Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 15 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER hætta á fylgikvillum rúmlegu, en þrýstingssár er einn af þeim fylgikvillum. Þetta bendir til þess að NANDA­greiningarnar nái ekki að lýsa af nákvæmni ástandi því sem sjúklingar eru í varðandi þrýstingssár eða ­sárahættu. Þetta á einnig við um algengustu hjúkrunargreininguna, veikluð húð, þar sem hún getur átt við annars konar húðvanda en þrýstingssár eða hættu á þeim. Staðlað fagmál sem notað er hverju sinni til skráningar þarf að innihalda hugtök sem ná utan um þau viðfangsefni sem unnið er með á daglegum vettvangi hjúkrunar. Hugtakið þrýstingssár eða legusár hefur verið til innan hjúkrunar svo öldum skiptir og klínískar leiðbeiningar um varnir gegn myndun þrýstingssára komu fyrst fram árið 1992 (EPUAP og NPUAP, 2009). Samt sem áður er hugtakið þrýstingssár ekki til í NANDA­flokkunarkerfinu. Hugtakið þrýstingssár (e. pressure ulcer) er hins vegar að finna í INCP­flokkunarkerfinu (International Council of Nurses (ICN), 2011) sem og í sjúkdómsflokkunarkerfinu ICD­10 (e. decubitus ulcer) (Landlæknisembættið, e.d.). Í ICD­10 er unnt að skrá þrýstingssár af nákvæmni niður á stig I, II, III eða IV. Möguleika á slíkri nákvæmni í skráningu þrýstingssára er ekki að finna í neinu flokkunarkerfi á sviði hjúkrunar. Athygli vekur að rúm 20% sjúklinganna í þessari rannsókn var með hjúkrunargreiningar er lúta að þrýstingssárum eða hættu á þeim. Þetta er svipað hlutfall og í rannsókn Guðrúnar Sigurjónsdóttur og félaga (2011) en þar var 21,5% sjúklinga á Landspítala með þrýstingssár á stigi I til IV. Erlendar rannsóknir sýna einnig svipaðar tölur um algengi þrýstingssára (Vanderwee o.fl., 2007). Öfugt við þrýstingssár lýsir greiningin hætta á byltu, sem var langoftast notuð, skýrt byltuhættu. Hjúkrunargreiningin hætta á byltu var samþykkt inn í NANDA­flokkunarkerfið síðar en greiningar sem lúta að húð og vefjum (NANDA­I, 2009). Aðrar greiningar sem notaðar voru til að lýsa byltuhættu, svo sem skert göngugeta, trufluð skyntilfinning og bráðarugl, benda til þess að einkenni eða orsakaþættir hafi stundum verið notaðir í stað greiningar. Þetta gæti bent til þess að hjúkrunarfræðingar noti greiningarnar á rangan hátt eða að þekkingu þeirra á greiningarferlinu sé ábótavant. Þannig getur sjúklingur sýnt merki þess að eiga erfitt um gang (einkenni) vegna skertrar skyntilfinningar (orsakaþáttur) í fótum sem leiðir til þess að hann er í byltuhættu (hjúkrunargreining). Einnig vísar greiningin hætta á skaða ein og sér ekki til þess að um byltuhættu sé að ræða hjá sjúklingi, en hjúkrunarmeðferðin (byltuvarnir) gefur það hins vegar til kynna. Þetta síðastnefnda dæmi er einnig rökstuðningur fyrir því hvers vegna aðferðin við gagnaleitina var í tveimur skrefum, þ.e. að leita annars vegar að hjúkrunargreiningum og viðeigandi meðferð og hins vegar að leita að hjúkrunarmeðferð sem laut að byltum (og þrýstingssárum) og finna þannig greininguna. Yfir 10% sjúklinga voru skráð í byltuhættu en ekki eru til rannsóknir frá Landspítala eða erlendis frá sem sýna hversu margir sjúklingar voru í hættu á byltu til samanburðar, einungis hversu margir hlutu byltu. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa ekki til kynna hversu margir sjúklingar hlutu byltu, en atvikaskráning frá Landspítala (2006) sýnir mun lægri tölur en í erlendum rannsóknum (Halfon o.fl., 2001; Healey o.fl., 2008; Oliver o.fl., 2007). Notkun mismunandi hjúkrunargreininga til greiningar á sama vandamáli getur bent til óöryggis hjúkrunarfræðinga í að beita stöðluðu fagmáli í klínískri vinnu og erfiðleikum við að kynna sér einstakar hjúkrunargreiningar. Óljóst orðalag og skortur á gagnsæi gerir hjúkrunarfræðingum erfiðara fyrir að koma auga á þá hjúkrunargreiningu sem best á við hjá sjúklingum. Þetta getur stefnt öryggi sjúklinga í hættu þar sem viðeigandi hjúkrunarvandamál eru ekki greind eða skráð af nákvæmni. Það leiðir svo til þess að erfitt gæti orðið að nota sjúkraskrár og gagnagrunna til að fá nákvæmar tölur um umfang þrýstingssára og bylta. Sú er raunin því að mjög fá tilvik koma fram í opinberum tölum (t.d. ársskýrslum og starfsemitölum) um þrýstingssár og byltur (Landspítali, 2009). Þess ber þó að geta að aðeins hluti skráðra hjúkrunarvandamála sjúklinga er vistaður í gagnagrunnum á Landspítala enn sem komið er og því birtast einungis tölur um þrýstingssár og byltur sem læknar hafa skráð í sjúkraskrár. Innleiðing á hjúkrunarskráningu í rafræna sjúkraskrá inniliggjandi sjúklinga á Landspítala er ráðgerð haustið 2011. Að greina hjúkrunarvandamál krefst mikillar þekkingar á sögu og ástandi sjúklinga, faglegrar þekkingar, gagnrýnnar hugsunar, þekkingar á greiningarferlinu og innihaldi hjúkrunargreininga. Paans og félagar (2011) benda á að rannsóknir sýni að þessir þættir séu orsök ónákvæmni í greiningu hjúkrunarvandamála. Auk þess benda þeir á neikvæð viðhorf hjúkrunarfræðinga til notkunar hjúkrunargreininga og þátta í vinnuumhverfi þeirra sem hamli notkun hjúkrunargreininga. Ónákvæmni í notkun greininga leiðir til þess að vandamál eru ekki rétt skráð sem aftur leiðir til erfiðleika í notkun gagna úr sjúkraskrám. Það Tafla 3. Skráðar hjúkrunargreiningar og ­meðferð fyrir sjúklinga í hættu á að hljóta byltu eða sem höfðu dottið. 2004 2005 n=211 n=196 n (%) n (%) Hætta á byltu 24 (11,4) 16 (8,2) Byltuvarnir 13 10 Eftirlit með öryggi sjúklings 23 16 Hætta á skaða 0 (0) 1 (0,5) Byltuvarnir 0 1 Skert göngugeta 0 2 Byltuvarnir 0 2 Trufluð skyntilfinning 1 (0,5) 4 (2,0) Byltuvarnir 0 1 Eftirlit með öryggi sjúklings 1 3 Bráðarugl 1 (0,5) 2 (1,0) Byltuvarnir 0 1 Eftirlit með öryggi sjúklings 1 2 Hjúkrunargreiningar alls 26 (12,3) 23 (11,7) Hjúkrunarmeðferð alls 38 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.