Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201114 Siðfræði Vísindasiðanefnd (05/117 og 05/118), siðanefnd Landspítala (46/2005) og Persónuvernd (2008/289) veittu leyfi fyrir rannsókninni. Ávinningur sjúklinga var enginn og rannsóknin hafði engin áhrif á þjónustu við sjúklinga þar sem einungis var unnið með gögn úr sjúkraskrám sem höfðu verið gerð ópersónugreinanleg. Framkvæmd Hjúkrunargreiningar, sem hjúkrunarfræðingar höfðu skráð, varðandi þrýstingssár og byltur eða hættu þar á voru fundnar í tveimur skrefum. Fyrst voru valdar hjúkrunargreiningar í sjúkraskrám allra sjúklinga í úrtakinu sem lutu að húð eða sárum eða að byltum, dettni, skaða eða áverka og skráð hjúkrunarmeðferð skoðuð og metin með tilliti til þess hvort hún beindist að þrýstingssárum, byltum (dettni) eða hættu þar á. Því næst var leitað að hjúkrunarmeðferð sem laut að þrýstingssárum (forvörnum eða meðferð) eða byltum (forvörnum eða meðferð) í öllum sjúkraskrám og skráð hjúkrunargreining þannig valin. Seinna skrefinu var ætlað að tryggja að allar hjúkrunargreiningar sem hugsanlega hefðu verið skráðar fyndust. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði, s.s. tíðni, meðaltal og staðalfrávik. Óháð t­próf var notað til að finna hvort marktækur munur væri á úrtaki milli ára (aldri sjúklinga og legudagafjölda). Marktæknimörk voru miðuð við p=0,05. Öll úrvinnsla var gerð í SPSS útg. 17.0. NIÐURSTÖÐUR Inniliggjandi sjúklingar í úrtaki áranna tveggja (2004 og 2005) voru áþekkir út frá aldri og meðal legudagafjölda og munur milli áranna ekki marktækur (tafla 1). Bæði árin voru fjórar hjúkrunargreiningar notaðar hjá 43 sjúklingum hvort ár um sig til að skrá hættu á þrýstingssárum hjá sjúklingum eða þeim sem voru með þrýstingssár, sem samsvarar því að 20,4% sjúklinga hafi verið í hættu að fá þrýstingssár eða verið með þrýstingssár árið 2004 og 21,9% árið 2005. Skráðar greiningar voru: hætta á veiklun húðar, veikluð húð, vefjaskaði: sár og hætta á fylgikvillum rúmlegu (tafla 2). Greiningin hætta á skaða við legu vegna skurðaðgerðar fannst ekki í skráðum gögnum. Langalgengasta hjúkrunargreiningin fyrir þrýstingssár eða hættu þar á var veikluð húð (37/30:2004/2005). Ekki var unnt að greina þá sjúklinga sem höfðu fengið þrýstingssár frá þeim sem einungis höfðu áhættuþætti þrýstingssára út frá hjúkrunargreiningum eða meðferð í hjúkrunarskrá sjúklinganna. Árið 2004 voru þrjár hjúkrunargreiningar, hætta á byltu, trufluð skyntilfinning og bráðarugl, notaðar fyrir 26 (12,3%) sjúklinga í byltuhættu eða sem höfðu dottið. Fimm hjúkrunargreiningar voru notaðar til að skrá hættu á byltu hjá 23 (11,7%) sjúklingum árið 2005. Þær voru: hætta á byltu, hætta á skaða, skert göngugeta, trufluð skyntilfinning og bráðarugl (tafla 3). Langalgengasta hjúkrunargreiningin fyrir byltur eða hættu þar á var hætta á byltu (24/16:2004/2005). Ekki var unnt að greina þá sjúklinga sem höfðu dottið frá þeim sem voru í byltuhættu út frá hjúkrunargreiningum eða meðferð í hjúkrunarskrá sjúklinganna. UMRÆÐA Athygli vekur að engin greininganna sem tengjast þrýstingssárum lýsa með ótvíræðum hætti að um þrýstingssár eða hættu þar á sé að ræða. Allar tengjast þessar hjúkrunargreiningar húð eða vefjum með beinum eða óbeinum hætti, en þó síst Tafla 1. Aldur og meðallegudagafjöldi sjúklinga í úrtaki. 2004 2005 Marktæknia Fjöldi 211 196 Aldur (SD) spönn 71.6 (17,4) 18­97 72.8 (15,0) 20­97 e.m Meðallegudagafjöldib (SD) spönn 43 (87,8) 2­735 43 (79,0) 2­681 e.m. a e.m.= ekki marktækt b Sjúklingar sem höfðu legið inni skemur en 2 daga voru ekki með í útreikningi á meðallegudagafjölda Tafla 2. Skráðar hjúkrunargreiningar og ­meðferð fyrir sjúklinga í hættu á að fá þrýstingssár eða sem voru með þrýstingssár. 2004 2005 n=211 n=196 n (%) n (%) Veikluð húð 37 (17,5) 30 (15,3) Varnir gegn myndun þrýstingssára 24 11 Eftirlit með húð 32 28 Sárameðferð/ húðmeðferð 15 7 Hætta á veiklaðri húð 2 (0,9) 5 (2,6) Varnir gegn myndun þrýstingssára 2 2 Eftirlit með húð 1 4 Sárameðferð/ húðmeðferð 1 3 Fyrirbygging fylgikvilla rúmlegu/hagræðing 1 0 Vefjaskaði ­ sár 3 (1,4) 7 (3,6) Varnir gegn myndun þrýstingssára 0 5 Eftirlit með húð 3 4 Sárameðferð 3 4 Hætta á fylgikvillum rúmlegu 1 (0,5) 1 (0,5) Varnir gegn myndun þrýstingssára 1 0 Eftirlit með húð 0 1 Fyrirbygging fylgikvilla rúmlegu/hagræðing 1 1 Hjúkrunargreiningar alls 43 (20,4) 43 (21,9) Hjúkrunarmeðferð alls 84 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.