Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 59

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 59
Þýðingar á íslenskum markaði 2001 anstendur af fleiru en orðunum einum saman. Miðlun á andblæ eða hug- hrifum veldur því að þýðandinn þarf oft að finna einhverskonar jafngildi í markmálinu, fremur en orðrétta þýðingu — því annars er þetta ekki sama bókin. Lóan skipar til dæmis mjög sérstakan sess hjá okkur íslendingum, en í þýðingu gæti þurft að skipta henni út fýrir einhvern annan fugl sem gegndi svipuðu hlutverki í viðtökumálinu. Þýðandi þarf að skilja frummálið það vel að hann nái mismunandi blæ- brigðum þess, skilji orðatiltæki og leiki. Auk þess þarf hann að hafa skap- andi vald á eigin tungumáli, ekki aðeins að geta miðlað orðum, heldur einnig andblæ. Stundum skipta orðin sjálf og notkun þeirra öllu máli en í öðrum tilfellum snýst það frekar um hljóm eða tilfinningu. Þá er mikil- vægt að þýða ekki alltaf hlutina beint heldur finna eitthvað sem er sam- svarandi í viðkomandi landi. Gott dæmi um þetta er setningin „fljúga eins og fuglar og fiðrildi yfir fjöll og firnindi" í Bláa hnettinum. Sú setning gengur út á hljóm orðanna, hún er ofstuðluð og hálf rímuð. Danski þýð- andinn þýddi þetta bókstaflega en í þessu tilfelli hefði þýðandinn átt að finna jafngildi á dönsku í stað þess að þýða orðrétt. Þannig hefði hann í raun verið trúrri textanum því setningin á miklu fremur að miðla ákveðn- um hljómi en beinlínis einhverjum upplýsingum. Þýðandi verður að taka sér ákveðið skáldaleyfi. Hann þarf að endurskapa á sinni tungu það sem upphaflega var skapað á öðru tungumáli. Þó verður hann alltaf að vera trúr textanum, en algjörlega orðrétt þýðing er engin þýðing. Þýðendum hætt- ir ennfremur til að gera málið fjölbreytilegra en var upphaflega í textanum sjálfum; þeir stroka út endurtekningar sem höfundur ætlaðist til að væru til staðar. Endursköpunin var einmitt eitt þeirra atriða sem viðmælendur virtust ein- róma um: að þýðing orða væri engin þýðing, heldur þyrfti þýðandinn að hafa einhverskonar skáldaæð til að geta endurskapað verkið á íslenskri tungu. „Takmark pennans er takmark þýðandans,“ sagði Jóhanna Þráins- dóttir og talaði þar fyrir munn allra viðmælenda okkar, sem voru á einu máli um að þýðandinn þurfi að vera fær um að frumskapa að ákveðnu marki texta sem er hliðstæða frumtextans til að geta fært það síðarnefnda á milli tungumála. Til dæmis er hæpið að fela þeim ljóðaþýðingar sem eiga erfitt með að vera skapandi í bundnu máli. Mállýskur mismunandi svæða eða stétta (eins og þær gerast t.d. í ensku) er erfitt að þýða yfir á íslenska tungu þar sem afgerandi mállýskur eru ekki til í íslensku, en oft má velja ákveðið málsnið til að gefa persónunni svip- aða ímynd og í frumtextanum. I þriðju bókinni um Harry Potter er til dæmis ein persóna sem talar cockney-ensku. I íslensku þýðingunni er á . jBay/ijá' - Þegar stríð að stríðinu verður 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.