Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 64

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 64
Auðna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir I eða um 34% af heildarfjölda sýndra verka 1990-95. Ekki verður litið fram- hjá þessum gífurlega mun, 67,5% hjá opinberu leikhúsunum og 34% hjá hinum sjálfstæðu. Þetta er tæplega helmingsmunur og hjá Þjóðleikhúsinu er hlutfall þýddra leikrita jafnvel rúmlega helmingi hærra en hjá sjálfstæðu leikhúsunum og slíkar niðurstöður verður að telja marktækar. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvers vegna sjálfstæðu leikhúsin velja að sýna íslensk verk. Þar sem þau hafa að jafnaði minni peninga á milli handanna er freistandi að ætla að það sé hagkvæmara að sýna íslensk verk en erlend. Er sýningarrétturinn ef til vill ódýrari eða eru það laun þýðandans sem skulu spöruð? Eða eru kannski íslensk leikrit sniðin að þörfum íslenskra leikhúsa með færri persónum o.s.frv.? Þetta háa hlutfall þýðinga hjá opinberu leikhúsunum vakti fjölmargar spurningar, m.a. vegna þess hlutverks Þjóðleikhússins „að rækta og vernda íslenskar sviðslistir og íslenska tungu“.5 Var Þjóðleikhúsið að rækta þessa skyldu ef hlutfall þýddra verka var hæst hjá því? Samkvæmt Þjóðleikhússtjóra, Stefáni Baldurssyni, felst þessi skylda alls ekki í að auka hlutfall íslenskra verka af sýningum í heild. Þessum skyld- um er til dæmis sinnt með þvf að standa fyrir „verkstæði“ sem hvetur íslenska höfunda til dáða. Þar geta höfundar komið með verk sín og unnið með leikurum og leikstjóra í að þróa sköpunarverk sfn. Sum þessara verka eru svo tekin til sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, en aðrir höfundar öðlast dýr- mæta reynslu og geta annaðhvort farið með verk sín til annarra leikhúsa eða skrifað ný verk byggð á þessum lærdómi, sem eiga þá fremur mögu- leika á sviðssetningu en ella. A þennan hátt styður Þjóðleikhúsið við bak- ið á íslenskri leikritun. Að áliti Stefáns er þó illmögulegt að hækka hlutfall íslenskra verka án þess að róttækar breytingar verði á viðhorfum almennings. Hann sagði að íslendingar væru mjög gagnrýnir á frumsamin verk og gerðu sér litla grein fyrir að eðlilegt sé að frumraunir íslenskra höfunda séu ekki að öllu leyti sambærilegar við sígild verk erlendra höfunda. Því séu tilraunir til frum- sköpunar oft brotnar á bak aftur af illkvittnum gagnrýnisröddum. Vegna þessa sé íslensk leikritun listgrein þar sem erfitt sé að ná sambærilegum gæðum við það sem þekkist erlendis og því eðlilegt að þýdd verk séu f meirihluta. Þar fyrir utan sé hlutverk Þjóðleikhússins ekki eingöngu að sinna íslenskum verkum heldur einnig að kynna þjóðinni sígild eða mark- verð erlend verk. Einnig tók hann fram að hægt sé að standa vörð um ís- lenska tungu með öðru en einungis sýningum frumsamdra verka, til dæm- is með því að tryggja að þýðingar uppsettra verka í Þjóðleikhúsinu séu ætíð 5 Sjá skýrslu um samkeppnisstöðu frjálsra leikhópa gagnvart opinberum leikhúsum 1997, kafla 1.2.1. 62 W d .JOaipdá — Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.