Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 20116 ÚTDRÁTTUR Forvarnir gegn tóbaksnotkun eru mikilvægar og hluti af aðalnámskrá grunnskólanna. Hvernig tóbaksvörnum er sinnt í skólunum hefur ekki verið rannsakað áður hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun. Þýðið spannaði alla skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga í grunnskólum landsins, samtals 314 manns. Svör bárust frá 73% grunnskóla landsins. Gagnasöfnun fór fram í marsmánuði 2010. Niðurstöður: Tóbaksvörnum var sinnt að einhverju leyti í öllum skólum nema einum, óháð landshlutum. Tóbaksvörnum var mest sinnt í 7. og 8. bekk tengt verkefninu ,,Reyklaus bekkur“. Þriðjungur 10. bekkja í skólunum fékk enga tóbaksvarnaíhlutun. Einungis fjórir skólar sinntu tóbaksvörnum í öllum bekkjum. Umsjónarkennari eða skólahjúkrunarfræðingur sinntu tóbaks­ varnafræðslu í öllum skólum, í 39% tilvika með aðstoð annarra aðila. Algengasta námsefnið var 6H heilsunnar, Vertu–frjáls reyklaus og Tóbaksvarnafræðsla Lýðheilsustöðvar. Tóbaksvarnir fóru oftast fram í tímum umsjónarkennara og í lífsleiknitímum. Reglur um tóbaksnotkun voru í 88% skólanna. Tóbaksvarnir voru í námskrám 65% skólanna, samkvæmt svörum skólastjóra, en skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á tóbaksnotkun í um helmingi skóla þátttakenda. Einungis 45% hjúkrunarfræðinganna spurðu um tóbaksnotkun í heilsfarsskoðunum nemenda. Ályktanir: Tóbaksvörnum er sinnt í skólum landsins, óháð landshlutum, en talsvert vantar upp á að þeim sé nægilega vel sinnt í 1. – 6. og 10. bekk. Umsjónarkennarar og skólahjúkrunarfræðingar bera hitann og þungann af tóbaksvörnum skólanna. Námsefni Lýðheilsustöðvar er vel nýtt í tóbaksvörnum skólanna. Reglur um tóbaksnotkun eru í flestum skólum en ákvæði um tóbaksvarnir vantar í námskrá hjá þriðjungi skólanna. Tækifæri til umræðu um tóbaksnotkun við heilsufarsskoðun nemenda eru vannýtt. Lykilorð: Tóbaksvarnir, grunnskóli, skólahjúkrun, námskrá. INNGANGUR Tóbaksnotkun hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Á 17. öld notuðu Íslendingar nef­ og munntóbak og talið er að konur hafi ekki síður tekið í nefið heldur en karlar (Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd, 1998). Reykingar fóru að ryðja sér til rúms á Íslandi á fyrri hluta tuttugustu aldar og náði tóbakssala ÁTVR hámarki árið 1974 (Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd, 1998). Fyrsta langtímarannsóknin sem sýndi fram á skaðsemi reykinga á heilsufar fólks var birt fyrir rúmum 50 árum (Doll og Bradford, 1964). Helsta skaðsemi reykinga hefur verið tengd krabbameinum, lungnasjúkdómum og sjúkdómum í hjarta­ og æðakerfi. Almenn tóbaksnotkun og þar með talin munntóbaksnotkun er talin orsök 90% alls krabbameins í munni Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Ráðgjöf í reykbindindi Ragnheiður Harpa Arnardóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri TÓBAKSVARNIR Í GRUNNSKÓLUM Á ÍSLANDI ENGLISH SUMMARY Kristjansdottir, J. S., Arnardottir, R. H., Svavarsdottir, M. H. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 6-11 TOBACCO PREVENTION IN PRIMARY SCHOOLS IN ICELAND Tobacco prevention is important and it is included in the curriculum in Icelandic primary schools. How the schools execute the tobacco prevention has not been previously investigated. The aim of this study was to examine tobacco prevention in primary schools in Iceland. Method: A descriptive survey amongst all principals and school nurses in primary schools in Iceland, a total of 314 people. Responders represented 73% of the schools. Data was collected in March 2010. Results: All the participating schools had tobacco prevention programmes to some extent, regardless of geographic region. Tobacco prevention was most prominent in the 7th and 8th grade as part of the project “Smokefree­class” competition. Tobacco prevention lacked in 10th grade in 34% of the schools. Only four schools had tobacco prevention in all ten grades. Class teachers or school nurses were responsible for the tobacco prevention in all schools, sometimes assisted by others (39%). The most commonly used teaching material in tobacco prevention was from the Public Health Institute. Rules on tobacco use were in 88% of the schools. Tobacco prevention was included in the curriculum of 65% of the schools, according to the principals. Only 45% of the nurses asked about tobacco use during annual health­controls. Less than half of the respondents had specific training in tobacco prevention. Conclusions: Tobacco preventive programmes are conducted in Icelandic primary schools, but need to be enhanced in the 1th – 6th and 10th grade. Class teachers and school nurses are responsible for the preventive teaching. Teaching materials from the Public Health Institute are most frequently used. Rules about tobacco use are clear in most schools but one third of the schools lack tobacco prevention plans in their curriculum. Routine healthcontrols could be better utilized in tobacco prevention. Key words: Tobacco prevention, primary school, school nursing, curriculum. Correspondance: johannakrist@heilthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.