Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201146 ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ávinning fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima af hjúkrunarmeðferð sem byggist á meðferðarsamræðum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið þar sem meginstoðirnar eru að veikindi séu viðfangsefni fjölskyldna og snerti alla innan hennar. Viðhorf og samskipti fjölskyldunnar eru grundvöllur meðferðarinnar. Kannað var hvort samræður við hjúkrunarfræðing veittu þátttakendum upplifun um stuðning. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni þátttakenda breytist eftir þátttöku í meðferðarsamræðum. Aðferð: Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferð þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Þátttakendur voru 25 nánustu aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima og 25 aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga. Íhlutun var meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing í eitt skipti. Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að hjúkrunarmeðferðin veitti öðrum nánum aðstandendum í tilraunahópi marktækt meiri upplifun um stuðning en samanburðarhópnum. Nánustu aðstandendur í tilraunahópi upplifðu ekki marktækt meiri stuðning en samanburðarhópurinn. Aðrir nánir aðstandendur sem áttu ástvin sem greinst hafði með sjúkdóminn frá einu til fjórum árum áður voru með marktækt betri fjölskylduvirkni en aðrir. Ályktanir: Athygli vekur sá munur sem er á nánustu aðstandendum og öðrum nánum aðstandendum. Hér er greinilega um ólíka hópa að ræða þar sem nánustu aðstandendur bera mesta ábyrgð á umönnuninni. Gera má ráð fyrir að nánustu aðstandendum nægi ekki meðferðarsamræður í eitt skipti og að þeir þurfi meiri stuðning en aðrir nánir aðstandendur. Meðferðin virðist hins vegar gagnast vel öðrum nánum aðstandendum einstaklinga með heilabilun. Lykilorð: Heilabilun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur, fjölskylduvirkni. INNGANGUR Flestir einstaklingar með heilabilun kjósa að búa heima sem lengst og það er einnig oftast vilji fjölskyldunnar að annast sjúklinginn heima eins lengi og kostur er (Teel og Carson, 2003). Umönnunaraðilum langveikra finnst sú ábyrgð sem felst í umönnuninni vera yfirþyrmandi og að þeir hafi ekki lengur tíma fyrir sjálfa sig (Purkis o.fl., 2008). Við þær persónuleikabreytingar sem fylgja sjúkdómnum upplifa aðstandendur einnig missi og ganga í gegnum sorgarferli samfara umönnuninni. Þetta getur þannig leitt til lakari lífsgæða og heilsufars hjá þeim (Argimon o.fl., 2004). Sjúklingar verða, eftir því sem líður á sjúkdómsferlið, sífellt háðari umönnunaraðilum og dæmi eru um illa meðferð í heimahúsum þar sem aðstandendur hafa ekki geta staðið undir þeim kröfum sem umönnunin gerir til þeirra (Health o.fl., 2005). Umönnun heilabilaðra einstaklinga, sem og annarra langveikra, er ekki stöðugt ástand. Jafnframt því sem sjúkdómurinn ágerist þarf fjölskyldan að aðlagast nýjum aðstæðum og takast á við ný vandamál jafnóðum og þau koma upp. Sífellt þarf að taka nýjar ákvarðanir um umönnun og meðferð með tilliti til breytts ástands sjúklingsins. Heilabilun er verulegt heilbrigðisvandamál sem eykur sjúkdómsbyrði og kostnað samfélaga, heilbrigðiskerfa Kristín G. Sigurðardóttir, Heilbrigðisstofnun Austurlands Erla Kolbrún Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala FJÖLSKYLDUR EINSTAKLINGA MEÐ HEILABILUN: ÁVINNINGUR HJÚKRUNARMEÐFERÐAR ENGLISH SUMMARY Sigurdardottir, K. G., Svavarsdottir, E. K. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 46-53 FAMILIES OF INDIVIDUALS WITH DEMENTIA: THE EFFECTIVENESS OF A NURSING INTERVENTION Purpose: The purpose of this study was to find out if families of patients living at home with dementia, benefitted from receiving therapeutic conversations with a nurse, compared to families who received traditional care. The intervention was based on the Calgary family assessment model and Calgary family intervention model that indicate that illness is the matter of the whole family and that it affects everyone in the family. We sought to determine whether family nursing intervention is giving families of patients with dementia perceived support and better emotional family function. Design: This quantitative study was quasi­experimental and the participants were 25 primary caregivers and 25 other family members of dementia patients living at home. The intervention was one conversation with a nurse. Results: Other (than primary caregivers) family members gained more support from the intervention but primary caregivers did not. Other family members who´s care receiver had been diagnosed from one to four years ago had better family function. Discussion: There is a difference between primary caregivers and other family members. Primary caregivers are responsible for the caring and it can be assumed that they need more than one conversation and that they need more support than other family members. Keywords: Dementia, family nursing, family support, family function. Correspondance: stinasig1@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.