Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 20118 Skjólstæðingar og skipulag Skjóstæðingar göngudeildarinnar hafa margvíslegan heilsufarsvanda tengdan starfsemi lungna. Má þar nefna langt gengna lungnateppu, astma, „cystic fibrosis“, ýmsa vöðva­ og taugasjúkdóma ásamt öndunartengdum svefntruflunum sem þarfnast öndunarvélarmeðferðar. Margir hafa einnig aðra sjúkdóma og er tekið á heilsufarsvanda skjólstæðings og fjölskyldu eins og hann kemur fyrir í heild sinni. Alvarleg versnun eða langt genginn lungnasjúkdómur er algengasta ástæða þess að sjúklingum er vísað á göngudeildina. Samhliða eru hafðir til hliðsjónar þættir sem endurspegla alvarleika heilsufarsvanda sjúklings og fjölskyldu. Má þar nefna endurinnlagnir á sjúkrahús, að vera háður súrefni, mikið þyngdartap eða vannæring (BMI <22,5), kvíði og þunglyndi, að búa ein(n), auk erfiðra félags­ og fjölskylduaðstæðna. Heilbrigðisstarfsmenn vísa sjúklingum í hjúkrunarþjónustuna við útskrift sjúklinga af ýmsum legudeildum Landspítalans, einkum lungnadeildinni, dagdeild í Foss­ vogi og bráðamóttökunni. Í þessum til­ vikum hitta hjúkrunarfræðingar hjúkr­ unar þjónustunnar sjúklingana áður en þeir útskrifast heim. Lungnalæknar vísa sjúklingum, og fjölskyldum sem koma til þeirra á læknastofu eða á göngudeild, á þjónustuna auk þess sem tilvísanir koma frá heimahjúkrun. Heimavitjun við upphaf þess að sjúklingur og fjölskylda þiggur hjúkrunarþjónustuna leggur grundvöll að farsælli samvinnu. Í henni gefst tækifæri til að fá mikilvægar og yfirgripsmiklar upplýsingar um ástand og aðstæður sjúklings og fjölskyldu. Þá myndast traust og tengsl sem síðan er byggt á. Frekari heimavitjanir eru algengar ásamt komum á göngudeildina en símaviðtöl eru algengasta samskipta­ formið. Þannig er unnið úr því sem upp kemur í samræðum við sjúkling og fjölskyldu. Eins og fram hefur komið hafa sjúklingar oft fjölþætt heilsufarsvandamál og búa við félagslegan vanda. Margir eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar en þó vex hlutur ungra sjúklinga, einkum kvenna. Algengt er að sjúklingar eigi erfitt með að takast á við einkenni og afleiðingar sjúkdóms. Einnig er algengt að sjúklingar eigi erfitt með að standa á rétti sínum, glími við reykingar eða óbeinar reykingar og eigi í erfiðleikum með að fylgja læknisfræðilegri meðferð, einkum að taka innúðalyfin rétt, ásamt því að eiga í fjárhagserfiðleikum. Hjúkrunarþjónustan er eingöngu veitt á dagvinnutíma. Sjúklingar hafa farsíma­ númer hjúkrunarfræðings og geta hringt í hann hvenær sem er á dagvinnutíma. Fjöldi og tímalengd samskipta er ekki ákveðinn fyrir fram heldur byggist á mati á þörf hverju sinni. Enginn er útskrifaður frá hjúkrunarþjónustunni en margir taka sér hlé og hafa samband síðar þegar eitthvað ber út af sem þeir ráða ekki við sjálfir. Innbyrðis og þverfagleg samvinna við heilbrigðisstéttir Ein af grundvallarforsendum hjúkrunar­ þjónustunnar er að hana þarf að reka í samvinnu ýmissa aðila. Náin samvinna er við aðra hjúkrunarfræðinga á göngu deild lungnasjúklinga á A­3. Þar er reykleysis­ miðstöð, súrefnisþjónusta og fólki veitt hjúkrun sem hefur fengið eða bíður eftir lungnaskiptum. Samvinna um sameiginlega skjólstæðinga á göngudeild A­3 Reykleysismiðstöð – Veitt er reyk leysismeðferð skjólstæð­ ingum lungnadeildarinnar, annarra legudeilda á lyflækn­ inga sviði, auk skjól stæðinga göngu deildar A­3. Forstöðu veitir Ingibjörg K. Stefánsdóttir. Súrefnisþjónusta – Mat á mögu leikum til að nota heima­ súrefni og eftirlit með þeirri notkun er veitt öllum þeim skjól stæðingum sem á þurfa að halda. For stöðu veitir Stella Hrafn kels dóttir og með henni starfar Rósa Karlsdóttir. Lungnaskipti – Ráðgjöf, stuðn­ ingur og eftirlit með þeim sem bíða og hafa farið í lungna skipti er veitt af Stellu Hrafnkelsdóttur. Einnig er samvinna við fjölda hjúkrunarfræðinga af legudeildum Landspítalans, einkum lungnadeild en einnig öðrum deildum á lyflækningasviði, þar með talið öldrunardeildum á Landakoti, dagdeild B­7, bráðamóttöku, auk hjúkrunarfræðinga heimahjúkrunar, ýmissa hjúkrunarheimila, líknardeildar, heimahlynningar, heimaþjónustu Karítas, geðheimaþjónustu og lungnaendur­ hæfingardeildar á Reykjalundi. Að sama skapi er samvinna við lungnalækna, næringarráðgjafa, sjúkraþjálfara, félags­ ráðgjafa, iðjuþjálfa, sálfræðinga og presta. Þannig er um að ræða samvinnu innan og á milli stofnana og kerfa, það er að segja samvinna er ekki einungis við aðrar heilbrigðisstofnanir heldur einnig við félagsþjónustuna. Samvinnan fer fram í teymisvinnu og hefur skýrt markmið: Að greina og fullnægja þörfum sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og fjölskyldna þeirra á skjótan og árangursríkan hátt. Þar sem um flókin heilsufarsvandamál er að ræða er aðalatriðið að þekking og færni ólíkra faggreina sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Viðfangsefnið er skýrt og skilgreint og komist að hver er best til þess fallinn að gera hvað (Drink og Clark, 2000). Margs konar aðferðir eru notaðar. Má þar nefna að upplýsingum er miðlað, veitt er ráðgjöf, ný þjónustuúrræði eru skipulögð, þjónusta er samhæfð, leitað er leiða til að tryggja samfellu og komið er á fjölskyldufundum (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a). Þessi nána samvinna hefur leitt til grundvallarbreytinga á möguleikum til að bregðast við versnun á sjúkdómi. Má þar einkum nefna hversu hratt nú er hægt að breyta lyfjafyrirmælum, hefja nýja lyfjagjöf, leggja sjúkling á dagdeild í stað legudeildar áður eða jafnvel að sleppa við að fara á bráðamóttöku. Ekki er þó síður mikilvægt að fjölskyldur hafa nú betri forsendur til að bregðast við; þær hafa meiri þekkingu og skilning á einkennum og úrræðum. Þannig eru viðeigandi úrræði innan heilbrigðiskerfisins nýtt á skilvirkan hátt (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a). Samvinnan tekur til mikils fjölda heilbrigðisstarfsmanna þó einungis lítill

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.