Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201124 Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is ÁHRIF EFNAHAGSKREPPUNNAR Á HEILBRIGÐIS­ ÞJÓNUSTU OG HEILBRIGÐISSTARFSMENN Á ÍSLANDI Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var einn af aðalfyrirlesurum á ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga á Möltu í byrjun maí sl. Hún flutti tvö erindi um áhrif efnahagskreppunnar hér á landi á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn. Erindin nefndi Elsa „A health care system in triage: When resources are scarce“ og „The impact of the economic crisis on nurses and the nursing profession in Iceland“. Í greininni hér á eftir hefur Elsa tvinnað saman helstu þætti úr erindunum tveimur. Þó erindin hafi verið samin fyrir erlenda áheyrendur ættu þau einnig að koma íslenskum lesendum að gagni. Íslendingar hafa löngum státað sig af góðri heilbrigðisþjónustu um allt land. Árangur af þjónustunni hefur verið góður á alþjóðlega mælikvarða. Menntunarstig heilbrigðistéttanna er hátt. Árið 1973 hófst háskólanám í hjúkrun á Íslandi og frá 1986 hefur grunnnám hjúkrunarfræðinga eingöngu verið kennt í háskólum sem fjögurra ára nám sem lýkur með B.Sc.­ prófi. Yfir helmingur hjúkrunarfræðinga Valetta, höfuðborg Möltu. hefur lokið formlegu framhaldsnámi og um 2% hafa doktorspróf. Nánast allir læknar ljúka framhaldsnámi og fá sérfræðiviðurkenningu. Heilbrigðiskerfið á Íslandi Hið íslenska heilbrigðiskerfi hefur verið skilgreint sem félagslegt kerfi og í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 segir að „allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Samkvæmt skilgreiningum er þjónustan í félagslegum heilbrigðiskerfum fyrst og fremst fjármögnuð af hinu opinbera sem skipuleggur þjónustuna og greiðir fyrir hana þeim sem hana veita. Þjónustugjöld eiga að vera lág eða jafnvel engin og kerfinu er ætlað að tryggja öllum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.