Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 7 Halldórsdóttir og Alda Gunnarsdóttir, 2004). Þessi rammi hefur síðan verið rann sakaður og endurskoðaður og sýnir mynd 1 þann fræðilega ramma sem nú er byggt á (Ingadottir og Jonsdottir, 2006b; Ingadottir og Jonsdottir, 2007; Jonsdottir, Litchfield og Pharris, 2003, 2004). Ramminn er samhljóma skrifum um heilbrigðisþjónustu fyrir langveika (e. chronic care model) (Wagner, Austin og Von Korff, 1996) og ekki síst rannsóknum á samráði við sjúklinga og fjölskyldur þeirra um það að takast á við og lifa við langvinnt og flókið heilsufarsvandamál (sjá Jonsdottir o.fl., 2004). Í samræðunum er lögð áhersla á opin samskipti þar sem skoðað er hvað skjólstæðingar bera fyrir brjósti er varðar heilsufarsvanda sjúklingsins. Gert er ráð fyrir að merking heilsufarsvandans sé ekki að fullu ljós þegar samskipti hefjast. Þannig eru gildismat skjólstæðinga, afstaða þeirra til sjúkdómsins, áhrif hans og afleiðingar og það samhengi, sem þessir þættir hafa, ekki einföld atriði heldur þarf að laða þau fram með samræðum. Í samræðunum er markmiðið að öðlast nýjan og notadrýgri skilning. Í þessum skilningi liggja síðan tækifæri og möguleikar til að taka öðruvísi á málum: að breyta afstöðu sinni, atferli og jafnvel að einhverju leyti aðstæðunum. Þrír þættir eru sérstaklega hafðir í huga þó þeir ráði ekki áherslum í samræðunum. Þess er vænst að samræður á þessum forsendum leiði síðan til þess að heilbrigði sjúklings og fjölskyldu eflist. Þátttaka fjölskyldu. Gengið er út frá því að lungnasjúkdómar, líkt og flestir lang­ vinnir sjúkdómar, hafi djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Þannig er samvinna við fjölskylduna á sömu forsendum og við sjúklinginn veigamikil og hefur hjúkrunarfræðingur frumkvæði að henni. Líf með einkennum. Andþyngsli eða mæði eru aðaleinkenni LLT og í kjölfarið má búast við ýmsum fleiri einkennum. Má þar nefna næringarskort, kvíða, þunglyndi, þreytu, félagslega einangrun, úthaldsleysi og ekki síst sektarkennd. Þannig vegur mat og meðferð á einkennum þungt í starfseminni. Auk þess eru reykingar hugsanlega til staðar, beinar eða óbeinar. Í samráðinu er reynsla sjúklinganna og fjölskyldna þeirra í forgrunni og leitast er við að vera þeim samferða við að feta nýjar leiðir sem þau hefur oft skort kjark til að fara inn á og verið þess í stað ein að glíma við vandamálin. Hér er byggt á margvíslegri þekkingu: klínískum leiðbeiningum, rannsóknum á reynsluheimi lungnasjúklinga, hjúkrun fjölskyldna og fleira. Oft þarf að vinna með þekkingu og afstöðu til heilsufars sjúklings, eðli sjúkdóms og meðferð og einnig getur þurft að útskýra og vinna með skilning á nýafstaðinni versnun sem hefur ef til vill haft djúpstæði áhrif á viðkomandi. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Ýmsir sem glíma við LLT hafa átt erfitt með að leita sér tímanlega aðstoðar þegar sjúkdómurinn versnar (Jonsdottir, 2007). Má skýra það meðal annars með því að einkenni geta verið breytileg frá einum tíma til annars, einkenni versna stundum hægt og lengi má halda í vonina um að hlutirnir lagist. Margir þekkja ekki þá þjónustu sem í boði er og heilbrigðiskerfið reynist mörgum flókið. Langvinn og erfið veikindi leiða gjarna til framtaksleysis, margir þjást af sektarkennd og reyna að forðast aðstæður þar sem þeim er hafnað. Komur á bráðadeild hafa oft reynst sjúklingum og fjölskyldum þrautaganga og hafa sjúklingar þurft að bíða þar lengi áður en mat og meðferð hefst. Einnig getur fólki reynst erfitt að greina frá þörfum sínum og vanlíðan og leita réttar síns og þannig hugsanlega farið á mis við mikilvæga þjónustu (Jonsdottir, 2007). Heilbrigði. Í ljósi meginmarkmiða þjón­ ustu nnar um að viðhalda og bæta lífsgæði er heilbrigði í víðum skilningi meginatriði þegar litið er til árangurs hjúkrunarþjónustunnar. Orð skjól stæð­ inga og atferli vega þungt. Þar má nefna að sjúklingur og fjölskylda telji sig öruggari, hafi aukna vitund um eigið heilsu far, þekki einkenni um versnandi ástand og leiti úrræða, að þau geri kröfur og geti sett sektarkennd til hliðar, auk þess að næringar ástand batni. Einnig er horft til breytingar á notkun annarrar heil­ brigðis þjónustu. Minni notkun á tiltekinni þjónustu getur verið vísbending um betra ástand. Hins vegar getur það líka gerst að viðkomandi þarfnist meiri og fjöl­ þættari heilbrigðisþjónustu en hann hefur haft. Þá er mikilvægt að sú þjónusta sé viðeigandi og rétt tímasett. Aðalatriði hjúkrunar­ þjónustunnar Sjúklingi og fjölskyldu er mætt á þeirra eigin forsendum og í samvinnu er fundin leið til að takast á við heilsufarsvandann – heildstæð nálgun sem grund­ vallast á samráði. Virðing er borin fyrir einstakl­ ingum og fjölskyldum og þeirra reynsluheimi. Samskiptin eru gagnkvæm og leitast er við að skilja heilsufars­ vandann sameigin lega án þess að leggja dóm á hann né að ákveða úrræðin fyrir fram. Hagkvæmni og hámarks árangur haldast í hendur. Mynd 1. Fræðilegur rammi um hjúkrunarþjónustuna. Samræður Þátttaka fjölskyldu HeilbrigðiLíf með einkennum Aðgangur að heilbrigðisþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.