Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 20118
eða í 8.10. bekk (57%), því næst á miðstigi (36%) en sjaldnast
á yngsta stigi, eða í 1.4. bekk (7%). Í fjórum skólum var
tóbaksvörnum sinnt í öllum bekkjum.
Mynd 1. Hlutfall bekkja sem fengu tóbaksvarnir í grunnskólum
landsins skólaárið 20092010. *=Bekkur ekki tiltekinn.
Aðilar sem sinntu tóbaksvörnum
Þeir sem sinntu tóbaksvörnum í grunnskólum þátttakendanna
voru skólahjúkrunarfræðingar, umsjónarkennarar, nemendur,
foreldrar og ,,aðrir“. Þátttakendur merktu við alla þá aðila
sem við átti í þeirra skóla. Þeir sem féllu undir ,,aðra“ voru
meðal annars kennari í lífsleikni (7,4%), námsráðgjafi (4,3%),
utanaðkomandi aðili (6,1%), ,,Marítafræðsla“ (4,3%) og 3,7%
sögðust ekki vita hverjir sinntu tóbaksvörnum innan síns skóla.
Algengt var að samvinna væri milli skólahjúkrunarfræðinga
og umsjónarkennara. Í sumum skólum sinnti einn aðili
tóbaksvörnum en fleiri í öðrum (mynd 2).
Mynd 2. Aðilar sem sinntu tóbaksvörnum í grunnskólunum skólaárið
20092010. (,,Aðrir“ = aðrir aðilar en skólahjúkrunarfræðingur eða
umsjónarkennari).
Spurningum varðandi tóbaksvarnir í heilsufarsskoðunum og
viðtölum við nemendur var eingöngu beint til skólahjúkrunar
fræðinga. Fjörutíu og fimm prósent skóla hjúkrunar fræðinga
sögðust spyrja út í tóbaksnotkun. Enginn þeirra spurði út
í tóbaksnotkun í fyrstu sex bekkjunum, en 20% spurðu út
í tóbaksnotkun í 7. bekk, 15% í 8. bekk, 39% í 9. bekk
og í 10. bekk spurðu 15% skólahjúkrunarfræðinganna út í
tóbaksnotkun. Fimm skólahjúkrunarfræðingar sögðust ekki
vera í stakk búnir til að sinna tóbaksvörnum, en 64 sögðust
vera það (91%).
Námsefni í tóbaksvörnum og hvatning til reykleysis
Margvíslegt námsefni var notað til tóbaksvarna (mynd 3).
Þátttakendur gátu merkt við fleiri en eitt atriði varðandi námsefni
í tóbaksvörnum en algengast var að notað væri tvenns konar
námsefni, eða í 40% tilvika. Algengasta samsetning námsefnis
var annars vegar 6H heilsunnar og Tóbaksvarnafræðsla
Lýðheilsustöðvar og hins vegar 6H heilsunnar og eigið
námsefni. Tóbaksvarnir fóru oftast fram undir þættinum
,,hugrekki“ (96%) í námsefni 6H heilsunnar. „Annað námsefni“
var notað í 14% tilfella og var þar nefnt m.a. myndbandið
,,Djammreykingar“, bíómyndin ,,Thank you for smoking“, ,,Flott
án fíknar“ verkefni Ungmennafélags Íslands og efni frá öðrum
aðilum. Fjögur prósent þátttakenda vissu ekki hvaða námsefni
var notað í tóbaksvörnum.
Mynd 3. Notkun mismunandi námsefnis skólaárið 20092010.
Merkt var við allt námsefni sem notað var í viðkomandi skóla.
Marktækur munur var á svörum skólastjóra og
skólahjúkrunarfræðinga varðandi námsefni í tóbaksvörnum
(p<0,05). Skólahjúkrunarfræðingar sögðu námsefni 6H
heilsunnar notað í 85% tilfella í tóbaksvörnum, á móti
39% að sögn skólastjóra. Skólastjórar sögðu námsefnið
,,Vertu frjáls – reyklaus“ notað í 62% tilfella, á móti 21% í
svörum skólahjúkrunarfræðinga. Hvatning til reykleysis var
hluti af tóbaksvörnum grunnskólanna, en það var meðal
annars verkefnið ,,Reyklaus bekkur“ (76%) og herferðir og
reykleysisverðlaun (9%) á vegum skólanna. Marktækur munur
var á svörum skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga varðandi
verkefnið ,,Reyklaus bekkur“ (p<0,001). Skólastjórar sögðu
verkefnið ,,Reyklaus bekkur“ vera í 88% grunnskólanna, en
1 2
H
lu
tf
al
l
(%
)
Bekkur 3 4 5 6 7 8 9 10 *
90
5 66
10
19
40
78
82
71
66
1
80
70
60
50
40
30
20
10
0
6H
he
ilsu
nna
r
H
lu
tf
al
l
(%
)
Ver
tu
frjá
ls
re
ykl
aus
Tób
aks
var
nar
fræ
ðsl
a
Lýð
hei
lsu
stö
ðva
r
Eig
ið n
ám
sef
ni
Lio
ns
Qu
est
An
nað
ná
ms
efn
i
6
60
45
42
34
14
70
60
50
40
30
20
10
0
Skólahjúkrunarfræðingur og
umsjónarkennari
Umsjónarkennari
Umsjónarkennari og aðrir
Skólahjúkrunarfræðingur
Skólahjúkrunarfræðingur og aðrir
Skólahjúkrunarfræðingur,
umsjónarkennari og aðrir
44%
9% 4%
8%
23%
12%