Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 27 verið 64 ár en út af efnahags kreppunni má reikna með að margir seinki töku lífeyris um eitt til tvö ár. Það er því full ástæða til að halda vöku sinni. FÍH leggur áherslu á nauðsyn þess að tryggt sé að nægur fjöldi hjúkrunarfræðinga ljúki námi á ári hverju til að tryggja þarfir samfélagsins fyrir hjúkrunarþjónustu, ekki hvað síst þegar efnahagur þjóðarinnar fer að rétta úr kútnum. Þá má búast við aukinni eftir­ spurn eftir hjúkrunarfræðingum og þá kann skorturinn að verða meiri en nokkru sinni. Þegar kjarasamningar félagsins voru gerðir sumarið 2008 var meða ls tar fsh lut fa l l h júkrunar­ fræðinga komið niður undir 70% og hjúkrunarfræðingar treystu á yfirvinnu til að auka tekjur sínar. Hlutfall yfirvinnu af heildar vinnutíma hjúkrunarfræðinga var 32%. Slíku vinnuskipulagi einu og sér fylgir mikið álag. Stjórnendur áttu erfitt með að skipu leggja vaktir, óvissa um mönnun og álag var mikil, hjúkrunar­ fræðingar fengu ekki frið í frítíma vegna beiðna um að mæta á aukavaktir, þjónustan var ekki eins góð og hún hefði getað verið vegna óvissu um mann­ aflann og svona mætti áfram telja. Til að vinna gegn þessari óæskilegu þróun var ákveðið í fyrrnefndum kjara samningum að auka mjög vægi dag vinnulauna á kostnað yfirvinnu greiðslna. Á þann hátt vildi félagið auka tekjur allra hjúkrunarfræðinga, líka þeirra sem ekki áttu kost á yfirvinnu, og auka gæði þjónustunnar með betra starfsumhverfi. Þó aðeins fjórir mánuðir hafi liðið frá undirritun samninganna fram að hruni bankanna mátti sjá breytingar á starfshlutfalli hjúkrunarfræðinga. Það fyrsta sem stjórnendur heilbrigðisstofnana gripu síðan til, þegar þeim var gert að lækka rekstrarkostnað, var að banna alla yfirvinnu. Breytingin á vægi dagvinnu og yfirvinnu í launum hjúkrunarfræðinga hefði því ekki getað komið á betri tíma. Kjarakannanir félagsins sl. tvö ár sýna að sú aukning, sem fljótt sást á meðal­ starfshlutfalli, hefur haldist og er nú 84%. Meðalgrunnlaun hafa hækkað lítillega og eru nú um 342.000 krónur á mánuði fyrir fulla vinnu eða rúmlega 2.100 evrur á núverandi gengi íslensku krónunnar, sem er vel að merkja ekki hagstætt okkur um þessar mundir. Í mars 2008, áður en gengi íslensku krónunnar féll, samsvöruðu þessi meðallaun um 3.000 evrum. Yfir 90% hjúkrunarfræðinga segja að dagvinnulaun þeirra séu óbreytt frá því fyrir bankahrun. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsumhverfi og vinnutíma hjúkrunar­ fræðinga. Margar litlar stofnanir á lands­ byggðinni hafa verið sameinaðar þannig að heilbrigðisstofnanir þar ná nú yfir stór svæði. Verkefni hafa verið færð til þannig að á minni stöðum, þar sem fyrir nokkrum árum voru sjúkrahús með lyflæknis­ meðferð og jafnvel skurðstofum, er nú nánast einungis heilsugæsluþjónusta og öldrunar þjónusta. Hjúkrunarfræðingum hefur fækkað því ekki er ráðið í stöður sem losna. Á Landspítala hafa deildir verið sameinaðar og sólarhingslegudeildum verið breytt í fimm daga deildir eða dagdeildir. Þessar breytingar hafa meðal annars leitt til þess að nú starfar rúmlega helmingur hjúkrunarfræðinga á Íslandi í dagvinnu. Slík breyting á vinnutíma hefur ekki aðeins haft áhrif á laun hjúkrunarfræðinga heldur einnig á hjúkrunina sjálfa. Umfang hjúkrunar á legudeildum hefur aukist þar sem allir sjúklingar, sem geta, koma nú á dag­ og göngudeildir. Hjúkrunarfræðingar hafa þurft að breyta sínu starfi til að aðlagast hjúkrun á dagdeildum þar sem fræðsla og stuðningur við sjúklingana og fjölskyldur þeirra er stærri hluti starfsins. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar á legudeildum þurft að breyta sínu starfi, forgangsraða störfum sínum enn frekar en áður og meta hvað er mikilvægast til að sjúklingarnir fái örugga hjúkrun. Stjórnendur reyna eftir fremsta megni að komast hjá því að kalla út aukavaktir vegna veikinda til að minnka kostnað. Álag á þá sem eru í starfi verður því meira. Slíkt getur skapað vítahring enda sýna upplýsingar Landspítala nú að veikindi hafa heldur aukist á milli ára. Á Landspítala hafa á undanförnum árum reglulega verið gerðar kannanir á starfs­ ánægju hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta þar. Slík könnun var síðast gerð í nóvember 2010 og leiðir hún ýmislegt áhugavert í ljós hvað varðar starfsumhverfi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Ég ætla að nefna hér nokkur atriði sem ég tel sérstaklega athygliverð: • Rúm 70% hjúkrunarfræðinganna töldu að á þeirra starfseiningu/deild væru skapaðar aðstæður til að veita góða þjónustu. • Um 50% töldu sig hafa góða möguleika á að afla sér sí­ og endurmenntunar í núverandi starfi. • Yfir 70% höfðu sótt einhvers konar sí­ og endurmenntunarnámskeið á sl. 12 mánuðum. • Um 95% hjúkrunarfræðinganna töldu að menntun þeirra og þjálfun nýttist vel í núverandi starfi. • 85% eru ánægðir í starfi þegar á heildina er litið. • Þó eru aðeins 55% ánægðir með núverandi vinnuaðstöðu sína. • Um 25% töldu sig ekki hafa tíma til að ljúka verkefnum sínum þannig að þeir væru ánægðir með þau. • Rúm 75% segja að vinnuálag í starfi sé mikið eða mjög mikið. • 55% segja streitu í starfi mikla eða mjög mikla. • Þegar spurt var um hvaða áhrif ýmsir ótilgreindir þættir í starfi eða starfsumhverfi hjúkrunarfræðinganna hefðu haft á líðan þeirra á síðasta ári, töldu 50% hjúkrunarfræðinganna þessa þætti hafa leitt til aukinnar þreytu og 35% til líkamlegra álagseinkenna. Ef niðurstöður þessarar könnunar eru bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar frá 2006, þegar allt lék í lyndi í efnahagsmálum þjóðarinnar, kemur í ljós að: • starfsánægja hefur aukist • möguleikar á sí­ og endurmenntun hafa hins vegar minnkað • vinnuálag er mjög sambærilegt • en streita hefur aukist. Rétt er að ítreka að rúmur helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi starfar á Landspítalanum. Fyrir utan Sjúkra húsið á Akureyri er Landspítali eina sérgreinasjúkrahúsið á landinu og takmarkar það mjög starfsmöguleika hjúkrunarfræðinga. Þeir þurfa í raun að flytja af landi brott ef þeir una sér ekki á Landspítalanum. Á landsbyggðinni er víðast sambærilega sögu að segja. Reynt er að hagræða eins og kostur er, ekki er ráðið í störf sem losna, útköll vegna veikinda eru í lágmarki og álag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.