Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 7 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER auk ýmissa annarra sjúkdóma og kvilla (U. S. Department of Health and Human Services, 2004). Reykingar eru á verulegu undanhaldi meðal ungmenna, en munntóbaksnotkun hefur aukist síðustu fimm árin (Þórhallur Ólafsson o.fl., 2010). Daglegar reykingar aukast hins vegar um þriðjung frá lokum 10. bekkjar og upp í framhaldsskóla (Álfgeir L. Kristjánsson o.fl., 2008). Ýmsir áhættuþættir tengjast því að ungmenni byrji tóbaksnotkun, svo sem jákvætt viðhorf í garð tóbaks, tóbaksnotkun vina eða foreldra, brottfall úr skóla, búseta hjá einungis öðru foreldri (Sigrún Aðalbjarnardóttir o.fl., 2003) og reykingar móður á meðgöngu (Buka o.fl., 2003). Í tóbaki er nikótín sem er mjög ávanabindandi efni og veldur því að margir eiga erfitt með losna undan viðjum nikótínfíknar og því er mikilvægt að forða fólki frá því að byrja neyslu þess (Changeux, 2010). Á Íslandi hófust tóbaksvarnir í grunnskólum árið 1976 fyrir tilstuðlan Krabbameinsfélags Reykjavíkur og var jafningjafræðsla mikið notuð (Þorvarður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson, 1976). Margvísleg nálgun hefur verið í tóbaksvörnum, en gagnkvæm umræða við nemendur um tóbak þykir árangursrík (Tobler, 2000). Mikilvægt er að tóbaksvarnir í grunnskólum auki þekkingu nemenda á tóbaki; hafi áhrif á skoðanir, viðhorf, ásetning og skilning þeirra á tóbaki og efli færni og viðnám nemenda til að standast félagslegan þrýsting (Lynch og Bonnie, 1994). Skólahjúkrunarfræðingar og umsjónarkennarar eru aðilar sem nemendur þekkja vel og treysta, þeir eru jafnframt taldir með bestu leiðbeinendunum í tóbaksvörnum og hafa tök á að fylgja þeim eftir í skólastarfinu (Bassi o.fl., 2008). Rannsóknir hafa einnig sýnt að jafningjafræðsla í tóbaksvörnum hefur veruleg áhrif á tóbaksnotkun meðal ungmenna (Campbell o.fl., 2008). Jafningjafræðsla hefur áhrif á viðhorf ungmenna til að hafna ávana­ og fíkniefnum (Kristjansson o.fl., 2010). Tóbaksvarnir þurfa að ná til alls skólastarfsins og því er mikilvægt að tóbaksvarnir séu í námskrám skólanna og skilgreint sé hver eigi að sinna þeim, reglur séu um tóbaksnotkun og skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka eigi á tóbaksnotkun (Adams o.fl., 2009; Boyce o.fl., 2009). Jafnframt er mikilvægt að þessum þáttum sé fylgt eftir í skólastarfinu (Adams o.fl., 2009). Ýmsar kannanir og rannsóknir hafa verið gerðar á tóbaksnotkun grunnskólanema (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2006), en ekki hefur verið kannað hvernig tóbaksvörnum er í raun háttað innan grunnskólanna á Íslandi. Lög segja fyrir um reglubundna fræðslu í grunnskólum landsins sem miði að því að draga úr tóbaksneyslu (Lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002) og samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna eiga tóbaksvarnir að vera kenndar í lífsleiknitímum (Menntamálaráðuneytið, 2007). Þar sem skólum er skylt að sinna tóbaksvörnum, er mikilvægt að skoða hvað fram fer í tóbaksvörnum í grunnskólum landsins. Meginrannsóknarspurningin var: ,,Er tóbaksvörnum sinnt í grunnskólum landsins og þá hvernig?“ AÐFERÐ Gerð var þversniðskönnun til að skoða hvaða tóbaksvarnir voru í grunnskólum á Íslandi skólaárið 2009 ­ 2010. Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun. Til að fá heildarsýn á stöðu tóbaksvarna var ákveðið að senda spurningalista til allra skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga. Þýðið í rannsókninni samanstóð af 175 skólastjórum og 139 skólahjúkrunarfræðingum, samtals 314 manns. Úrtak könnunarinnar spannaði allt þýðið. Til að svara rannsóknarspurningunum var útbúinn spurningalisti sem innihélt opnar og lokaðar spurningar. Þar var meðal annars spurt um hvort og hvaða tóbaksvarnastarfi væri sinnt í skólanum, hvort tóbaksvarnir væru í námskrá skólans, um reglur skólans varðandi tóbaksnotkun, hvort sérstök fræðsla væri um tóbaksvarnir og í hvaða bekkjum. Nokkrum spurningum var eingöngu beint til skólahjúkrunarfræðinga til að kanna hvernig viðtöl og heilsufarsskoðun nemenda eru nýtt í tóbaksvörnum. Spurningalistinn var forprófaður meðal tíu hjúkrunarfræðinga og kennara og gengið úr skugga um að spurningarnar væru skýrar, að allir legðu sömu merkingu í spurningarnar og hvort einhverjar mikilvægar spurningar vantaði. Eftir forprófunina voru gerðar minniháttar lagfæringar á spurningalistanum og hann færður í endanlega útgáfu. Landinu var skipt upp í níu hluta sem samsvarar landshlutaskiptingu HBSC (Health Behaviours in School­aged Children) rannsóknarinnar (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2006). Þátttakendur fengu upplýsingar um eðli rannsóknarinnar og veittu þeir upplýst samþykki með því að svara rafrænum spurningalista. Þeim var frjálst að hafna þátttöku eða hætta hvenær sem var. Ekki var möguleiki að rekja svörin til einstakra þátttakenda eða skóla en þeir þurftu að merkja við úr hvaða landshluta þeir kæmu. Varsla gagna frá þátttakendum er í höndum rannsakanda og leiðbeinanda, en öllum gögnum verður eytt fimm árum frá úrvinnslu. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (S4723/2010). Niðurstöður voru settar fram í texta og á myndrænan hátt. Munur milli mismunandi breyta á rað­ og nafnkvarða var athugaður með kí­kvaðrat prófum. Til að athuga landshlutaáhrif var beitt línulegri aðhvarfsgreiningu. Miðað var við 95% öryggismörk (p<0,05). Við tölfræðiúrvinnslu var notað forritið SPSS 17.0 (Statistical Package for the Social Sciences). NIÐURSTÖÐUR Rannsóknin náði til allra grunnskóla á Íslandi, alls 177 á vorönn árið 2010. Svör bárust frá 163 einstaklingum (52% svörun) og voru það fulltrúar 130 grunnskóla (73% skólanna). Svarshlutfall var 54% meðal skólastjóra og 50% hjá skólahjúkrunarfræðingum. Í Reykjavík var svörun 31%, en 63% utan Reykjavíkur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár (27­66 ár) og meðalstarfsaldur var 11 ár (0,5­36 ár). Um 35% þátttakenda höfðu fengið fræðslu um tóbaksvarnir í námi sínu og 35% höfðu sótt fræðslu eða námskeið í tóbaksvörnum eftir að þeir luku námi. Á landsbyggðinni starfaði hluti þátttakenda í fleiri en einum skóla, eða 40% skólahjúkrunarfræðinganna og 5% skólastjóranna. Tóbaksvörnum var sinnt á sama hátt um allt land, engin marktæk landshlutaáhrif fundust. Sinna grunnskólar landsins tóbaksvörnum? Tóbaksvörnum var sinnt í öllum grunnskólum svarenda nema einum. Algengast var að tóbaksvarnir færu fram á unglingastigi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.