Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 71
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 67 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER fyrir um ástand hans. Hópurinn er fjölbreyttur og hjúkrun hans er nokkuð umfangsmikil í starfsemi vökudeildarinnar án þess þó að vera skilgreind sérstaklega og ekki eru til verklagsreglur fyrir hjúkrun þessa hóps. Þegar barn fæðist þarf það að aðlagast lífinu utan legs. Þessi aðlögun er lífeðlisleg og á fyrstu klukkustundum lífsins þarf barnið að sjá sjálft um að halda á sér hita, öndun fer af stað, blóðrásin breytist og það þarf sjálft að stýra blóðsykri. Aðlögunin stendur yfir fyrstu 12 klst. í ævi barnsins. Þó að þetta gangi yfirleitt vel eru alltaf einhver börn sem aðlagast ver en önnur (Leone og Finer, 2006; Sinha og Donn, 2006; Askin, 2001). Þó að nokkuð öruggt sé að áhættumat svipað því sem á sér stað á vökudeild LSH eigi sér stað á flestum sjúkrahúsum þar sem er fæðingardeild, nýburagjörgæsla eða vísir að nýburagjörgæslu, er ekki auðvelt að finna rannsóknir um þennan hóp (Allison og Burcin, 2011; Richardson o.fl., 2005; Wheeler og Tudhope, 1994; Yee o.fl., 2008; Zupancic og Richardson, 1998). Í rannsókn Zupancic og Richardson (1998), sem að vísu var aðallega gerð til að skoða kostnað, kemur fram að áhættumat nýbura er tímafrekt, en bráðleikastigið er minna en við beina innlögn og dregur því úr kostnaði og álagi á starfsemi nýburagjörgæslu. Samsetning þess áhættuhóps nýbura sem þeir skoðuðu endurspeglaði samsetningu heilbrigðra, nýfæddra barna sem fæddust á því tímabili sem rannsókn þeirra stóð yfir. Algengasta ástæða fyrir innlögn var útilokun á blóðeitrun eða sýkingu og næstalgengasta ástæðan var öndunarerfiðleikar. Meiri líkur eru taldar vera á fylgikvillum eftir fæðingu ef börn eru léttari en 2500 g eða þyngri en 4500 g (Olesen o.fl., 2003). Talið er líklegra að léttburar og þungburar þurfi á gjörgæslu að halda eftir fæðingu (Steer, 2004). Apgar­stigun metur hjarta­, lungna­ og taugastarfsemi barns við fæðingu. Apgar er skipt niður í fimm hluta: Hjartsláttartíðni, öndun, vöðvatónus, svar við áreiti og litarhátt. Þessir þættir eru skoðaðir einni og fimm mínútum eftir fæðingu og stundum einnig 10 mínútum eftir fæðingu ef stigun hefur verið lág í hin tvö skiptin. Fyrsta líkamsskoðun er gerð á fyrstu mínútu eftir fæðingu til að meta hvernig aðlögun að lífi utan móðurkviðs gengur. Skoðun eftir fimm mínútur gefur svo meiri upplýsingar um getu barns til að jafna sig og aðlagast eftir fæðingu (Rudolph og Garcia­Prats, 1986). Rannsóknir sýna að nauðsynlegt er að fylgjast vel með nýbura strax eftir fæðingu. Fyrstu fjórar klukkustundirnar þarf að fylgjast reglulega með lífsmörkum (öndun, hjartslætti, súrefnismettun, blóðþrýstingi og líkamshita) og endurmeta meðferð í samræmi við ástand barnsins (Wheeler og Tudhope, 1994). Thilo og Rosenberg (2007) telja megineinkenni öndunarerfiðleika hjá nýburum vera stunur, inndrætti og nasavængjablakt og öndunartíðni hærri en 60 andardrættir á mínútu. Helstu ástæður öndunarvanda hjá nýfæddum börnum tengjast blóðrás og lungum. Algengast eru vot lungu, að barnið fái slím, legvatn eða barnabik ofan í lungu, meðfædd lungnabólga og loftleki (loftbrjóst). Aðrar ástæður eru til dæmis linur barki og bjúgur eða bólga í öndunarfærum. Í rannsókn Yee o.fl. 2008 kemur fram að minni líkur eru á að börn sem fæðast með fyrir fram ákveðnum keisaraskurði eftir 37 vikur og 4 daga greinist með öndunarerfiðleika og þurfi gjörgæslu en þau börn sem eru styttra meðgengin. Þeir félagarnir skoðuðu alla fyrir fram ákveðna keisaraskurði þar sem barn var lifandi fætt eftir 36 vikna meðgöngu og fæðingarþyngd var 2500 g eða meira, árið 2004­ 2005 í Calgary í Kanada. Líkur á innlögn voru meiri eftir því sem barn var yngra og ef það var drengur. Snorri F. Dónaldsson o.fl. (2007) könnuðu tíðni öndunarerfiðleika hjá fullburða börnum sem fæddust með fyrir fram ákveðnum keisaraskurði á kvennadeild LSH á árunum 1996­2005 og fengu öndunarerfiðleika vegna votra lungna eða glærhimnusjúkdóms. Þeirra niðurstöður eru svipaðar niðurstöðum Yee o.fl. (2008) um að því yngra sem barnið var því meiri líkur voru á þessum sjúkdómum og að aukin hætta er á lungnaháþrýstingi hjá þessum börnum. Einnig er áhugavert að á seinni hluta rannsóknartímabilsins fækkaði fyrir fram ákveðnum keisaraskurðum fyrir 39 vikna meðgöngu eftir að vinnureglur um tímasetningu þeirra voru settar á kvennadeild spítalans árið 2001. Útfall hjarta og súrefnisnotkun eykst mikið strax eftir fæðingu og er meira þá en nokkru sinni seinna á ævinni. Hjartavöðvi nýbura hefur takmarkaða getu til að auka slagmagn og því er útfall háð hjartsláttartíðni. Eðlilegur hjartsláttur nýbura er 100­180 slög á mínútu í vöku, en 80­160 slög í svefni (Alyn og Baker, 1992). Aukin hjartsláttartíðni getur auðveldað og aukið útfall hjartans en of hraður hjartsláttur getur gert það að verkum að hjarta fyllist ekki nægilega af blóði í diastólu. Á síðustu árum hafa sjónir rannsakenda beinst að þeim börnum sem á ensku eru kölluð „late preterm“ eða „near term“ en það eru börn sem fæðast eftir 34­37 vikna meðgöngu. Þau eru á milli þess að vera fyrirburar og fullburða hvað fæðingarþyngd og þroska varðar og eru oft metin sem fullburða börn. Þetta getur þó valdið vandamálum, þar sem þessi börn eru í meiri hættu á að verða fyrir blóðsykursfalli og kólnun. Talsverður munur getur verið á uppákomum hjá börnum fæddum eftir 34­35 vikna meðgöngu og þeim sem eru fædd eftir 36­37 vikna meðgöngu (Laptook og Jackson, 2006). Ofkæling er ein helsta ástæða ungbarnadauða í heiminum og því mikilvægt að huga vel að hita nýbura og umhverfi þeirra (Fransson o.fl., 2005). Kalt barn getur hætt að stynja fljótlega ef það er hitað í 36,5°C en það undirstrikar mikilvægi líkamshita fyrir líðan og ástand nýbura (Klaus o.fl. 1986). Þótt rannsóknir sýni að tímabundið blóðsykursfall sé hluti af eðlilegu ferli aðlögunar nýbura (WHO, 1997) þá getur það verið mælikvarði á það hvernig barn aðlagast lífinu (Haninger og Farley, 2001). Þess vegna er nauðsynlegt að þekkja áhættuþætti hjá barni fyrir lækkuðum sykri svo sem fæðing með keisaraskurði, vaxtarskert börn, meðgöngusykursýki eða sykursýki hjá móður og síðfyrirburar. Þá hafa rannsóknir staðfest að aðskilnaður nýbura og móður við innlögn á nýburagjörgæslu hefur áhrif á tengslamyndun (Bialoskurski o.fl.1999; Fransson, ofl., 2005; Heermann o.fl. 2005; Wigert o.fl. 2006). Gagnreynd og ígrunduð ástæða þarf því að vera fyrir því að aðskilja nýfætt barn frá foreldrum sínum vegna áhættumats og inngripa. Tilgangur rannsóknar Markmið rannsóknarinnar var að skoða þá nýbura sem fara í áhættumat á vökudeild og útskrifast þaðan án áframhaldandi innlagnar, með tilliti til lengdar áhættumats, áhættuþátta fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.