Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201112 ÚTDRÁTTUR Í ljósi þess hve algeng þrýstingssár og byltur eru hjá sjúklingum, og samfara aukinni notkun staðlaðs fagmáls í hjúkrun, þótti áhugavert að kanna hvaða hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferð íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa notað til að skrá þrýstingssár og byltur eða hættu þar á. Lýsandi rannsókn var gerð þar sem hjúkrunargreiningar og meðferð sem tengdust þrýstingssárum og byltum í sjúkraskrám sjúklinga á árunum 2004 og 2005 voru kannaðar. Kerfisbundin aðferð var notuð við val á sjúkraskrám (n=211 og n=196) inniliggjandi sjúklinga á 29 deildum Landspítala. Í ljós kom að fjórar hjúkrunargreiningar voru notaðar til að skrá hjúkrunarvandamál sem tengdust þrýstingssárum, en engin þessara greininga náði að lýsa með ótvíræðum hætti að um þrýstingssár eða hættu þar á væri að ræða. Fimm hjúkrunargreiningar voru notaðar til að skrá byltuhættu sjúklinga og lýsti langalgengasta greiningin byltuhættu ótvírætt. Notkun mismunandi hjúkrunargreininga til að skrá þrýstingssár og byltur getur bent til óöryggis hjúkrunarfræðinga í að beita stöðluðu fagmáli í klínískri vinnu eða rangrar notkunar hjúkrunargreininga. Óljóst orðalag og skortur á gagnsæi hindrar einnig að hjúkrunargreining sem best á við hjá sjúklingum hverju sinni sé notuð, en það getur stefnt öryggi sjúklinga í hættu ef viðeigandi hjúkrunarvandamál eru ekki greind eða skráð af nákvæmni. Lykilorð: byltur, hjúkrunargreiningar, staðlað fagmál, þrýstingssár. INNGANGUR Notkun staðlaðs fagmáls við skráningu hefur aukist í hjúkrun og ætti það að auðvelda aðgengi að gögnum um hjúkrun með aðstoð upplýsingatækni. Upplýsingatæknin og notkun gagna og upplýsinga í rafrænni sjúkraskrá eru álitin vera meðal þeirra lausna sem nota má til að efla öryggi sjúklinga (Bakken, 2006). Takmörkuð gæði upplýsinga og skráning á ástandi sjúklinga og meðferð sem þeir fá getur því dregið úr öryggi sjúklinga og gæðum þjónustu. Það má því leiða að því líkum að góð skráning stuðli að öryggi og samfellu í þjónustu við sjúklinga þótt rannsóknir sýni að góð skráning ein og sér bæti ekki hjúkrun (Saranto og Kinnunen, 2009). Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á að skráð gögn lýsi ástandi skjólstæðinga og þeirri hjúkrun sem veitt er (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), 2011). Tilgangur hjúkrunarskráningar er að veita yfirsýn yfir sögu, ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklings, þar sem upplýsingar um hann eru aðgengilegar fyrir klíníska ákvarðanatöku í hjúkrun. Á þann hátt skapast grundvöllur til að meta gæði, kostnað og ávinning veittrar hjúkrunar sem eru mikilvægar stjórnunarupplýsingar. Samfella í hjúkrunarmeðferð og öryggi sjúklinga eykst auk þess Ásta Thoroddsen, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ERU HJÚKRUNARGREININGAR NÆGILEGA LÝSANDI? ENGLISH SUMMARY Thoroddsen, A. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 12-16 ARE NURSING DIAGNOSES DESCRIPTIVE ENOUGH? Pressure ulcers and falls are frequent problems with patients and with increased use of standardized nursing languages it was of interest to study which nursing diagnoses and interventions Icelandic nurses have used to document pressure ulcers and falls or risk thereof. A descriptive method was used to study nursing diagnoses and interventions related to pressure ulcers and falls documented in patient records in the years 2004 and 2005. A systematic method was used to select patient records (n=211 and n=196) of inpatients in 29 wards at Landspitali. Four nursing diagnoses were found to be used to document patient problems related to pressure ulcers but none of those diagnoses could describe explicitly the existence of pressure ulcers or risk thereof. Five nursing diagnoses were used to document patients at risk of fall and the most prevalent diagnosis could describe risk of fall explicitly. The variety of nursing diagnoses used to document pressure ulcers and falls indicates nurses’ insecurity in applying standardized nursing languages in clinical practice or incorrect use of the diagnoses. Unclear wording and lack of transparency can also impede use of the nursing diagnosis that best fits patients at the point in time, which can compromise patient safety as appropriate nursing problems are not diagnosed or documented accurately. Keywords: falls, nursing diagnosis, standardized nursing language, pressure ulcer. Correspondance: astat@hi.is sem upplýsingarnar veita grunn fyrir kennslu og rannsóknir í hjúkrun (Landspítali, 2008a). Á Landspítala skal sérhver sjúklingur „sem þiggur þjónustu eiga hjúkrunarskrá sem mynduð er úr skráðum gögnum um hjúkrun sjúklings og fjölskyldu hans eftir því sem við á. Hjúkrunarskráin tekur til upplýsingaskrár sjúklings, hjúkrunargreininga, áætlunar um hjúkrunarmeðferð, veittrar hjúkrunarmeðferðar, viðbragða sjúklings við meðferð, framvindu og mats á árangri og útskriftaráætlunar“ (Landspítali, 2008a, bls. 4). Hjúkrunargreiningum er ætlað að lýsa raunverulegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.