Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 51 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER sjúklingurinn greindist með heilabilunarsjúkdóm. Ekki kom fram marktækur munur á upplifun á stuðningi hjá nánustu aðstandendum eftir tíma sem liðinn var frá greiningu sjúkdóms. Þetta má skoða í ljósi niðurstaðna rannsóknar Vickrey o.fl. (2009) þar sem kemur fram að tímalengd umönnunar hafði ekki áhrif á lífsgæði umönnunaraðila. Þær niðurstöður stangast þó á við ýmsar aðrar þar sem fram kemur að þungt er að annast heilabilaða og verður þyngra eftir því sem líður á sjúkdómsferlið (Berger o.fl., 2005; Spitznagel o.fl. 2006). Í niðurstöðum kom fram marktækur munur á heildarstuðningi hjá öðrum nánum aðstandendum í tilraunahópi. Einnig var marktækur munur á hugrænum stuðningi og tilfinningalegum stuðningi. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum úr rannsóknum Bryndísar Halldórsdóttur (2009) og Auðar Ragnarsdóttur (2010). Aðrir nánir aðstandendur einstaklinga með heilabilun virðast því líkjast meira fjölskyldum annarra sjúklingahópa en nánustu aðstandendur. Hjá öðrum nánum aðstandendum var marktækur munur á tilfinningalegum stuðningi eftir meðferð þegar bornir voru saman þrír hópar; innan við ári frá greiningu sjúkdóms, frá einu til fjórum árum eftir greiningu og eftir fjögur ár eða meira frá greiningu. Aðrir nánir aðstandendur upplifðu marktækt meiri tilfinningastuðning, því lengri tími sem liðinn var frá greiningu sjúkdóms ástvinar þeirra. Í ljósi þessara niðurstaðna þarf að huga vel að þessum hópi með tilliti til stuðnings í öllu sjúkdómsferlinu. Tilfinningalegur stuðningur felur í sér að tilfinningaleg viðbrögð eru staðfest og viðurkennd, einstaklingum er gefinn kostur á að segja frá reynslu af veikindum og vakin er athygli á og stuðlað að fjölskyldustuðningi (Wright og Leahey, 2009). Þetta skilar sér til fjölskyldunnar í auknum styrk og jákvæðari sýn á þær aðstæður sem þau eru í. Fjölskylduvirkni Ekki kom fram marktækur munur á fjölskylduvirkni hjá aðstandendum í tilraunahópi í þessari rannsókn. Samspilið milli fjölskylduvirkni og umönnunar einstaklinga með heilabilun getur verið flókið. Þegar einhver innan fjölskyldunnar greinist með langvinnan sjúkdóm sem hefur í för með sér miklar breytingar fyrir viðkomandi hefur slíkt óneitanlega í för með sér sterk tilfinningaleg viðbrögð fjölskyldumeðlima. Fjölskyldumyndin raskast, breytingar verða á hlutverkum og hegðun einstaklinganna getur breyst. Þessi viðbrögð draga úr starfhæfni eða virkni fjölskyldunnar. Unnt er að draga úr afleiðingum þessa og létta á tilfinningu um einangun og einsemd aðstandenda með því að sýna fram á að slík viðbrögð séu eðlileg í þeim aðstæðum sem einstaklingarnir eru í og tengja þau sjúkdómnum. Í meðferðarsamræðum leggur hjúkrunarfræðingur drög að jákvæðum samskiptum, dregur fram styrkleika fjölskyldunnar og bendir á leiðir til lausnar. Það er síðan fjölskyldan sjálf sem vinnur að því að bæta fjölskylduvirknina. Samræðurnar auka líkur á að breytingar geti átt sér stað (Wright og Leahey, 2009). Tafla 2. Upplifun á stuðningi hjá aðstandendum eftir markvissa fjölskylduhjúkrunarmeðferð. Mann Whitney U­próf. Tilraunahópur Samanburðarhópur fjöldi (n) Meðaltal (m) fjöldi (n) Meðaltal (m) (p) Nánustu aðstandendur Hugrænn stuðningur 13 12,77 9 11,00 0,165 Tilfinningastuðningur 13 17,38 9 14,56 0,324 Heildrænn stuðningur 13 30,15 9 25,56 0,127 Aðrir nánir aðstandendur Hugrænn stuðningur 11 9,55 9 6,89 0,048* Tilfinningastuðningur 11 14,00 9 10,00 0,037* Heildrænn stuðningur 11 23,55 9 16,89 0,032* * p<0,05 Tafla 3. Upplifun á stuðningi hjá aðstandendum eftir tíma sem liðinn er frá greiningu sjúkdóms. Kruskal­Wallis­próf. fjöldi (n) <1 ár (m) fjöldi (n) 1 – 4 ár (m) fjöldi (n) >4 ár (m) (p) Nánustu aðstandendur Hugrænn stuðningur 5 13,20 12 12,58 5 9,60 0,783 Tilfinningastuðningur 5 16,60 12 16,50 5 15,20 0,968 Heildrænn stuðningur 5 29,80 12 29,08 5 24,80 0,867 Aðrir nánir aðstandendur Hugrænn stuðningur 5 5,80 11 8,55 4 11,00 0,128 Tilfinningastuðningur 5 9,00 11 12,09 4 16,50 0,032* Heildrænn stuðningur 5 14,80 11 20,64 4 27,50 0,107 * p<0,05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.