Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201128 ÚTDRÁTTUR Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á heilbrigðisstarfsfólk vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga sé of mikið og geti leitt til þess að starfsfólk gefist upp og segi starfi sínu lausu. Vinnuálag vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga er einnig talið tengjast hærri tíðni veikindafjarvista. Þátttakendur rannsóknarinnar voru klínískir hjúkrunarfræðingar og var úrtakið fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækninga sviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þátttökudeildir voru 19 með samtals 317 fastráðnum, klínískum hjúkrunarfræðingum í byrjun árs 2008 og 351 í lok árs. Um megindlega, lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður sýndu ekki tölfræðilega marktæk tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, veikindafjarvista og hjúkrunar þyngdar. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðal hjúkrunarþyngd sjúklinga var 1,10. Heildarfjöldi veikinda­ fjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000 dagar árið 2008 eða um 12 veikindadagar á hjúkrunarfræðing á ári að meðaltali. Í samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðal hjúkrunarþyngd var hæst á lyflækningasviði II, eða 1,16 og þar voru veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar. Sjá má ákveðna fylgni milli veikindadaga og hjúkrunarþyngdar, þó hún sé ekki tölfræðilega marktæk. Niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um tengsl starfs­ mannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar­ þyngdar sjúklinga. Tengslin reyndust ekki tölfræðilega marktæk, en greina má ákveðið mynstur og er ástæða til að skoða frekar með stærra úrtaki og frekari mælingum hvað hefur áhrif á veikindafjarvistir og vinnuálag í hjúkrun. Lykilorð: hjúkrun, starfsmannavelta, veikindafjarvistir, hjúkrunarþyngd. INNGANGUR Því er gjarnan haldið fram að starfsmannavelta sé of mikil og veikindafjarvistir tíðar meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu. Ástæðan er talin mikið vinnuálag og mikið veikir sjúklingar. Sambærileg umræða á sér stað á alþjóðavettvangi jafnt meðal leikra og lærðra. Engar íslenskar rannsóknir eru til um tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga og fáar erlendar rannsóknir hafa skoðað raunveruleg tengsl þessara breyta. Erlendar rannsóknir hafa leitast við að kortleggja ástæður starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga (Siela o.fl., 2008) en þær hafa lítið verið rannsakaðar hér á landi. Vísbendingar eru um að ástæður fyrir því að hjúkrunarfræðingar Halldóra Hálfdánardóttir, Landspítala Elísabet Guðmundsdóttir, Landspítala Helga Bragadóttir, Háskóla Íslands og Landspítala TENGSL STARFSMANNAVELTU, VEIKINDAFJARVISTA HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG HJÚKRUNARÞYNGDAR SJÚKLINGA: LÝSANDI RANNSÓKN ENGLISH SUMMARY Halfdanardottir, H., Gudmundsdottir, E. Bragadottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 28-33 THE RELATIONSHIP OF TURNOVER AND SICKNESS ABSENCE OF REGISTERED NURSES AND PATIENT ACUITY: A DESCRIPTIVE STUDY The purpose of this study was to identify the relationship between turnover and sickness absence of registered nurses (RNs) and patient acuity. It is argued that workload due to patient acuity in the healthcare services is leading to overburdened nurses and future resignation. Workload due to high patient acuity is also believed to lead to increased sick leave absence from work. Study participants were clinical RNs, with a sample of all RNs employed on a permanent basis at Landspitali­University Hospital inpatient wards in the Medical departments I and II, and the Surgical department, during the year 2008. 19 units participated with total 317 permanently employed RNs at the beginnig of the year and 351 at the end of the year. This was a descriptive correlational study. The data for employee turnover and sickness absence were acquired from the Human Resource Department at Landspitali and data concerning patient acuity were acquired from electronic patient acuity records. Study results showed no statistically significant relationships between RNs turnover, sickness absence and patient acuity. The mean turnover rate was 10.89% in 2008 and the mean patient acuity was 1.10. The total amount of sickness absence days were 4.000 in the year 2008, that is 12 days per each RN per year on average. In comparison between departments study findings indicated the highest patient acuity in the Medical department II or 1.16, with fewer than optimal nursing hours provided. A certain trend is identified for sickness absence and patient acuity, however it is not statistically significant. Study results shed a light on the relationship between turnover and sickness abscence of RNs and patient acuity. The relationship between these variables did not probe to be statistically significant, however, a trend is identified supporting further studies with a larger sample and more detailed analysis on sickness abscence and workload in nursing. Key words: nursing, turnover, sickness absence, patient acuity. Correspondance: hallhalf@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.