Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 41 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkjameðferðar“ (Knowledge & Attitudes Survey Regarding Pain­ K&A­SRP). Aðferð: Mælitækið metur þekkingu og viðhorf til verkjameðferðar. Það samanstendur af 22 rétt/rangt spurningum og 17 fjölvalsspurningum. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar og mest er hægt að fá 39 stig, þannig að hærri stigafjöldi endurspeglar meiri þekkingu. Mælitækið var þýtt og bakþýtt af fjórum hjúkrunarfræðingum. Í úrtaki voru hjúkrunarnemar á öðru ári við Háskóla Íslands (n=82), hjúkrunarfræðingar á kvenna­ og barnasviði, geðsviði og bráðasviði á Landspítala (n=381) og 13 meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð. Kannanakerfið Lime Survey var notað og könnunin send með tölvupósti til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema. Meistaramenntuðu hjúkrunarfræðingarnir fengu listann sendan í pósti. Lýsandi tölfræði, ANOVA og línuleg aðhvarfsgreining var notað í gagnaúrvinnslu. Niðurstöður: Fjöldi hjúkrunarnema var 25 (14,7% þátttakenda) (30,5% svörun), flestir á aldrinum 20­30 ára (76%). Hjúkrunarfræðingar voru 135 (79,4% þátttakenda) (35,4% svörun), flestir á aldrinum 31­40 ára (33,1%) og flestir höfðu unnið við hjúkrun í 15 ár eða lengur (38,5%). Meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð voru 10 (5,9% þátttakenda) (77% svörun). Engum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þann hóp vegna smæðar hans. Áreiðanleiki listans í heild (Cronbachs alfa) var 0,75. Meðalskor (staðalfrávik) á K&A­ SRP listanum fyrir hópinn í heild var 24,3 (7,1), spönn 5 til 39. Meðalskor hjúkrunarnema var 23,7 (5,2), hjúkrunarfræðinga 26,6 (4,9) og meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð 34,8 (3,2) stig. Munur reyndist marktækur (p<0,05) á þekkingu á milli hópa, þekking var meiri eftir því sem menntun var meiri. Ályktanir: Mælitækið er áreiðanlegt og er fært um að meta mun á milli hópa sem ætla má að hafi mismikla þekkingu á verkjameðferð og styður það hugtakaréttmæti listans. Lykilorð: verkir, verkjameðferð, viðhorf, þekking og hjúkrunarfræðingur. INNGANGUR Verkir eru algengir meðal almennings (Breivik o.fl., 2006). Í nýlegri íslenskri rannsókn meðal almennings höfðu 40% fundið fyrir verkjum síðastliðna viku og 30% hafði fundið fyrir verkjum í meira en þrjá mánuði (Gunnarsdottir o.fl., 2010). Verkir eru ein algengasta ástæða þess að fólk leitar til heilbrigðisstarfsfólks (Mantyselka o.fl., 2001) og rannsóknir á sjúkrahúsum sýna að yfir 50% inniliggjandi sjúklinga hafa haft verki síðastliðinn Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Sigríður Zoëga, Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Gunnar Tómasson, Bostonháskóla Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala FORPRÓFUN Á MÆLITÆKI TIL AÐ META ÞEKKINGU OG VIÐHORF HJÚKRUNARFRÆÐINGA TIL VERKJA OG VERKJAMEÐFERÐAR ENGLISH SUMMARY Gretarsdottir, E. Th., Zoëga, S., Tomasson, G.,Gunnarsdottir, S. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 41-45 PSYCHOMETRIC PROPERTIES OF THE ICELANDIC VERSION OF THE KNOWLEDGE AND ATTITUDES SURVEY REGARDING PAIN (K&A-SRP) Aim: To translate and test the reliability and the construct validity of the Knowledge & Attitudes Survey Regarding Pain (K&A­SRP). Method: The instrument measures knowledge and attitudes towards pain and pain management and consists of 22 true/ false questions, and 17 multiple choice questions. One point is given for each correct answer and the highest potential score is 39 points, with higher scores indicating more knowledge. The instrument was translated to Icelandic and back translated to English by four nurses. Included in the study were second year nursing students (n=82), all staff nurses working on psychiatric, pediatric and emergency units at a University hospital, (n=381), and 13 masters prepared nurses with experience in pain management. The instrument was sent to all participants via email using the Lime Survey system except for the 13 masters prepared nurses who received the instrument in paper format. Descriptive statistics, ANOVA and linear regression were used for data analysis. Results: Nursing students who completed the study were 25 (14.7%) (response rate 30%), most of them aged 20­30 years (76%). Staff nurses were 135 (79.4%) (response rate 35.4%) most between 31­40 year old (33.1%) and most had worked in nursing for 15 years or longer (38.5%). Masters prepared nurses experienced in pain management were 10 (5.9%) (response rate 77%), no demographic information were collected for this group. Reliability for the total scale (Cronbachs alfa) was 0.75. Mean score was 24.3 (SD= 7.1) ranging from 5­39. Mean score among students was 23.7 (SD=5.2), among staff nurses 26.6 (SD=4.9) and 34.8 (SD=3.2) among masters preapared nurses with experience in pain management. Difference between all groups was significant (p<.05), knowledge increased with higher education. Conclusions: The K&A­SRP instrument is reliable and discriminates between levels of knowledge and expertise, thereby supporting construct validity of the instrument. Key words: pain, pain management, attitudes, knowledge, nurse. Correspondance: elfatholl@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.