Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201122 sig hafa minni stjórn á vinnuhraða sínum samanborið við fyrri rannsókn (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2003). Vísbendingar voru um aukningu á einkennum tilfinningaþrots á lyflækningasviði I en það mældist svipað á skurðlækningasviði og í síðustu rannsókn (Gunnarsdóttir o.fl., 2009). Vinnuálag mældist einnig mun meira á lyflækningasviðinu en skurðlækningasviðinu og samræmdist það fyrri rannsóknum um tengsl við kulnun (Gunnarsdóttir o.fl., 2009; Kramer o.fl., 2011). Erlendis hefur verið sýnt fram á að kulnun meðal heilbrigðisstarfsfólks fari vaxandi (McHuch o.fl., 2011) og er full ástæða til að ætla að það geti einnig gerst hér á landi og þá sérstaklega í ljósi niðurskurðar og breytinga á starfsumhverfi LSH og annarra heilbrigðisstofnana á allra síðustu árum. Þar sem starfsemi LSH hefur nú verið settar enn þrengri skorður frá því rannsóknin var framkvæmd bendir margt til þess að nú, ekki síður en áður, sé mikilvægt að beina sjónum að vinnuálagi hjúkrunarfræðinga, sem og annarra starfsmanna spítalans. Því er rík ástæða til þess að fylgja þessum rannsóknarniðurstöðum eftir og styrkja enn frekar verndandi þætti starfsumhverfisins. Ályktanir Þessi rannsókn beindi sjónum að mati hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum skurð­ og lyflækningasviðs I á LSH á sálfélagslegum áhrifaþáttum í starfsumhverfi þeirra vorið 2008. Þrátt fyrir að breytingar hafi orðið á rekstrarlegu umhverfi heilbrigðisþjónustunnar síðan rannsóknin fór fram eru hér á ferðinni mikilvægar upplýsingar um sterka áhrifaþætti starfsumhverfis. Niðurstöður gefa vísbendingar um að vinnuálag hjúkrunarfræðinga á LSH fari vaxandi, faglegt sjálfræði þeirra fari minnkandi og einkenni um kulnun aukist. Hér má greina ákveðna ógn við velferð starfsfólks og sjúklinga og því mikilvægt að vinna bót á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til að koma í veg fyrir hin neikvæðu áhrif. Jákvæðu skilaboð rannsóknarinnar eru stuðningur sem hjúkrunarfræðingar fá frá samstarfsfólki og stjórnendum. Stuðningur í vinnu getur dregið úr áhrifum vinnuálags og haft verndandi áhrif á líðan starfsfólks. Samskipti sem fela í sér virðingu, stuðning og hvatningu eru dýrmæt fyrir árangur heilbrigðisþjónustunnar og efla velferð starfsfólks og sjúklinga. ÞAKKIR Höfundar þakka þátttakendum, deildarstjórum, framkvæmda­ stjóra hjúkrunar og siðanefnd stjórnsýslurannsókna á LSH fyrir að greiða götu rannsóknarinnar. Einnig eru vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og vísindasjóði LSH færðar þakkir fyrir styrki til rannsóknarinnar. Hólmfríði Gunnarsdóttur, Kristni Tómassyni, Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur og Elínu Heiði Gunnarsdóttur er þakkaður yfirlestur og ráðleggingar. HEIMILDIR Aiken, L. H., Clarke, S. P.og Sloane, D. M. (2002). Hospital staffing, organization, and quality of care: cross­national findings. International Journal for Quality in Health Care, 14 (1), 5­13. doi: 10.1093/ intqhc/14.1.5 de Jonge, J., van Vegchel, N., Shimazu, A., Schaufeli, W. og Dormann, C. (2010). A longitudinal test of the demand­control model using specific job demands and specific job control. International Journal of Behaviour Medicine, 17 (2), 125­133. doi: 10.1007/s12529­010­9081­1 Demerouti, E., Bakker, A. B., Nachreiner, F. og Schaufeli, W. B. (2000). A model og burnout and life satisfaction amongst nurses. Journal of Advanced Nursing, 32(2), 454­464. Elísabet Guðmundsdóttir, Kristlaug H. Jónasdóttir og Helga H. Bjarnadóttir (2007). Mönnun hjúkrunar á Landspítala. Niðurstaða úttektar 2007. Reykjavík: Hag­ og upplýsingasvið Landspítalans. Gunnarsdóttir, S., Clarke, S., Rafferty, A. M. og Nutbeam, D. (2009). Front­ line management, staffing and nurse–doctor relationships as predictors of nurse and patient outcomes. A survey of Icelandic hospital nurses. International Journal of Nursing Studies, 46, 920–927. doi: 10.1016/j. ijnurstu.2006.11.007 Hayes, L. J. o.fl., (2006). Nurse turnover: A literature review. International Journal of Nursing Studies, 43, 237­263. doi:10.1016/j. ijnurstu.2005.02.007 Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriksdóttir (2003). Könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Reykjavík: Vinnueftirlitið og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. IOM (2010). The Future of Nursing: Leading Change, Advancing Health. Washington, DC: Institute of medicine of the national academies. Karasek, R. og Theorell, T. (1990). Healthy work, stress, productivity, and the reconstruction of working life. New York: Basic Books Inc. Publishers. Kramer, M., Maguire, P., og Brewer, B. (2011). Clinical nurses in Magnet hospitals confirm productive, healthy unit work environments. Journal of Nursing Management, 19(3), 5–17. doi: 10.1111/j.1365­ 2834.2010.01211.x Kristinn Tómasson, Hildur Friðriksdóttir, Ása G. Ásgeirsdóttir, Haukur Hjaltason, Þorsteinn Blöndal, Ólöf Sigurðardóttir og Jón Högnason (2003). Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi lækna. Reykjavík: Vinnueftirlitið og Læknaráð Landspítala­háskólasjúkrahúss. Landspítali háskólasjúkrahús (2010). Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010. Heildarniðurstöður. Sótt 29. júní 2011 á http:// landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=27354 Laschinger, H. K. S., Wong, C. A. og Greco, P. (2006). The Impact of Staff Nurse Empowerment on Person­job Fit and Work Egagement/Burnout. Nursing Administration Quarterly, 30 (4), 358­367. Lindström, K., Elo, A., Skogstad, A., Dallner, M., Gamberale, F., Hottinen, V., Örhede, E. (2000). User´s Guide for the QPS Nordic. General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors af Work. Copenhagen: Nordic Counsil of Ministers. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Maslach, C., Jackson, S. E. og Leiter, M. P. (1996). Maslach Burnout Inventory Manual (3. útgáfa). Palo Alto: Consulting Psychologists Press, Inc. McHugh, D., Kutney­Lee, A., Cimiotti, J. P., Sloane, D. M. og Aiken, L. (2011). Nurses' widespread job dissatisfaction, burnout, and frustration with health benefits signal problems for patient care. Health Affairs, 30(2), 202–210. doi:10.1377/hlthaff.2010.0100. Ómar H. Kristmundsson (2007). Könnun á starfsumhverfi ríkisstofnana 2006. Niðurstöður. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið. Schaufeli, W. B., Leiter, M. P. og Maslach, C. (2009). Burnout: 35 years of research and practice. Career Development International, 14 (3), 204­ 220. doi: 10.1108/13620430910966406. Sigrún Gunnarsdóttir (2006). Quality of working life and quality og care in Icelandic hospital nursing. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala­háskólasjúkrahús. Svava Þorkelsdóttir (2007). Áhættumat starfa: vinnuumhverfi stjórnenda innan hjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Óbirt MS ritgerð: Háskóli Íslands. Sveinsdóttir, H. og Gunnarsdóttir, H. (2008). Predictors of self­assessed physical and mental health of Icelandic nurses: Results from a national survey. International Journal of Nursing Studies, 45, 1479–1489. Theorell, T. (2002). To be able to exert control over one´s own situation: A necessary condition for coping with stressors. Í Quick, J. C. og Tetrick, L. E. (ritstj.), Occupational Health Psychology (bls. 201­219). Washington, DC: American Psychological Association. van Bogaert, P., Clarke, S., Roelant, E., Meulemans, H. og van de Heyning, P. (2010). Impacts of unit­level nurse practice environment and burnout on nurse­reported outcomes: a multilevel modelling approach. Journal of Clinical Nursing, 19, 1664–1674. doi: 10.1111/j.1365­ 2702.2009.03128.x Westbrook, J. I., Woods, A., Rob, M. I., Dunsmuir, W. T. og Day, R. O. (2010). Association of interruptions with an increased risk and severity of medication administration errors. Archives of Internal Medicine, 170 (8), 683­690.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.