Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 9 hópur vinni að málefnum hvers og eins sjúklings og fjölskyldu. Hjúkrunarfræðingur hjúkrunarþjónustunnar hefur jafnan frumkvæði að samvinnunni og vinnur á forsendum samráðs, hliðstætt samráðinu við skjólstæðingana. Einingin kringum hvern sjúkling vinnur sem ein heild að sameiginlegum markmiðum þar sem enginn einn hlekkur er mikilvægari en annar og öll sjónarmið mikilvæg. Það að leggja áherslu á að setja heilsufarsvanda sjúklings og fjölskyldu í samhengi við atburði og aðstæður í lífi þeirra hefur fengið sérstakt vægi í þessari samvinnu. Margoft koma óvænt fram önnur atriði en þau sem lúta beint að lungnasjúkdómnum sem nauðsynlegt er að vinna úr áður en tekist var á við vandamál tengd sjúk dómnum sjálfum. Má þar nefna félagslega einangrun og erfiðleika í samskiptum í fjölskyldu (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a). Með tilkomu hjúkrunarþjónustunnar varð þjónusta samhæfð sem áður var brotakennd og tilviljunarkennd (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a). Á það bæði við innan stofnana og á milli stofnana. Má nefna að útbúin hafa verið nokkurs konar öryggisnet fyrir mikið veika sjúklinga þar sem heilbrigðisstarfsmenn skipta með sér að vitja þeirra heima og að taka á móti þeim á göngudeild. Við það hefur náðst fram þéttara eftirlit og aukin öryggistilfinning fjölskyldunnar (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a). Einnig er mikilvægur þáttur hjúkrunar­ þjónustunnar að leiðbeina heimahjúkrun þannig að hún geti haldið áfram að sinna viðfangsefnum sem hafin er vinna við í hjúkrunarþjónustunni en sem síðan er sinnt með reglubundnum hætti af heimahjúkrun. Árangur og umfang hjúkrunarþjónustunnar Árangur hjúkrunarþjónustunnar er metinn í megindlegri og eigindlegum rann sóknum og með starfsemistölum Land spítalans. Hún hefur einnig fengið lof samlega umfjöllun stjórnenda Land­ spítalans. Í upp hafi var ráðinn einn meistara menntaður hjúkrunar fræðingur með sér þekkingu í hjúkrun langveikra lungna sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á fjórða ári starf seminnar var orðið ljóst að ráða þyrfti annan hjúkrunar fræðing og var það gert. Sá hefur sérþekkingu í fjöl skyldu hjúkrun og hjúkrun fólks með öndunar færavandamál, sérstaklega þeirra sem háðir eru notkun öndunarvéla. Starf ­ semin hefur haldið áfram að vinda upp á sig, sjúklingum hefur enn fjölgað, en nú án þess að brugðist hafi verið við með ráðingu hjúkrunarfræðings. Gerð var framvirk og afturvirk rannsókn þar sem saman var borinn fjöldi innlagna og fjöldi legudaga sex mánuði áður en sjúklingar hófu að þiggja hjúkrunarþjónustuna (T1), fyrstu sex mánuði frá upphafinu (T2) og að lokum næstu sex mánuði þar á eftir (T3) (Ingadottir og Jonsdottir, 2010). Niðurstöður sýndu tæplega 80% fækkun innlagna og legudaga þegar fyrsta tímabilið (T1) var borið saman við lokatímabilið (T3). Á fyrsta tímabilinu lögðust flestir þátttakenda inn á sjúkrahús og fengu þjónustuna í framhaldinu. Þetta þarf að hafa í huga þegar þessi mikla fækkun innlagna og legudaga er skoðuð. Í rannsókninni var sérstök áhersla lögð á annað tímabilið (T2). Á þessu 6 mánaða tímabili jukust lífsgæði, kvíði og þunglyndi minnkaði og líkamþyngdarstuðull hækkaði. Þessar breytingar voru allar tölfræðilega marktækar. Hins vegar var ekki marktækur munur á reykingum hjá þeim fáu einstaklingum sem enn reyktu. Flestir þeirra gerðu tilraunir til að hætta þó varanlegt reykleysi hafi ekki náðst á tímabilinu. Notkun á innúðalyfjum var ekki alls kostar rétt í upphafi. Eftir kennslu og aðstoð við líkamsbeitingu og öndun notuðu langflestir innúða rétt við lok T2. Sá árangur, sem fram kom í þessari rannsókn, var mun meiri en sýnt hafði verið fram á í rannsóknum á hjúkrunarstýrðri þjónustu fyrir fólk með LLT (Jonsdottir, 2008). Með aðhvarfsgreiningu var leitað skýringa en hún sýndi að enginn einn þáttur gæti skýrt breytingarnar á lífsgæðum og fjölda innlagna. Þessar niðurstöður styðja grundvallarforsendur þjónustunnar, þ.e. nauðsyn þess að koma til móts við skjólstæðinga á heildrænan hátt til að átta sig á og bregðast við því sem þeim liggur á hjarta og tengist heilbrigði þeirra (Ingadottir og Jonsdottir, 2010). Eigindlegar rannsóknir hafa varpað ljósi á þá reynslu og merkingu sem fjölskyldur leggja í að njóta hjúkrunarþjónustunnar (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a, 2011b). Í fyrri rannsókninni var byggt á viðtölum við fjölskyldumeðlimi auk samræðna á milli rannsakenda. Sú síðari var frásögn af reynslu einnar fjölskyldu. Í fyrri rannsókninni lögðu fjölskyldurnar áherslu á breytingar sem urðu hjá þeim sjálfum. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu var aðalatriði fyrir fjölskyldurnar og skapaði þeim öryggistilfinningu (Jonsdottir og Ingadottir, 2011a, 2011b). Sjúklingar og fjölskyldur vissu hvað gera þurfti til að bregðast við ef eitthvað fór úrskeiðis, bæði hvert hægt var að leita og ekki síður vissu þau hvernig þau sjálf gætu brugðist við til að stöðva vandamál í uppsiglingu. Ástand sjúklinga varð stöðugra eftir að þeir fengu hjúkrunarþjónustuna og þeir gátu notið lífsins betur. Áhyggjur og kvíði vegna hugsanlegrar versnunar minnkuðu að sama skapi. Með því að fjölskyldurnar og hjúkrunarfræðingarnir hófu að takast sameiginlega á við heilsufarsvanda sjúklinganna og það sem honum fylgdi breyttist þannig margt hjá fjölskyldunum. Því var líkt við umbreytingu þar sem samskipti urðu opnari, fjölskyldumeðlimir fengu tækifæri til að leggja sitt af mörkum og fjölskyldan varð samhentari. Starfsemisupplýsingar um hjúkrunar­ þjónustuna byggjast á skráningu í Sögu­ kerfinu og taka til vitjana á heimili, komur á göngu deildina og símtöl. Sem fyrr eru símtöl algengust en vitjanir á heimili taka að jafnaði lengstan tíma. Á mynd 2 má sjá umfang hjúkrunar­ þjónustunnar en það jókst jafnt og þétt fram til ársins 2010. Tölur frá fyrri hluta ársins 2011 benda til þess að hægt hafi á þessari aukningu. Nú er svo komið að biðlisti hefur myndast. Þetta er mjög alvarleg staða því flestir sjúklinganna koma í hjúkrunarþjónustuna beint eftir útskrift af sjúkrahúsi og glíma við vandamál sem þarfnast tafarlausrar athygli. Vandamálin geta að öðrum kosti leitt til endurinnlagnar á sjúkrahúsið með þeim alvarlegu afleiðingum sem það getur haft í för með sér. Hægingu á fjölgun í hjúkrunarþjónustuna má skýra með því að skjólstæðingum með sérlega erfiðan heilsufarsvanda hefur fjölgað og

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.