Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 3 Eitt af því fyrsta sem kennt er í aðferða­ fræði rannsókna er að rannsókn sé ekki lokið fyrr en niðurstöður hennar hafi verið birtar á einhvern hátt. Birting niðurstaðna rannsókna í hjúkrun er mikilvægur þáttur í því að auka gæði hjúkrunar og grunnurinn að notkun gagnreyndrar þekkingar í þjónustu við skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fag­ og stéttarfélag. Yfirlýstur tilgangur þess er meðal annars að stuðla að þróun hjúkrunar sem fræðigreinar. Félagið hefur sinnt þessum þætti með ýmsu móti. Í Tímariti hjúkrunarfræðinga eru að jafnaði birtar fimm til tíu ritrýndar greinar á ári og rannsakendur í hjúkrun geta sótt um styrki úr B­hluta vísindasjóðs, en Fíh er eina félag háskólamanna sem enn hefur vísindasjóð á sínum snærum. Þá sinnir félagið þessum þætti með því að standa reglulega fyrir vísindaráðstefnum í samráði við hjúkrunarfræðideildir háskólanna og kennslusjúkrahúsin tvö. Nú er bryddað uppá þeirri nýjung að gefa út sérstakt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga í tengslum við ráðstefnuna Hjúkrun 2011. Í þessu tölublaði birtast 11 ritrýndar greinar þar sem fjallað er um rannsóknir sem kynntar verða á ráðstefnunni. Að lokinni síðustu vísindaráðstefnu félagsins haustið 2007 voru uppi vanga­ veltur um hvort áhugi hjúkrunar fræðinga fyrir slíkum vísindaráðstefnum væri ekki lengur til staðar eða takmarkaðist við fámennan hóp fræðimanna. Sú virðist sannarlega ekki raunin ef marka má aðsókn að Hjúkrun 2011, bæði með tilliti til fjölda innsendra erinda og fjölda skráðra þátttakenda. Um 200 hjúkrunarfræðingar eru skráðir á ráðstefnuna eða rúm 5% allra félagsmanna í Fíh. Fjöldi innsendra erinda er mun meiri en á fyrri ráðstefnum. Alls verða fluttir 75 fyrirlestrar, haldnar 10 vinnusmiðjur og veggspjöld verða 42. Þessi fjöldi sýnir hversu mikil gróska er í hjúkrunarrannsóknum hér á landi. Það er mikið fagnaðarefni og hjúkrunarsamfélaginu til sóma. Einkunnarorð ráðstefnunnar, öryggi, gæði, forvarnir, hafa öll verið mikið í umræðunni síðustu misseri í þeim mikla niðurskurði sem heilbrigðiskerfið hefur mátt þola. Hvernig tryggjum við gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga á tímum örra breytinga, minni fjármuna sem úr er að spila og í sumum tilfellum færri starfsmanna? Hvað erum við raunverulega að tala um þegar við segjum að öryggi sjúklinga sé tryggt og að gæði þjónustunnar hafi ekki minnkað? Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) segir í yfirlýsingu frá 2002 að öryggi sjúklinga taki til fjölmargra þátta svo sem samsetningar mannaflans, þekkingar og færni starfsmanna, tækja­ búnaðar, starfsumhverfis, sýkinga­ varna, lyfjanotkunar og fleira. Í umræðu undan farið um öryggi sjúklinga á tímum niðurskurðar mætti hins vegar ætla að öryggið teljist tryggt og nægilegt, ef sjúklingur lifir sjúkrahúsvistina af eða skaðast ekki varanlega. En hvað með grund vallaratriðin? Hvað með næringu, munnhreinsun, útskilnað, ástand húðar og svo framvegis? Þessi grund­ vallar atriði, sem kennd eru í upphafi hjúkrunar fræðináms, skipta miklu máli fyrir vellíðan og batahorfur sjúklinganna. Getur verið að þessir grunnþættir verði útundan þegar vandamálin eru orðin stór og flókin og þegar hraðinn er orðinn svo mikill að aðeins er hægt að sinna því nauðsynlegasta, því sem er mest aðkallandi og alvarlegast hverju sinni? Gæði hjúkrunar þarf að meta út frá því hvernig þessum grunnþáttum er sinnt, ekki síður en hinum flóknari þáttum. Þarfapýramídi Maslow er nefnilega enn í fullu gildi. Þá eru orð Florence Nightingale ekki síður í fullu gildi en hún skrifaði í Notes on Nursing að mikilvægasta og hagnýtasta ráð sem hægt væri að gefa hjúkrunarfræðingum væri að vera athugulir, að kenna þeim hvað það er sem þeir eiga að horfa eftir hjá sjúklingunum, hvað það er sem sýnir merki um árangur meðferðar og hvað hið gagnstæða, hvað sé mikilvægt og hvað léttvægt, hvað sýni merki um vanrækslu og þá hvers konar vanrækslu. Það er með því að vera athugulir sem hjúkrunarfræðingar geta fyrirbyggt skaða. Með því að fylgjast með, athuga og gaumgæfa, geta hjúkrunarfræðingar fyrirbyggt að upp komi heilsufarsvandi eða aukaverkanir meðferðar hjá skjólstæðingum þeirra. Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki aðeins að vera athugulir þegar heilsufarsvandamál hafa þegar skapast heldur ekki síður í allri þjónustu við skjólstæðinga utan stofnana svo sem í ungbarnavernd og skólahjúkrun. Þar getur athygli hjúkrunarfræðinga skipt sköpum og verið einn mikilvægasti þátturinn í forvörnum. Athygli hjúkrunarfræðinga er líka einn lykilþáttanna í því að tryggja öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. AÐ VERA ATHUGULL Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.