Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 68
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201164 vantraust. Flestar stúlkurnar töluðu um að fólk horfði mikið á þær, sýndi þeim dónalega framkomu og virðingarleysi og talaði hálfpartinn niður til þeirra og vantreysti þeim. Tvær stúlknanna nefndu dæmi þess að fagfólk virti þær ekki viðlits heldur talaði við þær í gegnum aðstandendur eða aðra fagaðila. Ég fékk rosalega mikið á mig hvað ég væri gömul og ég hefði bara betur átt að gera barninu greiða og eyða því. Ég hef til dæmis ekkert farið í Kringluna fyrr en bara núna nýlega, held ég bara fyrir viku síðan, ég fór ekki fyrst vegna þess að krakkarnir þykjast ekki sjá mann og horfa í gegnum mann, hrinda manni, ýta manni og hlæja að manni, labba upp að mér og spyrja: ertu feit eða ertu ólétt og spyrja hvað ertu gömul. (Birta) Sóley greindi frá því þegar vinkonur hennar vildu ekki vera í félagsskap með henni ófrískri þar sem þær vildu ekki hafa hana á myndum með sér á fésbókinni: „[...]ég var skrímslið, ég var með kúlu, með barn inní mér, vó [...] ,viljum ekki að fólk haldi að við séum þessi félagsskapur‘ og ég sagði hvaða félagsskapur? Um að við séum allar að verða óléttar.“ Sóley skýrði jafnframt frá því að fagfólk sýndi ákveðið vantraust og vanvirðingu gagnvart sér sökum ungs aldurs: ,,Já, það er miklu meira svona talað við okkur eins og við séum börn[...] hún (hjúkrunarfræðingurinn) er reyndar rosalega góð, en hún kemur fram við mig eins og ég sé ekki að geta þetta.“ Afskipta- og skilningsleysi jafningja Andstæðan við samsömun og samstöðu ungu mæðranna við draumaborn.is var afskiptaleysi og skilningsleysi vinahópsins gagnvart stöðu þeirra og ákveðin tilhneiging til þess að skipta sér ekki af þeim og láta sig hverfa. Þegar Hekla var spurð frekar út í það hvort vinirnir hefðu komið til baka eftir að hafa hætt að vera í sambandi á meðgöngu svaraði hún meðal annars: „Nei, ég einmitt flutti í bæinn svo að ég gæti hitt þær (vinkonurnar) oftar kannski. En þær koma ekkert aftur.“ Fjarlægð umönnunaraðila Sumar stúlknanna fundu fyrir fjarlægð umönnunaraðila í sængurlegunni og lýstu því að skort hafi beina aðstoð og hjálpleg úrræði frá fagfólki, til dæmis við upphaf brjóstagjafartímabils og vegna óværðar barns eftir heimkomu. Eftirfarandi tilvísanir skýra skynjun stúlknanna á afskiptaleysi eða fjarlægð starfsfólks á meðan á sjúkrahúsdvöl stóð og takmörkuðum stuðningi við brjóstagjöfina: Það var aldrei komið inn til að athuga hvort allt væri í lagi, það var aldrei skipt sér að mér. Það eina sem var sagt var þegar ljósmóðirin kom þarna um morguninn og bað okkur um að drífa okkur á lappir því að barnalæknirinn var að fara að skoða hann og svo ættum við bara að drífa okkur heim. Okkur var eiginlega bara hent út og ég fékk enga hjálp með hann, ekki einu sinni brjóstagjöfina. (Katla) Ég var nýbúin að eiga þá fékk hann ekki brjóst í einn og hálfan dag vegna þess að hinar stelpurnar (ljósmæðranemar) voru svo latar, þær hjálpuðu mér í svona fimm mínútur og síðan bara „hann nennir þessu ekkert.“ Þá löbbuðu þær bara í burtu. Hann var alveg hungraður í einn og hálfan dag. Mér fannst það rosaleg höfnun einhvern veginn. (Birta) Gagnslítil fræðsla Þó nokkuð var um að stúlkurnar væru ósáttar við veitta fræðslu þar sem þeim fannst fræðslan gagnslítil, vera ábótavant á ákveðnum sviðum, koma of seint, misvísandi og stundum skorti á nánari útskýringar. Eftirfarandi frásögn er lýsandi fyrir hópinn: Bara á augnabliki komu inn svæfingarlæknir, barnalæknir, hjartalæknir, þrjár ljósmæður og einhverjir þrír læknar í viðbót, það fylltist stofan. Þá var ég svona svolítið hrædd sko út af því að stelpan sem ég heyrði öskra þarna, hún hafði líka lent í þessu en þá hafði naflastrengurinn verið um hálsinn á barninu. Þannig að ég bjóst við því. Þannig að ég bara hætti (þrátt fyrir hvatningu starfsfólks), ég ætlaði ekki að kyrkja barnið! (Sóley). UMRÆÐUR Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar er sérstaklega athyglisvert hve oft ungu mæðurnar töluðu um þann stuðning sem þær fengu frá hópi ungra mæðra á vefsíðunni draumaborn. is en allar nefndu þær vefsíðuna sem sinn aðalvettvang til að sækja upplýsingar og fræðslu. Að sama skapi var áberandi það skilningsleysi, sú fjarlægð og almennt hið neikvæða viðmót sem ungu mæðurnar skynjuðu frá vinum, fagfólki og samfélaginu í heild vegna stöðu þeirra og ungs aldurs. Rannsóknir hafa bent til þess að unglingsmæður séu í meiri þörf fyrir upplýsingastuðning, andlegan stuðning og þjónustu frá fagfólki almennt samanborið við eldri mæður (de Jonge, 2001). Frásagnir flestra ungu mæðranna í þessari rannsókn gefa ekki til kynna að sérstaklega hafi verið hugað að þessu og bendir margt til þess að þær hafi fallið inn í hefðbundið eftirlit í stað þess að sérstaklega væri haldið utan um þær í ljósi ungs aldurs þeirra. Meira var um að mæðurnar tjáðu sig um stuðningsleysi sem kom meðal annars fram sem afskipaleysi og gagnslítil, ónóg og misvísandi fræðsla umönnunaraðila og var sérstaklega sláandi að heyra frásagnir þeirra af takmörkuðum og óhjálplegum stuðningi við upphaf brjóstagjafar. Þessar niðurstöður minna á margan hátt á niðurstöður sambærilegrar rannsóknar Dyke o.fl. (2003) sem sýndi að samfelld þjónusta sama fagaðilans var mikils metin, jók á öryggi ungu mæðranna og leiddi til þess að þær þorðu frekar að spyrja spurninga og leita eftir fræðslu. Í rannsókn Dykes og félaga kom einnig fram líkt og í þessari rannsókn að ljósmæður sem aðstoðuðu mæðurnar við að setja börnin á brjóst án þess að leiðbeina þeim frekar voru metnar óhjálplegar. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að skoða betur heildrænt aðstæður ungra mæðra og þá þjónustu og umönnun sem þeim stendur til boða. Ljósmæður og annað starfsfólk þarf að vera vakandi fyrir tilhneigingu ungra mæðra til að einangrast, kortleggja stuðningsnet þeirra og veita þeim markvissan stuðning. Velta má fyrir sér hvort síður svipaðar draumaborn.is þar sem umræðan er studd af fagaðila ætti rétt á sér til þess að tryggja faglegan stuðning við þennan hóp ungmenna sem alist hefur upp við notkun veraldarvefsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.