Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 94

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 94
Auðna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir notið sín. Á síðastnefnda sviðinu felst vinnan yfirleitt í því að skeyta sam- an upplýsingum úr ólíkum heimildum og mynda eina heildstæða grein. Að svo stöddu er eina prófið sem þýðendur geta gengist undir löggild- ingarpróf það sem dómsmálaráðuneytið heldur og veitir þýðendum titil- inn löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Aðsóknin að því virðist hins vegar vera fremur lítil og fara minnkandi. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hafi at- vinnu af þýðingum virðast fáir sjá sér hag í því að hafa löggildingu. Það er líka fremur sjaldgæft að viðskiptavinir geri kröfu um löggildingu, oft og tíðum telst löggildingin ekki einu sinni neinn sérstakur kostur. Það er viss gæðastimpill en orðspor þýðenda og reynsla eru oftast þyngri á metunum. Engin ein heildarsamtök þýðenda eru til. Löggiltir skjalaþýðendur eiga sér samtök en þau eru að sögn viðmælenda okkar frekar vanmáttug. Skjá- þýðendur á Ríkissjónvarpinu og Stöð tvö hafa með sér innanhúss hags- munasamtök auk þess sem öllum skjáþýðendum er heimilt að ganga í Rit- höfundasambandið eins og þýðendum bókmennta. Það virðist vera mörg- um þýðendum ofarlega í huga að nauðsynlegt sé að stofna ein hagsmuna- samtök fyrir alla þýðendur. Þetta mætti gera bæði með því að opna félag löggiltra skjalaþýðenda og dómtúlka og skipta því niður í ólíkar deildir eða með því að stofna nýtt félag frá grunni. Það hefúr löngum loðað við starf þýðandans að vera aukabúgrein. Þetta virðist vera nokkuð á undanhaldi því æ fleiri stunda þetta sem fúllt starf og setja jafnvel titilinn fyrir aftan nafnið sitt í símaskránni. Hitt er hins vegar enn við lýði að sinna þessu sem hlutastarfi til að auka tekjurnar. Afar stór hluti þýðenda vinnur sem verktakar. Það er væntanlega einn af mörgum þáttum sem stuðla að því að laun þýðenda eru afar misjöfn. Launataxtar koma héð- an og þaðan, t.d. frá Rithöfúndasambandinu, Blaðamannafélaginu, og mörg fyrirtæki eru með sína eigin taxta sem þau miða við. Bilið er breitt og því afar misjafnt hvort þýðendur eru ánægðir með laun sín. Þeir sem vinna sem verk- takar þurfa að vinna í akkorði og ef þeir eru fljótir geta þeir haft nokkuð góð laun en þetta getur vitaskuld bitnað á gæðum afrakstursins. Lögum samkvæmt er höfundarréttur undantekningarlaust þýðandans. Þetta virðist hins vegar mjög misjafnt í reynd eftir gerð þýðinga. I sumum flokkum, eins og bókmenntaþýðingum, er þetta afdráttarlaust. Annarstað- ar er höfundarrétturinn nokkuð á reiki. Þróunin virðist vera sú að það fær- ist í vöxt að kaupandinn, í sumum tilfellum vinnuveitandinn, eigi höfúnd- arréttinn. Þýðandinn er ekki alltaf að fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar hann lætur höfundarréttinn af hendi. í flestum tilfellum er samið sérstak- lega um kaup á höfúndarrétti og því fylgja þá sérstakar greiðslur. Nýlega var skjáþýðendum á Ríkissjónvarpinu sagt upp samningum sem gerðu ráð fyrir að höfúndarrétturinn væri þeirra; í nýjum samningum er höfundar- 92 d JSœpdiá - Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.