Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 47 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER og einstaklinga (Haan og Wallace, 2004). Hún er einnig ein algengasta orsök stofnanavistunar og jafnframt dýrari en fyrir aðra sjúklingahópa á sama aldri (Aguero­Torres o.fl., 1998; Oddur Ingimarsson o.fl., 2004). Margháttaðar breytingar hafa verið gerðar á heilbrigðiskerfinu undanfarna áratugi og hefur sá tími sem langveikir sjúklingar dvelja heima lengst að miklum mun. Þessar breytingar hafa haft margvísleg áhrif á líf og aðstæður heimilisfólks þar sem fjölskyldumeðlimir eru í auknum mæli þátttakendur í að veita meðferð og ábyrgð þeirra hefur aukist að sama skapi (Benzein o.fl., 2008). Aðstoð við heilabilaða verður sífellt algengara viðfangsefni í heimahjúkrun (Kristín Björnsdóttir, 2008). Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu eru í lykilaðstöðu að styðja við fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima. Sú breyting á heilbrigðiskerfinu að færa heilbrigðisþjónustuna í auknum mæli inn á heimilin kallar á aukin samskipti hjúkrunarfræðinga og aðstandenda. Með því að eiga samræður við hjúkrunarfræðing um ýmsa þætti umönnunarinnar og samskipti innan fjölskyldunnar er líklegra að aðstandendum finnist þeir vera virkir þátttakendur í meðferð sjúklingsins og að þeir taki meðvitaðri ákvarðanir í þáttum sem snúa að meðferð og umönnun hins sjúka (Purkis o.fl., 2008). Fjölskylduhjúkrun hefur verið að eflast á undanförnum árum og hefur sjónum verið beint í ríkari mæli að stuðningi við fjölskyldur í formi fjölskyldumeðferðar. Sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur ber góðan árangur einn og sér eða meðfram annarri meðferð (Joling o.fl., 2008). Stuðningur þarf að koma til sem fyrst eftir að sjúkdómurinn hefur verið greindur svo árangur meðferðarinnar verði sem bestur (Grossfeld­Schmitz, o.fl., 2010). Íhlutun í þeirri rannsókn sem hér er greint frá fólst í markvissum meðferðarsamræðum sem byggjast á Calgary fjölskyldumeðferðarlíkaninu. Hjúkrunarfræðingarnir Lorraine Wright og Maureen Leahey hafa hannað þetta líkan og byggist það á áratuga reynslu þeirra og rannsóknum á sviði fjölskylduhjúkrunar. Tilgangur meðferðarsamræðna hjúkrunarfræðings og fjölskyldu er að safna upplýsingum og veita. Einnig felst í þeim fræðsla um sjúkdóminn og þann félagslega stuðning sem í boði er. Meðferð miðar að því að stuðla að, bæta eða viðhalda áhrifaríkri fjölskylduvirkni á þremur sviðum: tilfinningalegu, vitsmunalegu og atferlissviði. Hún getur verið til að hafa áhrif á eitt svið eða öll og breyting á einu sviði hefur áhrif á annað. Fjölskylduhjúkrun á tilfinningasviði snertir tilfinningaleg viðbrögð fjölskyldunnar við veikindum, áhyggjur þeirra og væntingar. Vitsmunalega sviðið nær yfir þörf fyrir fræðslu, styrkleika fjölskyldunnar og að aðskilja vandamálið frá persónu sjúklingsins. Atferlissviðið kemur inn á að finna jafnvægi á milli of mikillar umönnunar og of lítillar umönnunar þar sem einstaklingar innan fjölskyldunnar þurfa að þekkja eigin mörk og vita hvenær er rétt að taka sér hvíld frá umönnuninni. Einnig byggjast þessar samræður á að draga fram styrkleika fjölskyldunnar en á þann hátt er fjölskyldunni sýnd viðurkenning og hún aðstoðuð við að sjá sig í nýju ljósi. Þar er kominn grundvöllur fyrir breytingum innan fjölskyldunnar og framförum (Wright og Leahey, 2009). RANNSÓKNARTILGÁTUR OG RANNSÓKNARSPURNINGAR • Nánustu aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima upplifa marktækt meiri stuðning eftir markvissa fjölskylduhjúkrunarmeðferð en nánustu aðstandendur sömu einstaklinga sem fá hefðbundna hjúkrunarþjónustu í samfélaginu. • Aðrir nánir aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima upplifa marktækt meiri stuðning eftir markvissa fjölskylduhjúkrunarmeðferð en aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga sem fá hefðbundna hjúkrunarþjónustu í samfélaginu. • Nánustu aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima upplifa marktækt betri fjölskylduvirkni eftir markvissa fjölskylduhjúkrunarmeðferð en nánustu aðstandendur sömu einstaklinga sem fá hefðbundna hjúkrunarþjónustu í samfélaginu. • Aðrir nánir aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima upplifa marktækt betri fjölskylduvirkni eftir markvissa fjölskylduhjúkrunarmeðferð en aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga sem fá hefðbundna hjúkrunarþjónustu í samfélaginu. • Er marktækur munur á upplifun á stuðningi hjá nánustu aðstandendum eftir tíma sem liðinn er frá greiningu sjúkdóms, eftir markvissa hjúkrunarmeðferð? • Er marktækur munur á upplifun á stuðningi hjá öðrum nánum aðstandendum eftir tíma sem liðinn er frá greiningu sjúkdóms, eftir markvissa hjúkrunarmeðferð? AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var megindleg hjúkrunarrannsókn þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Mælingarnar fóru fram í upphafi rannsóknar (tími 1) og eftir að íhlutun hafði átt sér stað hjá tilraunahópi (tími 2). Skoðuð voru þau áhrif sem íhlutunin hafði á þátttakendurna. Sú markvissa hjúkrunarmeðferð sem veitt var í þessari rannsókn var fræðslu­ og stuðningsmeðferð byggð á Calgary fjölskyldulíkaninu sem veitt var í eitt skipti og telst því vera skammtímameðferð. Samanburðarhópurinn fékk hefðbundna meðferð sem veitt er í samfélaginu fyrir þennan hóp. Úrtak Úrtakið var slembiúrtak þar sem yfirlæknir Minnismóttöku á Landakoti valdi af handahófi 30 aðstandendur einstaklinga sem höfðu fengið greininguna heilabilun og bjuggu heima. Þeir sem völdust í úrtakið og samþykktu þátttöku í rannsókninni tilnefndu einn annan aðstandanda til að taka þátt í rannsókninni með sér. Úrtakið var því fjórir hópar; nánustu aðstandendur í tilraunahópi, aðrir nánir aðstandendur í tilraunahópi, nánustu aðstandendur í samanburðarhópi og aðrir nánir aðstandendur í samanburðarhópi. Matstæki rannsóknarinnar Einkenni fjölskyldunnar og líðan þátttakenda. Í þessum spurningalista er spurt um almennan bakgrunn þátttakenda auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.