Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201132 Inger gat ekki sannað hvenær og hvar hún smitaðist en hefur samt fengið lifrarbólguna viðurkennda sem vinnu­ tengd veikindi. „C­lifrarbólga er ný veira sem kom ekki fram fyrr en á tíunda áratugnum. Vitað er að ég smitaðist fyrir 1997 og ég hef alltaf unnið á skurðstofu þannig að það tókst að sannfæra yfirvöld um að það sé langlíklegast að ég hafi smitast á skurðstofu. Ég hef lifað mjög heilsusamlegu lifi og hef aldrei fengið blóðgjöf eða þess háttar,“ segir Inger. Þar sem hún getur ekki tekið vaktir hefur hún lækkað í launum. Því fær hún nú uppbót frá sjúkratryggingunum. Fyrir utan áfallið og veikindin, sem fylgja lyfja með­ ferðinni, getur það verið mikil vinna að standa í því að sækja sinn rétt. Inger fékk ókeypis lögfræði aðstoð hjá norska hjúkrunar félaginu en hún telur lögfræðing félagsins eiga stóran þátt í að viðurkennt var að hún hefði smitast í vinnu. „Ef lögfræðingsins hefði ekki notið við veit ég ekki hvort ég hefði ráðið við þetta sjálf. Ég hef stóra möppu alveg fulla af pappírum um þetta – vottorðum, bréfaskriftum hingað og þangað,“ segir Inger. Að sögn Inger telur læknir hennar að hún geti lifað í mörg ár án þess að finna fyrir veikindum. Hún er einkennalaus og blóðprufur og ómun sýna að lifrin er í lagi. En það getur líka breyst hratt. Nú er Inger 66 ára og stutt er í eftirlaunin. „Nú er bara að vona það besta. En ég er gangandi smitberi og ég þarf að hugsa um það, til dæmis ef ég sker mig,“ segir hún. Inger hvetur að lokum alla til þess að hugsa vel um að vernda sig, nota tvöfalda hanska, fara varlega með öll oddhvöss áhöld og láta athuga sig strax ef svo illa vill til að menn stinga sig. Sá sem stingur sig á nál eða öðru oddhvössu áhaldi getur lítið gert annað en að þvo sér vel og vona að sjúklingurinn hafi ekki verið smitaður. Ekki er til bóluefni og lyfjameðferð hrífur yfirleitt ekki vel. Forvarnir eru því úrslitaatriði. Fyrir skurðstofuhjúkrunarfræðinga eins og aðra sem komast í snertingu við blóð eru góðar vinnuaðferðir mikilvægar. Nota þarf réttu hanskana og fara varlega með öll áhöld. Bera þarf kennsl á sjúklinga sem geta verið smitaðir og íhuga að rannsaka blóð þeirra fyrir aðgerð. Rætt hefur verið um að skima eftir C-lifrarbólguveirunni reglulega hjá starfsfólki á skurðstofum. Forvarnir við C­lifrarbólgu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.