Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 35 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER færni einstaklingsins til að túlka og vinna úr erfiðri lífsreynslu auk þess sem gildismat og bjargráð hafa þar áhrif (Farran o.fl., 1995; Joiner o.fl., 2005). Mikilvægt er að hafa í huga að vonleysi er breytilegt ástand. Það er ekki einungis mismunandi eftir einstaklingum heldur einnig breytilegt hjá hverjum og einum (Young o.fl., 1996) og getur bæði verið tímabundið eða stöðugt ástand (Beck o.fl., 1990) auk þess sem það er eitt af megineinkennum þunglyndis (Beck o.fl., 1979). Einn af frumkvöðlum hugrænnar atferlismeðferðar er geðlæknirinn Aaron T. Beck. Samkvæmt kenningu hans orsakast vonleysi af neikvæðum viðhorfum til framtíðar. Sá sem er þunglyndur á það til að líta á sig sem áhrifalausan og er oft fljótur að kenna sér um það sem miður fer. Hann á iðulega erfitt með að sjá að hann sé fær um að bæta líf sitt eða framtíðina og getur þessi vantrú á eigin getu leitt til þess að hann hættir að stefna að einhverju markmiði. Þetta viðhorf er talið leiða til stigvaxandi vonleysis (Beck o.fl.,1979). Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á vonleysi einkum í tengslum við þunglyndi og sjálfsvígshættu en þær hafa sýnt að sterk fylgni er milli vonleysis og sjálfsvígshættu og að alvarleiki vonleysis hefur meira forspárgildi en alvarleiki þunglyndis þegar einstaklingur hugleiðir sjálfsvíg (Beck o.fl., 1990; Brown o.fl., 2000). Einnig virðist vonleysi hafa forspárgildi hvað varðar sjálfsvígshættu meðal þeirra sem ekki hafa greinst með geðsjúkdóm (Kuo o.fl., 2004) og að vonleysi óháð þunglyndi geti haft áhrif á framvindu líkamlegra sjúkdóma og aðlögun að sjúkdómsferlinu (Robson o.fl., 2010; Rosenfeld o.fl., 2004). Samband eða tengsl vonleysis við ýmsa þætti svo sem kyn, aldur, atvinnuþátttöku og fleira hefur einnig verið skoðað. Þegar samband kyns og vonleysis er skoðað sérstaklega eru niðurstöður rannsókna ekki samhljóma (Hamzaoglu o.fl., 2010; Joiner o.fl., 2005; Rósa M. Guðmundsdóttir, 2007; Viñas Poch o.fl., 2004; Young o.fl., 1996). Í finnskri rannsókn (Haatainen o.fl., 2004) sem gerð var meðal almennings á tengslum vonleysis og ýmissa lýðfræðilegra þátta reyndist vonleysi meðal kvenna aukast með hækkandi aldri og einnig var vonleysi meira meðal kvenna sem voru með litla menntun í samanburði við þær sem voru með meiri menntun. Ekklar, einhleypir og fráskildir karlmenn reyndust einnig haldnir meira vonleysi en giftir. Einnig hefur verið sýnt fram á að vonleysi er meira meðal þeirra sem telja sig búa við slæma heilsu (Haatainen o.fl., 2004; Hamzaoglu o.fl., 2010), hafa skerta starfsgetu, erfiða fjárhagsstöðu (Butterworth o.fl., 2006; Haatainen o.fl., 2004; Hamzaoglu o.fl., 2010) og njóta einhvers konar bóta frá velferðarkerfinu (Butterworth o.fl., 2006). Vonleysi er hjúkrunargreining samkvæmt NANDA en huglæga þætti eins og vonleysi getur verið erfitt að meta og því gagnlegt að hafa mælitæki sem ásamt öðru faglegu mati auðveldar að bera kennsl á einstaklinga sem þjást af vonleysi. Þar sem fáir spurningalistar eru til á íslensku sem meta von eða vonleysi var ákveðið að þýða vonleysiskvarða Becks (Beck Hopelessness Scale). Megintilgangur rannsóknarinnar var að forprófa kvarðann og meta innri áreiðanleika og réttmæti íslensku þýðingarinnar. Auk þess var ákveðið að kanna alvarleika vonleysis meðal sjúklinga í endurhæfingu á geðsviði Reykjalundar sem mælt yrði á vonleysiskvarða Becks og hvort ákveðnir bakgrunnsþættir svo sem kyn, aldur og fjárhagsstaða tengdust vonleysi. AÐFERÐ Rannsóknarsnið og úrvinnsla gagna Um megindlega rannsókn var að ræða og úrvinnsla gagna var unnin í SPSS forritinu, 18. útgáfu. Notuð var lýsandi tölfræði, t­próf og dreifigreining (ANOVA). Til að þáttagreina gögnin var notuð leitandi þáttagreining (Principal Component Analysis). Þátttakendur og gagnasöfnun Forprófunin var gerð á geðsviði endurhæfingarmiðstöðvarinnar á Reykjalundi og fór fram í tveimur áföngum. Vonleysiskvarði Becks var lagður fyrir alla innlagða sjúklinga í fyrstu eða annarri viku dvalar. Á tímabilinu 17. apríl til 20. nóvember 2001 var kvarðinn lagður fyrir 50 einstaklinga og 1. janúar 2003 til 1. maí 2004 tóku 111 einstaklingar þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru einnig spurðir um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, barneignir, menntun, atvinnuþátttöku, mat á eigin fjárhagsstöðu og innlagnarástæðu. Þeir sem svöruðu spurningalistanum töldust veita upplýst samþykki fyrir þátttöku en áður hafði þeim verið afhent bréf með upplýsingum um rannsóknina. Vonleysiskvarði Becks Nú um stundir er vonleysiskvarði Becks þekktasta mælitækið sem notað er við mat á vonleysi auk þess sem það er talið spá fyrir um sjálfsvígshættu (Brown o.fl., 2000). Höfundar kvarðans eru Beck, Weissman, Lester og Trexler og var hann fyrst kynntur árið 1974. Samkvæmt hugmyndafræði Becks er vonleysi kerfi hugarskema sem eiga það sameiginlegt að innihalda neikvæð viðhorf til framtíðar. Vonleysiskvarðinn er byggður á þessari hugmyndafræði en hann inniheldur 20 fullyrðingar sem meta jákvæð og neikvæð viðhorf einstaklingsins til framtíðarinnar (Beck o.fl., 1974). Níu fullyrðingar voru fengnar úr lista sem mat viðhorf til framtíðar (Heimber, 1961 í Beck o.fl., 1974) og þær síðan endurskoðaðar og aðlagaðar að kvarðanum. Hinar ellefu voru byggðar á algengum fullyrðingum sem settar voru fram af sjúklingum sem að mati lækna voru haldnir miklu vonleysi. Við val á fullyrðingum var reynt að endurspegla mismunandi sjónarhorn neikvæðra viðhorfa til framtíðar og einnig voru valdar þær fullyrðingar sem oftast komu fram hjá viðkomandi sjúklingum. Kvarðinn var upphaflega forprófaður á 294 sjúklingum sem nýlega höfðu reynt sjálfsvíg og reyndist innri áreiðanleiki hans vera 0,93 auk þess sem samtíma­ og hugtakaréttmæti var gott (Beck o.fl., 1974). Seinni tíma rannsóknir hafa flestar sýnt svipaðan áreiðanleikastuðul (Dyce, 1996; Haatainen o.fl., 2004). Upphafleg þáttagreining Beck og samstarfsmanna hans (1974) leiddi í ljós þrjá meginþætti en þeir voru: tilfinningar gagnvart framtíðinni, skortur á áhugahvöt og væntingar til framtíðar. Margir rannsakendur hafa síðan þáttagreint kvarðann og hafa flestir komist að svipaðri niðurstöðu hvað varðar innihald þáttanna þó fjöldi þeirra hafi verið breytilegur en algengast er að þættirnir séu tveir til þrír (Dyce, 1996; Rosenfeld o.fl., 2004).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.