Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201132 tólf veikindadaga á hvern hjúkrunarfræðing. Það má því reikna með að hver hjúkrunarfræðingur hafi verið í burtu einn dag á mánuði vegna eigin veikinda en til viðbótar má reikna með að margir séu einnig eitthvað fjarverandi vegna veikinda barna. Taka ber fram að ekki er tekið tillit til hvers konar veikindi um ræðir. Margir hjúkrunarfræðingar eru konur á barneignaraldri en flestir barnshafandi hjúkrunarfræðingar þurfa að hætta störfum nokkrum vikum fyrir barnsburð vegna þess hve líkamlega erfitt starf hjúkrunarfræðinga getur verið. Þeir fá þá veikindavottorð hjá sínum lækni og þær veikindafjarvistir eru skráðar í starfsmannabókhald spítalans á sama hátt og öll önnur veikindi. Samkvæmt gögnum frá ParX viðskiptaráðgjöf var miðgildi veikindafjarvista 7,75 dagar á mann árið 2008 á íslenskum vinnumarkaði (ParX viðskiptaráðgjöf, 2009). Meðalhjúkrunarþyngd árið 2008 á sviðunum þremur var 1,10. Hjúkrunarþyngd var hæst meðal sjúklinga á lyflækningasviði II og var það eina sviðið þar sem æskilegar hjúkrunarklukkustundir voru fleiri en veittar. Þess má þó geta að lyflækningasvið II er langminnsta sviðið sem skoðað var og getur það skekkt niðurstöður. Þar voru aðeins þrjár legudeildir á meðan þær voru átta á lyflækningasviði I og skurðlækningasviði. Talað er um mikið álag á starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og að það sé alltaf að aukast. Þetta er algeng umræða meðal heilbrigðisstarfsfólks og fræðimanna á þessu sviði (Buerhaus o.fl., 2007). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að rýna þurfi í aðra þætti en starfsmannaveltu og hjúkrunarþyngd til að greina áhrifaþætti vinnuálags í hjúkrun. Talsverður tími hjúkrunarfræðinga fer í að sinna öðrum þáttum en umönnun sjúklinga. Þessir þættir geta allir haft áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar skynja sitt starf, burtséð frá því hve mikla umönnun sjúklingarnir þarfnast (Krichbaum o.fl., 2007). Í megindlegri rannsókn frá Kuwait þar sem 780 hjúkrunarfræðingar á lyflækninga­ og skurðlækningadeildum tóku þátt röktu þeir 21% vinnuálags síns meðal annars til vinnuathafna sem ekki kröfðust hjúkrunarmenntunar svo sem ritaravinnu og flutninga á sjúklingum (Al­Kandari og Thomas, 2009). Ekki fundust tölfræðilega marktæk tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga í úrtakinu og veikindafjarvista þeirra. Veikindafjarvistir virðast því ekki endilega vera undanfari þess að hjúkrunarfræðingur segi starfi sínu lausu. Í erlendum rannsóknum hafa hins vegar fundist tengsl milli starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga. Sænsk rannsókn sýndi að hjúkrunarfræðingar færu í auknum mæli í löng veikindaleyfi sem enduðu með því að þeir skiptu yfir í störf sem voru ekki eins líkamlega erfið (Fochsen o.fl., 2006). Vinnuslys eru vel þekkt meðal hjúkrunarfræðinga en allt að 12% hjúkrunarfræðinga sem hætta störfum gera það vegna þeirra (Geiger­Brown o.fl., 2004). Það var ekki skoðað í þessari rannsókn. Tengsl á milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar voru ekki tölfræðilega marktæk samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Á lyflækningasviði II var hins vegar bæði mesta starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga og mesta hjúkrunarþyngdin. Það má því tala um ákveðið mynstur þó svo að fylgnin sé ekki tölfræðilega marktæk. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að álag í starfi, þar sem hjúkrunarfræðingum finnst þeir eiga erfitt með að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra, getur orðið til þess að þeir snúi sér að öðrum störfum en hjúkrun (MacKusick og Minick, 2010). Ekki mældist tölfræðilega marktæk fylgni milli veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar. Hins vegar sést ákveðið mynstur þegar þessar tvær breytur eru bornar saman. Ólíkt því sem búist var við voru veikindafjarvistir færri þegar hjúkrunarþyngdin var meiri. Það vekur upp þá spurningu hvort hjúkrunarfræðingar harki af sér veikindi þegar álag er mikið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar á hjúkrunarþyngd virtist álag á þátttakendur vera að meðaltali hæfilega mikið. Hjúkrunarþyngd sjúklinga var áberandi lægst í júní og veikindafjarvistir eru jafnframt fæstar þá. Veikindafjarvistir í skamman tíma voru fáar í júlí og ágúst en heildarveikindadagar fleiri þá en í júní. Hafa ber í huga að sumarafleysingastarfsfólk með tímabundna ráðningu er ekki tekið með þegar veikindafjarvistir eru taldar og ólíklegt er að fastráðnir hjúkrunarfræðingar tilkynni veikindi þegar þeir eru í sumarfríi, nema veikindin séu langvarandi. Takmarkanir rannsóknarinnar Rannsókn þessi hefur bæði styrkleika og takmarkanir. Gögn sem fást úr starfsemisupplýsingum LSH eru rauntímagögn úr launa­ kerfi spítalans og eru því áreiðanleg. Sjúklingaflokkunarkerfið á LSH hafði verið notað lengi þar og var talið áreiðanlegt væri það rétt notað. Á LSH voru gerðar reglubundnar áreiðanleikaprófanir á hjúkrunarþyngdarmælingum og má þar af leiðandi gera ráð fyrir að þau gögn séu óbrigðul. Úrtak rannsóknarinnar er nokkuð stórt, eða um 330 hjúkrunarfræðingar og notast var við gögn frá einu almanaksári. Þessir þættir styrkja allir innra réttmæti rannsóknar. Það er hins vegar að sama skapi takmörkun að gögn ná eingöngu til eins árs auk þess sem ekki var tekið tillit til nokkurra þátta sem gætu haft áhrif á rannsóknarniðurstöður. Yfirvinna var til dæmis ekki skoðuð og fólk með tímabundna ráðningu, svo sem vegna sumarafleysinga, var undanskilið í úrtaki. Þar sem rannsakendur höfðu aðeins gögn frá árinu 2008 getur verið að skráning á meðallöngum og langvarandi veikindum í janúar sé skekkt. Veikindi síðustu mánuði ársins 2007 hafa áhrif á skráningu veikindafjarvista í upphafi árs 2008. Þegar skoðað var hversu margir höfðu hætt störfum var aðeins miðað við þá sem hættu störfum á spítalanum en ekki þá sem fluttu sig milli deilda. Einnig þarf að hafa í huga að árið 2008 var afdrifaríkt ár í efnahags­ og atvinnumálum þjóðarinnar og er ógerningur að greina áhrif efnahagskreppunnar á starfsmannaveltu og veikindafjarvistir hjúkrunarfræðinga nema með stærra úrtaki, meiri gögnum og viðameiri gagnagreiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru vísbendingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá hjúkrunarfræðingum en þær hafa þó ekki alhæfingargildi og dregur það úr ytra réttmæti rannsóknarinnar. Þrátt fyrir takmarkanir þjónaði rannsóknin tilgangi sínum og varpar nýju ljósi á tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvistir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngd sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.