Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 17
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
ÚTDRÁTTUR
Vinnuálag í heilbrigðisþjónustu hefur aukist síðustu ár og einkenni
um kulnun meðal heilbrigðisstarfsmanna er vaxandi vandi
hérlendis og erlendis. Rannsóknir sýna að slíkum aðstæðum fylgir
hætta á mistökum sem oft má rekja til mikils álags auk samskipta
og stjórnunarvanda. Nýjar rannsóknir undirstrika mikilvægi úrbóta
á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna, einkum með því að
tryggja að starfsfólk hafi áhrif á ákvarðanir um eigin störf og njóti
félagslegs stuðnings frá samstarfsfólki og stjórnendum.
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta einkenni kulnunar meðal
hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum (lyf og skurðlækninga) á
Landspítala (LSH) og kanna tengsl við sálfélagslega þætti, einkum
vinnuálag, sjálfræði og stuðning í starfi.
Gagnasöfnun fór fram í mars 2008. Hjúkrunarfræðingar (n=206)
svöruðu tveimur viðurkenndum spurningalistum um sálfélagslegt
starfsumhverfi og einkenni kulnunar. Kíkvaðrat var notað til að
skoða tengsl bakgrunnsbreyta og sálfélagslegra þátta og tpróf til
að kanna mun á milli hópa og hugsanlegar breytingar á umfangi
kulnunar miðað við fyrri rannsókn á Landspítala.
Niðurstöður sýndu að vinnuálag var mikið og aðeins þriðjungur
þátttakenda sagðist oft geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir
fyrir starfið. Félagslegur stuðningur reyndist einnig mikill og
sérstaklega meðal yngra starfsfólks. Einkenni um hlutgervingu
voru meiri en í fyrri rannsókn á LSH og mat á eigin vinnuafköstum
var lakara en fyrri rannsókn hafði leitt í ljós. Vísbending kom
fram um aukið tilfinningaþrot á lyflæknissviði I og tengdist það
vinnuálagi.
Niðurstöður benda eindregið til að efla þurfi verndandi þætti í
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á LSH þar sem áhersla er lögð
á sjálfræði í starfi, uppbyggileg samskipti og stuðning stjórnenda.
Lykilorð: Vinnuálag, ákvarðanavald, stuðningur, kulnun, sálfélags
l egt starfsumhverfi.
INNGANGUR
Fjöldi rannsókna sýnir fram á tengsl vinnuálags og heilsu starfsfólks
í heilbrigðisþjónustu (deJonge o.fl., 2010; van Bogaert o.fl., 2010).
Jafnframt hefur verið sýnt fram á samband vinnuálags og öryggis
sjúklinga sem og að mistök í heilbrigðisþjónustu megi oft rekja til
vinnuálags (Kramer o.fl, 2011) og samskiptavanda (Westbrook
o.fl., 2010). Einkenni um kulnun meðal heilbrigðisstarfsfólks
er ennfremur vaxandi vandi erlendis (McHugh o.fl., 2011; van
Bogaert o.fl., 2010) og vísbendingar eru um hið sama hérlendis
(Sigrún Gunnarsdóttir, 2006).
Lög um vinnuvernd kveða á um að atvinnurekandi skuli stuðla
að góðum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað í
nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækis (Lög um aðbúnað,
Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Háskóla Íslands
Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
STARFSTENGD VIÐHORF OG LÍÐAN
HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á LANDSPÍTALA
ENGLISH SUMMARY
Gunnarsdottir, A. G., Asgeirsdottir, A. G., Gunnarsdottir, S.
The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 17-22
NURSES‘ WELL-BEING AND THEIR ATTITUDES
TOWARDS WORK AT LANDSPITALI UNIVERSITY
HOSPITAL
Workload in health care services has intensified in the last
years and subsequently increased symptoms of burnout
have become an emerging problem among health care
workers in Iceland and abroad. Studies show that such
circumstances increase the risk of mistakes related to work
load and problems in communication and management.
Recent studies underline the importance of improved
workenvironment in health care, in particular increased
participation in decision making regarding own job and
social support from coworkers and supervisors.
The aim of this study was to evaluate levels of burnout
among nurses working in acute medical and surgical wards
at Landspítali university hospital (LSH) and potential links
to psychosocial work environment factors. Data collection
took place in March 2008.
The nurses (n=206) answered two commonly used
questionnaires regarding psychosocial work environment
and burnout symptoms. Pearson’s Chisquare tests were
used to determine relations between variables and ttest to
examine difference in burnout levels between specialities
and potential changes of burnout levels in comparison with
a prior study at LSH.
Results showed that workload was high and only one third
could often participate in important decisions regarding
own work. Social support rated high, especially among
younger nurses. Depersonalization levels were higher
and levels of personal accomplishment were lower than a
prior study had indicated. In the medical wards levels of
emotional exhaustion were also higher and were related
to workload.
The results indicate the importance of promoting a
supportive work environment for nurses at LSH with the
emphasis on autonomy, constructive communication and
managerial support.
Keywords: Workload, autonomy, social support, burnout,
psychosocial workenvironment.
Correspondance: anndadi@gmail.com