Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201142 sólarhring (Costantini o.fl., 2002; Salomon o.fl., 2002). Nýlegar rannsóknir á LSH benda til þess að verkir séu algengir og að ýmsum þáttum í mati og meðferð verkja sé ábótavant. Í rannsókn á skurðlækningasviði LSH (n=216) reyndist 81% þátttakenda hafa haft verki síðasta sólarhring og var styrkur verkja (sf) að jafnaði 4,0 (2,2) (Lára Borg Ásmundsdóttir o.fl., 2010). Í rannsókn á 150 krabbameinssjúklingum á LSH sem voru á sterkum ópíoíðum kom fram að 90% sjúklinga voru með verki síðastliðna viku og að meðalstyrkur (sf) þeirra var 1,6 (0,9) á skalanum 0­3 þar sem hærri tala þýðir meiri verkir (Zoëga o.fl., í ritrýni). Ástæður þess að verkir eru illa meðhöndlaðir eru margvíslegar, en þær helstu eru taldar vera ófullnægjandi þekking og ranghugmyndir meðal sjúklinga (Gunnarsdottir o.fl., 2002), almennings (Gunnarsdottir o.fl., 2005; Gunnarsdottir o.fl., 2008) og heilbrigðisstarfsmanna (Bernardi o.fl., 2007; Gunnarsdottir o.fl., 2003; Yildirim o.fl., 2008). Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hjúkrunarfræðinga skortir þekkingu á verkjum og verkjameðferð, einkum þáttum er lúta að verkjamati og notkun og virkni verkjalyfja (Brown o.fl., 1999; Howell o.fl., 2000; McCaffery og Ferrell, 1997; Wang og Tsai, 2010). Í íslenskri rannsókn þar sem könnuð var þekking á verkjum og verkjameðferð hjá sjúklingum með krabbamein kom í ljós að vanþekking var mest á klínískri notkun verkjalyfja og að almennt skorti grundvallarþekkingu á verkjameðferð með morfínskyldum lyfjum (Hrund Sch. Thorsteinsson og Elín J.G. Hafsteinsdóttir, 1994). Mikilvægt er að þróa og prófa íhlutanir svo sem í formi fræðslu, til þess að auka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga og draga úr neikvæðum viðhorfum þeirra til verkja og verkjameðferðar. Til þess að hægt sé að meta árangur af slíkum íhlutunum er nauðsynlegt að hafa aðgang að áreiðanlegum og réttmætum mælitækjum sem eru næm á breytingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkameðferðar“ eða „The Knowledge and Attitudes Survey Regarding Pain (K&A­SRP)“. Sérstaklega var kannað hvort mælitækið væri fært um að greina á milli mismikillar þekkingar á verkjum og verkjameðferð. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn þar sem áreiðanleiki og hugtakaréttmæti mælitækisins K&A­SRP var prófað. Beitt var aðferð sem byggir á þekktum hópum (Known Groups Technique) þar sem mælitæki er lagt fyrir hópa sem taldir eru búa yfir mismikilli þekkingu á viðfangsefninu. Kannað er hvort mælitækið er fært um að greina þennan mun. Ef niðurstöður fyrir hópa eru í samræmi við það sem ætla má telst það styðja hugtakaréttmæti mælitækisins (Polit og Beck, 2004). Tilgátan var sú að listinn væri fær um að greina á milli þriggja hópa sem taldir voru búa yfir mismikilli þekkingu á verkjum og verkjameðferð, það er annars árs hjúkrunarnema sem fengið hafa takmarkaða fræðslu um verki og verkjameðferð, almennra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem lokið hafa meistaranámi í hjúkrun og hafa reynslu af hjúkrun sjúklinga með verki. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og hjúkrunarfræðingar á kvenna­ og barnasviði, geðsviði og bráðasviði Landspítalans í október 2010. Einnig voru í úrtaki 13 hjúkrunarfræðingar með meistaramenntun í hjúkrunarfræði og reynslu af hjúkrun sjúklinga með verki, meðal annars krabbameinssjúklinga, sjúklinga í líknarmeðferð, aldraðra sjúklinga með verki og skurðsjúklinga. Ákveðið var að prófa mælitækið meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á geð­, bráða og kvenna­ og barnadeildum en ekki á meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á skurð­ og lyflækningadeildum. Sú leið var valin þar sem tilgangurinn var að nota mælitækið í framhaldinu til að meta árangur af íhlutun sem beinist að hjúkrunarfræðingum á skurð­ og lyflækningadeildum. Mælitæki K&A­SRP er spurningalisti sem þróaður var af Betty Ferrell og Margo McCaffery árið 1987, en hefur verið uppfærður og endurbættur, síðast í apríl 2008 (Ferrell og McCaffery, 2008). Listinn metur þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta til verkjameðferðar og samanstendur af 22 satt/ósatt fullyrðingum, 13 fjölvalsspurningum og tveimur tilfellum sem hvoru um sig fylgja tvær fjölvalsspurningar. Í heildina samanstendur listinn því af 39 spurningum. Gefið er eitt stig fyrir hvert rétt svar. Hæsti mögulegi stigafjöldi sem hægt er að fá á K&A­SRP er því 39 stig ef öllum spurningum er svarað rétt. Hærra skor endurspeglar þannig meiri þekkingu. Spurningarnar meta þekkingu á verkjamati og verkjameðferð með og án lyfja sem og viðhorf til verkjameðferðar. Spurningarnar í listanum byggja á stöðlum eða leiðbeiningum um verkjameðferð frá viðurkenndum stofnunum eins og Bandaríska verkjafræðifélaginu (American Pain Society) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Hugtakaréttmæti upprunalega spurningalistans var stutt með því að bera saman skor hjúkrunarfræðinga með mismikla þekkingu á verkjum og verkjameðferð. Áreiðanleiki upprunalega mælitækisins hefur einnig verið prófað og innra réttmæti reynst vera 0,70 og áreiðanleiki endurtekinnar prófunar 0,80 (Ferrell og McCaffery, 2008). Unnið er að prófun á réttmæti og áreiðanleika nýjustu útgáfu listans á ensku en niðurstöður hafa enn ekki verið birtar (Ferrell og McCaffery, 2008). Listinn hefur verið þýddur og staðfærður á önnur tungumál. Einnig hefur hann verið aðlagaður og notaður í fjölbreyttum aðstæðum svo sem á barnadeildum (Manworren, 2000), á gjörgæslu (Erkes o.fl., 2001) og meðal hjúkrunarnema (Plaisance og Logan, 2006). Spurningalistinn hefur reynst bæði áreiðanlegur, réttmætur (Bernardi o.fl, 2007; Tafas o.fl., 2002; Tse og Chan, 2004) og næmur fyrir breytingum á þekkingu á verkjum (Erkes o.fl, 2001). Listinn var þýddur og staðfærður með leyfi höfunda (Ferrell og McCaffery, 2008). Fjórir íslenskir hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun í hjúkrunarfræði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.