þýðingatímaritsins Jóns á Bœgisáí, þau Franz Gísla- son, Guðrún Dís Jónatansdóttir og Sigurður A. Magnússon ásamt Astráði Eysteinssyni töluðu fyrir hönd gagnrýnenda. Andri Snær Magnason, Pétur Gunnarsson og Jón Kalman Stefánsson deildu með okkur reynslu sinni sem höfúndar verka sem hafa verið þýdd. Viðtölin voru að meðaltali um einn og hálfur tími og lagðir voru fastir spurningalistar fýrir hvern flokk. Einnig voru tekin stutt viðtöl við 10 lesendur sem valdir voru af handahófi nærri sölu- stöðum lesefnis og þeir spurðir um viðhorf sín til þýðinga og gæðamat þeirra í þessum efnum. Hlutfall þýðinga af útgefnu efni í flokki fagurbókmennta er mjög mis- munandi eftir forlögum og árum. Hjá Eddu er um það bil 20% útgefins á . JJay/óá - Þegar stríð að stríðinu verður 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.