Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 60
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201156 Siðfræði Þátttakendur fengu ítarlegar skriflegar og munnlegar upplýsingar um rannsóknina, markmið hennar, framkvæmd, mögulegar áhættur, óþægindi og ávinning. Upplýst samþykki var staðfest með undirskrift þátttakenda. Fyllsta trúnaðar var gætt og ekki mögulegt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Rannsóknin var framkvæmd í samræmi við Helsinki yfirlýsinguna og tilskilin leyfi fengin í hverju landi fyrir sig. Á Íslandi var fengið leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2008120005/03.1) og Persónuvernd send tilkynning um rannsóknina (S4156/2008). Rannsóknin var kostuð af Coloplast A/S. Framkvæmd og gagnasöfnun Gagnasöfnun fjölþjóðlegu rannsóknarinnar fór fram á árunum 2008–2010. Á Íslandi var gögnum safnað á tímabilinu apríl til september 2009. Þátttakendur mættu tvisvar sinnum með sex til átta vikna millibili í viðtal og skoðun. Þátttakendur voru beðnir að svara lýðfræðilegum spurningum, spurningum um stómað (tegund, ástæðu, vandamál, eftirlit o.fl.) og stómavörur sem þeir notuðu. Stóma QoL spurningalistinn var útskýrður fyrir þátttakendum og þeir beðnir að svara honum í einrúmi. Húð umhverfis stóma var metin af rannsakanda samkvæmt OST matstækinu. Ef húðvandamál voru til staðar var tekin ljósmynd af húðsvæðinu. Í lok viðtals 1 fékk einstaklingurinn afhentan SenSura stómabúnað til notkunar á rannsóknartímabilinu ásamt leiðbeiningum um notkun á vörunum, meðferð húðar og hvert ætti að leita ef upp kæmu vandamál. Í viðtali 2 var Stóma QoL spurningalistinn lagður fyrir þátttakendur og húð metin á sama hátt og áður. Þátttakendur voru spurðir um reynslu sína af SenSura stómabúnaðinum og um vandamál tengd stómanu. Tölfræðileg úrvinnsla Tölfræðiforritið SAS, útgáfa 9.1.3, var notað við úrvinnslu gagna. Samfylgnigreiningu var beitt til að kanna fylgni aldurs, kyns, tíma frá aðgerð, tegundar stóma (garna­, ristil­ eða þvagstóma) og gerð stómabúnaðar (eins­ eða tveggja hluta, kúpt eða flöt plata) við Stóma QoL, DET stig og mat þátttakenda á ástandi húðar. Marktæknimörk voru sett við p≤0,05. Fjöldi þvagstómaþega var lítill og tölfræðilegur styrkur ekki nægur til að meta einstaka þætti hjá þeim hópi. Það sama gilti um íslenska úrtakið. Niðurstöður fyrir þessa hópa eru því eingöngu settar fram sem lýsandi tölfræði (tíðni, hlutföll, meðaltal og staðalfrávik). NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í rannsókninni í heild voru 3.017 stóma­ þegar. Lýsingu á þátttakendum má sjá í töflu 1. Á rannsóknartímabilinu hættu 217 (7%) einstaklingar þátttöku í rannsókninni, flestir vegna vandamála tengdum stómabúnaði eða að rannsóknaráætlun var ekki fylgt. Hér verður greint frá fjölþjóðlegum niðurstöðum rannsóknarinnar, ásamt niðurstöðum íslenska úrtaksins og er þess þá getið sérstaklega. Ástand húðar Í viðtali 1 voru 60% þátttakenda með DET ≥2, (meðaltal 2,5 ±2,8). Af þeim voru 41,5% með mild húðvandamál (DET 2­3), 42,5% miðlungs alvarleg (DET 4­6) og 16% með alvarleg húðvandamál (DET 7­15). Algengustu ástæður húðvandamála voru erti­snerti húðbólga (48%), ytri áverkar (21%) og snerti ofnæmi (7%). Á Íslandi voru 56% þátttakenda með DET≥2. Algengustu ástæður húðvandamála hjá íslenskum stómaþegum voru einnig erti­snerti húðbólga (63%), ytri áverkar (15%) og snerti ofnæmi (10%). Á mynd 1 má sjá dreifingu DET stiga meðal íslensku þátttakendanna. 35 30 25 20 15 10 5 0 Fj öl d i þ át tt ak en d a DET stig 10 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Mynd 1. Dreifing DET­stiga meðal íslenskra þátttakenda (viðtal 1). Tafla 1. Þátttökulönd og lýsing á þátttakendum í upphafi rannsóknar. Ísland N = 73 Allir* N = 3017 Kyn, aldur og tími frá aðgerð Konur (%) 53 51 Aldur í árum (spönn) 62 (25­84) 63 (18­95) Tími frá aðgerð í árum (spönn) 8,9 (0,5­33) 5,9 (0,5­64) Tegund stóma (%) Ristilstóma 44 67 Garnastóma 56 32 Þvagstóma 0 2 Ástæða stóma (%) Krabbamein 34 58 Sáraristilbólga 47 12 Svæðisgarnabólga 1 8 Ristilpokabólga 4 6 Annað 14 15 Varanleiki og ákvörðun um stóma (%) Varanlegt stóma 92 86 Tímabundið stóma 8 13 Stóma ákveðið fyrir aðgerð 93 72 Gerð stómabúnaðar (%) Eins hluta 22 48 Tveggja hluta 78 52 Flöt plata 53 77 Kúpt plata 47 23 Tíðni eftirlits (%) Aldrei 30 15 Einungis þegar þörf er á 69 52 Reglulega 1 33 *Fjöldi þátttakenda eftir löndum: Bandaríkin 701, Frakkland 522, Pólland 261, Þýskaland 166, Bretland 140, Portúgal 136, Suður­Kórea 132, Spánn 131, Ítalía 115, Japan 110, Argentína 104, Danmörk 100, Tékkland 92, Ísland 73, Slóvakía 61, Kanada 43, Ástralía 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.