Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 67

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 67
ÞýSingar á íslenskum markaði 2001 legt að staðfæra þegar umhverfi og annað sem á að vera átakanlega hvers- dagslegt sé framandgert í þýðingu. Þá er ef til vill óumflýjanlegt að út- hverfafjölskyldan búi í Grafarvogi og strákurinn vinni hjá Myllunni þar sem leikritið hreinlega kallar á staðfæringu. I tilfelli eins og þessu er þýð- andinn frumtextanum aðeins trúr með staðfærslu, annars breytist andi og grunnhugmynd leikritsins. Hér skýtur jafngildið aftur upp kollinum - þó svo að í því liggi annar skilningur en á sviði fagurbókmennta. Leikhúsþýðandi tekur því mikinn þátt í sköpun uppfærslunnar, en þetta svið þýðinga á það sameiginlegt með öðrum að vera ósýnilegt þegar best lætur. Þýðingarýni er varla til á þessu sviði, en ef minnst er á þýðandann í almennri leikhúsgagnrýni er það ekki meira en til að segja hverjir stóðu að verki. Ef umræða um þýðinguna fer yfir eina línu veit það varla á gott. Þýðendur voru þó síður en svo ósáttir við þessa stöðu og sögðust vita að þegar gagnrýnendur minntust ekkert á vinnu þýðandans væri sannarlega vel að verki staðið. Ritmiölaþýðingar Saga þýðinga í ritmiðlum á íslandi nær sennilega allt aftur til Upplýsingar og útgáfu fyrstu tímarita á Islandi. Þýðingar hafa alltaf fyrirfundist í ís- lenskum tímaritum, til dæmis birtu Fjölnismenn bókmenntaþýðingar, þýðingar á ljóðum og smásögum í tímariti sínu. Bókmenntaþýðingar fyr- irfinnast ennþá í íslenskum tímaritum en mun viðameiri eru þó þýðingar á fréttatengdu efni og og efni almenns eðlis sem verður skoðað í þessum kafla. I dag fá dagblöðin senda ákveðna fréttapakka frá alþjóðlegum frétta- stöðvum eins og Reuters sem þau vinna úr en tímaritin sækja efni úr er- lendum tímaritum. Víða var leitað fanga í skrautlegri flóru dagblaða- og tímaritaútgáfú á ís- landi. I flestum tilfellum reyndum við að hafa tal af bæði ritstjórum og ein- um eða fleiri blaðamönnum í því skyni að fá nasasjón af viðhorfum beggja vegna borðsins. Viðmælendur voru frá tveimur dagblöðum, DVog Morg- unblaðinu og fjórum ólíkum tímaritum; Vikunni, Bleiku og bláu, Lifandi vísindum og Heilsubringnum. Um afar ólíkar útgáfur er að ræða, allt frá dagblöðum sem koma út 6 sinnum á viku yfir í tímarit sem kemur aðeins út tvisvar á ári. Hlutfall þýðinga af heildarefni blaðanna er allt frá 10—20% upp í 95%. Niðurstöðurnar eiga hins vegar margt sameiginlegt eins og fram kemur hér á eftir. Spurningunni um hversu hátt hlutfall af heildarefni blaðsins væri þýtt var oft erfitt að svara. Viðmælendur skirrast við að tala um þýðingar held- ur eru þarna blaðamenn að störfum sem vinna eina grein upp úr mörgum heimildum, fréttaskeytum eða erlendum fjölmiðlum. Einn viðmælenda á — Þegar strið að stríðinu verður 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.