Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 90

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 90
Auðna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir samið um höfundarrétt sérstaklega og þá á þýðandinn skýlaust höfundar- réttinn eins og tiltekið er í höfundarlögum: ■ 5. gr. Sá sem þýðir verk, aðhæfir það tiltekinni notkun, breytir því úr einni grein bókmennta eða lista í aðra eða framkvæmir aðrar aðlaganir á því, hefur höfúndarétt að verkinu í hinni breyttu mynd þess. Ekki rask- ar réttur hans höfundarrétti að frumverkinu.22 Þetta á jafnt við um tölvuþýðingar og aðrar þýðingar. Þennan rétt virðist viðskiptavinurinn hunsa í ansi mörgum tilvikum og breyta textanum eftir að þýðandi hefur skilað honum af sér, án þess að bera breytingar undir þýðanda. Þýðendur sem rætt var við og höfðu lent í þessu viðurkenndu að þeir hefðu ekki viljað elta ólar við að „nöldra“ yfir þessari meðferð á höf- undarverkum sínum þrátt fyrir að þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir rétti sínum. Sá hópur þýðenda sem rætt var við reyndist hafa ólíka menntun og bak- grunn. Þetta er í samræmi við hugmyndir kaupenda, sem áður er getið, um menntun þeirra sem þeir vilja ráða til verksins. Flestir þýðendanna hafa einhverskonar háskólapróf, ósjaldan í tungumálum eða öðrum húmanískum fræðum. Tölvukunnátta eða einhver reynsla við vinnu á tölv- ur spillti ekki fyrir, en var sjaldnast skilyrði. Jón Pétur Friðriksson, þýð- ingatæknistjóri hjá SPROK, sagði að hægt sé að kenna málafólkinu á tölv- ur en mun erfiðara sé að kenna tölvufólkinu tungumál. Ennþá er markað- urinn of lítill til að fólk sé farið að sérhæfa sig að einhverju ráði, en þó er eitthvert tillit tekið til reynslu manna og þekkingar þegar verkefnum er skipt. Hópurinn greinist að mörgu leyti í tvennt, þá sem starfa alfarið við þýðingar og þá sem fást við innanhússþýðingar, þ.e. eru í fullu starfi hjá fyrirtækjum en þýðingarvinnan er þó einungis 15—20% af þeirri vinnu. Að- staða þessara tveggja hópa er afar ólík. Síðarnefndi hópurinn fær ekki greitt sérstaklega fyrir þýðingarvinnuna heldur telst hún vera hluti af venjulegri vinnu hans. Ennfremur hefur þessi hópur sjaldnast aðgang að nýjustu að- ferðum og tækni í þýðingarvinnu. Við rannsókn okkar kom í ljós að þeir sem unnu alfarið við þýðingar not- uðu í flestum tilfellum einhverskonar þýðingarminni. Þá var oftast um að ræða Déja Vu eða Trados. Það er afar ólíldegt, næsta ómögulegt, að nokk- urntíma verði hægt að láta tölvur sjá alfarið um þýðingar. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á sviði „vélþýðinga“ koma alltaf upp vandamál sem tölvan ræð- ur ekki við. Hin svokölluðu þýðingarminni geta aftur á móti sparað þýðend- um ómælda vinnu við þýðingar á lengri textum. Þá er textanum skipt upp í ákveðna strengi og hver strengur þýddur fyrir sig, en strengur getur verið allt 22 Lög nr. 73 1972. 88 á .dOr/ydiá — Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.