Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 45
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Helsti veikleiki þessarar rannsóknar felst í tiltölulega lágu
svarhlutfalli (35%). Segja má að nauðsynlegt sé að velta því
fyrir sér hversu fýsilegt sé að nota mælitækið þrátt fyrir að það
búi yfir ásættanlegum áreiðanleika og réttmæti.
Ástæður fyrir lágu svarhlutfalli geta verið margar og mismunandi
en á meðan á rannsókn stóð höfðu margir þeirra sem boðin
var þátttaka samband við höfunda bæði í pósti og símleiðis
þar sem þeir lýstu ýmsum ástæðum fyrir því að þeir sæju sér
ekki fært að svara spurningalistanum. Nokkrir lýstu því yfir að
þeir ætluðu ekki að svara spurningunum þar sem verkir væru
ekki á þeirra verksviði. Einnig kom fram í bréfum til höfunda að
hjúkrunarfræðingar teldu sig ekki hafa tíma til að svara slíkum
könnunum, hefðu ekki áhuga eða þá að þeir lýstu tæknilegum
vandamálum sem upp komu við notkun á rafrænu kerfi. Í ljósi
þessa var ákveðið að nota ekki rafrænt kerfi til að afla gagna
með sama spurningalista í framhaldsrannsókn þar sem prófuð
eru áhrif af starfsþróunaríhlutun til að bæta verkjameðferð.
Svarhlutfall var afar misjafnt eftir hópum en meistaramenntuðu
hjúkrunarfræðingarnir með reynslu af verkjum svöruðu mun
betur en báðir hinir hóparnir eða 76,9% þeirra sem boðin var
þátttaka miðað við 30% og 35% hjá hinum hópunum. Ýmsar
ástæður geta verið fyrir þessum mun á svörun en fyrst ber
að nefna að þetta var hópurinn sem fékk listann sendan í
pósti en ekki rafrænt eins og hinir. Auk þess var þessi hópur
ekki spurður um bakgrunnsbreytur vegna auðrekjanleika til
þeirra sökum smæðar sinnar. Ekki var safnað gögnum um
bakgrunn meistaramenntuðu hjúkrunarfræðinganna. Það hefði
vissulega verið gagnlegt að hafa þær upplýsingar, til að mynda
um starfsreynslu. Hins vegar var ekki talið verjandi að safna
þessum gögnum vegna persónuverndarsjónarmiða.
Margir þátttakendur gerðu athugasemd við að svarmöguleikann
„veit ekki“ vantaði. Því var tekin sú ákvörðun í kjölfar þessarar
forprófunar að bæta þeim svarmöguleika við mælitækið til
notkunar í framhaldsrannsóknum.
Íslensk útgáfa af K&ASRP mælitækinu reyndist bæði réttmæt
og áreiðanleg og vonast höfundar til þess að það eigi eftir að
koma að gagni við að bæta verkjameðferð á Íslandi.
ÞAKKIR
Höfundar þakka öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem tóku
sér tíma í að svara spurningunum. Kærar þakkir fær Katrín
Blöndal fyrir hennar framlag við þýðingu á mælitækinu. Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga veitti styrk til að framkvæma þessa
rannsókn. Einnig naut rannsóknin góðs af styrk frá RANNÌS
nr.110409021.
HEIMILDIR
Bernardi, M., Catania, G., Lambert, A., Tridello, G., og Luzzani, M. (2007).
Knowledge and attitudes about cancer pain management: a national
survey of Italian oncology nurses. European Journal of Oncology
Nursing, 11 (3), 272279.
Breivik, H., Collett, B., Ventafridda, V., Cohen, R., og Gallacher, D. (2006).
Survey of chronic pain in Europe: prevalence, impact on daily life, and
treatment. European Journal of Pain, 10 (4), 287333.
Brown, S. T., Bowman, J. M., og Eason, F. R. (1999). Assessment of
nurses' attitudes and knowledge regarding pain management. Journal of
Continuing Education in Nursing, 30 (3), 132139.
Costantini, M., Viterbori, P., og Flego, G. (2002). Prevalence of pain in Italian
hospitals: results of a regional crosssectional survey. Journal of pain and
symptom management, 23 (3), 221230.
Erkes, E. B., Parker, V. G., Carr, R. L., og Mayo, R. M. (2001). An
examination of critical care nurses' knowledge and attitudes regarding
pain management in hospitalized patients. Pain Management Nursing, 2
(2), 4753.
Ferrell, B., og McCaffery, M. (2008). Knowledge and Attitudes Survey
Regarding Pain. Sótt í júní 2011 á http://prc.coh.org/Knowldege%20
%20Attitude%20Survey%20%20updated%20508.pdf
Gunnarsdottir, S., Donovan, H. S., Serlin, R. C., Voge, C., og Ward, S.
(2002). Patientrelated barriers to pain management: the Barriers
Questionnaire II (BQII). Pain, 99 (3), 385396.
Gunnarsdottir, S., Donovan, H. S., og Ward, S. (2003). Interventions to
overcome clinician and patientrelated barriers to pain management.
The Nursing clinics of North America, 38 (3), 419434, v.
Gunnarsdottir, S., Serlin, R. C., og Ward, S. (2005). Patientrelated barriers
to pain management: the Icelandic Barriers Questionnaire II. Journal of
pain and symptom management, 29 (3), 273285.
Gunnarsdottir, S., Ward, S., og Serlin, R. (2010). A Population Based Study
of Prevalence of Pain in Iceland. Scandinavian Journal of Pain, 1, 151
157.
Gunnarsdottir, S., Ward, S. og Serlin, R. C. (2008). Attitudinal barriers to
cancer pain management in the Icelandic population. Cancer nursing, 31
(2), 95102.
Howell, D., Butler, L., Vincent, L., WattWatson, J., og Stearns, N. (2000).
Influencing nurses' knowledge, attitudes, and practice in cancer pain
management. Cancer nursing, 23 (1), 5563.
Hrund Sch. Thorsteinsson og Elín J.G. Hafsteinsdóttir. (1994). Þekking
íslenskra hjúkrunarfræðinga á verkjum, verkjalyfjum og verkjameðferð
sjúklinga með krabbamein. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 70 (1), 1826.
Jones, P. S., Lee, J. W., Phillips, L. R., Zhang, X. E., og Jaceldo, K. B.
(2001). An adaptation of Brislin's translation model for crosscultural
research. Nursing research, 50(5), 300304.
Lára Borg Ásmundsdóttir, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir og Herdís
Sveinsdóttir. (2010). Mat skurðsjúklinga á verkjum og verkjameðferð.
Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86 (2), 4856.
Mantyselka, P., Kumpusalo, E., Ahonen, R., Kumpusalo, A., Kauhanen, J.,
Viinamaki, H., o.fl. . (2001). Pain as a reason to visit the doctor: a study
in Finnish primary health care. Pain, 89 (23), 175180.
Manworren, R. C. (2000). Pediatric nurses' knowledge and attitudes survey
regarding pain. Pediatric Nursing, 26 (6), 610614.
McCaffery, M., og Ferrell, B. R. (1997). Nurses' knowledge of pain
assessment and management: how much progress have we made?
Journal of Pain and Symptom Manage, 14 (3), 175188.
Plaisance, L., og Logan, C. (2006). Nursing students' knowledge and
attitudes regarding pain. Pain Management Nursing, 7 (4), 167175.
Polit, D. og Beck, C. T. (2004). Nursing research : principles and methods
(7th ed. ed.). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins.
Salomon, L., TchernyLessenot, S., Collin, E., Coutaux, A., LevySoussan,
M., Legeron, M. C. o.fl. . (2002). Pain prevalence in a French teaching
hospital. Journal of pain and symptom management, 24 (6), 586592.
Tafas, C. A., Patiraki, E., McDonald, D. D., og Lemonidou, C. (2002).
Testing an instrument measuring Greek nurses' knowledge and attitudes
regarding pain. Cancer nursing, 25 (1), 814.
Tse, M. M., og Chan, B. S. (2004). Knowledge and attitudes in pain
management: Hong Kong nurses' perspective. Journal of Pain &
Palliative Care Pharmacotherapy, 18 (1), 4758.
Wang, H. L., og Tsai, Y. F. (2010). Nurses' knowledge and barriers
regarding pain management in intensive care units. Journal of Clinical
Nursing, 19(2122), 31883196.
Yildirim, Y. K., Cicek, F., og Uyar, M. (2008). Knowledge and attitudes
of Turkish oncology nurses about cancer pain management. Pain
Management Nursing, 9 (1), 1725.
Zoëga, S., Fridriksdottir, N., Sigurdardottir, V., og Gunnarsdottir, S. (í ritrýni).
Pain and other symptoms and their relationship to quality of life in cancer
patients on opioids.