Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 96

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 96
Erlendir höfundar Fadhil Al-Azzawi (Þrjú írösk IjóS bls. 26) fæddist í Kirkuk í Norður-írak 1940. Hann lagði stund á enskar bókmenntir við Bagdad-háskóla en var svo við nám í blaðamennsku í Leipzig í Þýskalandi. Hann starfaði í mörg ár sem blaðamaður, meðal annars sem menningarritstjóri og þýðandi. Um tíma gaf hann út blað svo og tímaritið $ir6y (SkáldskapurÓ9) sem var bannað eftir að komið höfðu út fjögur hefti. Hann var handtekinn marg- sinnis vegna þátttöku í aðgerðum stúdenta og eftir valdarán hersins 1963 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hann er fyrst og fremst ljóðskáld en hefur líka samið nokkrar skáldsögur. Hann er f útlegð. Sargon Boulus (Þrjú írósk Ijóð bls. 26) fæddist 14. febrúar 1944 í nánd við Habbanía-vatn við Bagdad en flutti með fjölskyldu sinni til Kirkuk í Norður-írak þar sem hann hóf skriftir og birti fyrstu ljóð sín og sögur. Arið 1962 flutti hann til Bagdad og fimm árum síðar til Beirut þar sem hann átti mikinn hlut að því að endurreisa arabíska bókmenntatímaritið $ir (Skáldskapur). Auk frumsamins efnis hefur hann þýtt mikið eftir þekkt enskumælandi skáld. Hann nýtur mikils álits sem þýðandi og hafa ljóða- þýðingar hans haft umtalsverð áhrif á arabíska nútímaljóðlist. Hann hefur búið í San Fransisco frá 1969. Havah Ha-Levi (Mórberjakeimurinn bls. 16) fæddist og ólst upp í samyrkjubúinu Gan-Shmúel og býr í Jerúsalem. Smásaga hennar, Mór- berjakeimurinn, sem hér birtist í þýðingu Kristínar Thorlacíus, er átakan- leg frásögn um það hvernig ísraelsk kona uppgötvar smám saman það mikla ranglæti sem „fólkið hennar“ hefur valdið arabískum íbúum lands- ins. Og það rennur upp fyrir henni að ættland hennar sé „einfaldlega keimurinn af mórberjum í munni, lykt af ryki, rök mold á vetrardegi, him- inbláminn“ og að það tilheyri ekki síður Rashíd, barni arabísks nágranna- þorps, sem ísraelar höfðu jafnað við jörðu. Manfired Peter Hein (Ljóð íþremur þýðingum bls. 42), fæddur 1931 í Aust- ur-Prússlandi, er þýskt ljóðskáld. Hann hefur verið búsettur í Finnlandi frá árinu 1958 og ort þar fjölda ljóðabóka,og þýtt mikið úr finnsku og fjölda annarra mála, bæði nútímaljóðlist og skáldskap og eru þar kunnastar þýð- ingar hans á verkum Paavo Haaviko og Arto Melleri auk safnritsins Auf der Karte Europas ein Fleck, ljóð austur-evrópskra framúrstefnuskálda frá 94 á ./jæýrtíá — Tímarit pýðenda nr. 7 / 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.