Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 74
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201170
komu eftir aldri og kyni. Fleiri drengir en stúlkur komu á
deildina í áhættumat vegna öndunarerfiðleika, sogklukku eða
tangarfæðingar, meðgöngulengdar eða annarra ástæðna. Hins
vegar voru stúlkur hlutfallslega fleiri í öllum hinum flokkunum.
Öndunarerfiðleikar hrjáðu 66,3% barnanna við komu og lýstu
sér í stunum, inndráttum og nasavængjablakti og misjafnt
var hvort eitt eða fleiri þessara einkenna voru til staðar. Hjá
þeim sem áttu erfitt með öndun voru 78 af 264 alls eða
29,5% með öll þrjú einkennin (sjá töflu 1). Ekki var marktækur
munur á öndunarerfiðleikum við fyrstu lífsmarkamælingu eftir
meðgöngulengd. Aftur á móti var marktækur munur við aðra
mælingu milli börnum fædd í 36. viku og börnum fædd í 42.
viku (p<0,05, t=1,387) og einnig við seinni mælingar.
Litarháttur var skráður hjá 99% barnanna við komu og voru
rúmlega 62% þeirra rauðleit. Þegar börn með öndunarerfiðleika
voru skoðuð sérstaklega mátti sjá að einungis tæp 53% voru
rauð. Apgar má skipta niður í þrjá flokka eftir því hvernig aðlögun
er utan móðurkviðs; 03, 46 og 710 stig. Flest þeirra barna
sem voru með Apgar 03 eftir eina mínútu, 27 talsins, komu á
deild vegna slappleika eða lélegs Apgars. Næstflest komu á deild
vegna öndunarerfiðleika (4,5%). Algengast var að börn með 46
stig í Apgar eftir eina mínútu kæmu á deild vegna öndunarerfiðleika
og næstflest vegna slappleika og lélegs Apgars. Flest börnin voru
með 710 í Apgar við eina mínútu en hlutfallslega fæst af þeim
sem komu vegna græns legvatns og slappleika. Flest þeirra sem
komu eftir sogklukku eða tangarfæðingu voru með 46 í Apgar.
Aðeins var 1,5% barnanna með 03 í Apgar við 5 mínútur.
Blóðsykur var mældur hjá 75,6% barna við komu og flest
(66,8%) þeirra voru með blóðsykursgildi ≥ 3,4 mmól/L en
einungis 18,3% með ≥ 2,7 mmól/L. Þurrmjólk fengu 8,7%
barnanna og mældist blóðsykur þeirra frá 1,36,4 mmól/L eða
2,5 mmól/L að meðaltali við komu. Marktækur munur var á
blóðsykri við fyrstu mælingu hjá börnum fæddum í 36. viku og
í 43. viku (p<0,05, t= 1,292), og börnum fæddum í 37. viku
og í 43. viku (<0,05, t=1,654) og börnum fæddum í 38. viku
og 43. viku (p<0,001, t=3,055).
Lengd dvalar í áhættumati
Lengd dvalar var frá 10 mín. upp í 13 klst. Meðallengd legu var
3 klst og 3 mín. Meðallengd dvalar hjá drengjum var 3 klst og 10
mín., en hjá stúlkum 2 klst. og 53 mín. Af 398 börnum voru 74,5%
(n=295) í áhættumati í 10231 mín. Í töflu 4 má sjá að 148, eða
rúmur þriðjungur voru í áhættumati í 2 klst. eða skemur.
UMRÆÐA
Af niðurstöðunum er ljóst að meirihluti barnanna sem komu í
áhættumat eru börn fædd eftir fulla meðgöngu (37 42 vikur).
Algengasta ástæðan er öndunarerfiðleikar í kjölfar erfiðrar fæðingar
eða keisaraskurðar. Eftir því sem börnin eru lengra meðgengin
fjölgar þeim sem koma vegna þess að legvatn er grænt. Yngstu
börnin í áhættumati eru síðfyrirburar og samræmist það því sem
Laptook og Jackson (2006) benda á, að ekki sé sama mynstur
í innlögnum hjá börnum sem eru fædd á bilinu 3435 vikur og
þeim sem fæðast eftir 3637 vikur. Hjá þeim börnum sem komu
í áhættumat á vökudeild og tilheyrðu þessum hópi síðfyrirbura
voru ástæður fyrir komu svipaðar og hjá fullburða börnunum þ.e.
öndunarerfiðleikar, lágur blóðsykur en einnig önnur vandamál
tengd stuttri meðgöngulengd. Af gögnunum má sjá að börn sem
voru yngri en 35 vikur komu ekki í áhættumat heldur hafa þau verið
lögð beint inn á nýburagjörgæslu. Þessar ástæður fyrir áhættumati
samræmast einnig niðurstöðum Allison og Burcin (2011) sem tóku
saman ástæður og fjölda þeirra barna sem komu í áhættumat á
spítala með sambærilegum fjölda fæðinga á ári og LSH.
Niðurstöður sýna að áhættuþættir barnanna eru helst
meðgöngusykursýki og sykursýki hjá móður, vaxtarskerðing hjá
barni, óeðlilegt fósturrit og síðan áhættuþættir sem koma í
ljós eftir fæðingu, oftast þó eftir erfiðar fæðingar, svo sem eftir
tangarfæðingu eða sogklukku. Börn með lágan blóðsykur eða
sem koma vegna sykursýki eða meðgöngusykursýki hjá móður
voru lengur í áhættumati. Þau sem hafa fengið að drekka þurfa
sinn tíma til að stilla blóðsykurinn af. Þriðjungur þeirra sem kom í
áhættumat á vökudeild dvaldist í 2 klst. eða skemur. Þetta vekur
upp spurningu um hvort óþarft hafi verið að setja sum barnanna í
Tafla 3. Lengd dvalar í áhættumati eftir ástæðu komu.
Lengd dvalar í áhættumati
10-120
mín.
121-231
mín.
232-342
mín.
343-453
mín.
454-564
mín.
565-675
mín.
676-780
mín.
n= 148 n=147 n=60 n=24 n=11 n=4 n=2
Ástæður komu % % % % % % %
Öndunarerfiðleikar 40,4 35,4 13,3 6,7 2,9 0,8 0,4
Lágur blóðsykur 20,0 20,0 36,0 8,0 16,0 0 0
Óeðlilegt fósturrit 34,6 46,2 19,2 0 0 0 0
Sogklukka/tangir 23,1 35,9 28,2 2,6 7,7 2,6 0
Meðgöngusykursýki 28,6 42,9 7,1 7,1 14,3 0 0
Sykursýki móður 0 57,1 14,3 14,3 14,3 0 0
Grænt legvatn 41,2 39,2 9,8 5,9 3,9 0 0
Keisari 42,4 42,4 10,6 3,0 1,5 0 0
Slappleiki eða lélegur Apgar 34,7 42,2 12,5 1,4 2,8 0 1,4