Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 39 Hún hafði náð skjótum frama og var orðin yfirvarðstjóri og yfirmaður lögreglu­ skólans. Við hana var ekki tekið viðtal því að hún átti ekki afturkvæmt. Kathy var kona sem vildi geta gert allt það sem karlmenn gera. Þegar hún útskrifaðist úr hjúkrunarskólanum neitaði hún að bera kappa þar sem karlarnir fengu ekki slíkan búnað. Hún fékk eiginmanninn til að kenna sér að nota keðjusög. Þegar hún heyrði af árásinni á turnana tvo fór hún strax af skrifstofu sinni og beint inn í turn númer eitt. Þegar hún var komin vel inn sá hún að snúningshurð hafði stansað þannig að dyrnar voru fullar af fólki. Hún tók þá upp skammbyssu sína og skaut í rúðurnar þannig að fólkið komst út. Sjónarvottar sögðust hafa séð hana á 26. hæð en hún hefur svo farið niður aftur. Kathy fannst ekki fyrr en í febrúar árið eftir, í anddyri turns númer eitt ásamt fimm öðrum björgunarmönnum og konu í hjólastól. Talið er að þau hafi verið að reyna að koma konunni út þegar sprenging varð. Áhugavert hefði verið að sjá í bókinni sögu Mariu Reginu Shane en hún er hjúkrunarfræðingur og vinnur enn þá við það í World Trade Center. Hún var í vinnunni 11. september 2001 og einnig 26. febrúar 1993 en þá var líka ráðist á bygginguna. En það er líklega ósanngjarnt að krefjast þess að bókin fjalli um hana. Hún átti alla tíð að fjalla um lögreglu­, sjúkraflutninga­ og slökkviliðskonur þó að nokkrar aðrar hafi fengið að fljóta með. Það væri hins vegar óskandi að einhvern tíma yrði skrifuð bók um þátt hjúkrunarfræðinga í þessum björgunarstörfum. Fulltrúi nema og nýbrautskráðra hjúkrunar fræðinga Í lok ágúst var ráðin til félagsins Eyrún Ösp Guðmundsdóttir en hún mun í 20% starfshlutfalli sinna málefnum hjúkrunarnema og nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Starfi hennar ber heitið „fulltrúi nema og nýbrautskráðra hjúkrunar- fræðinga“. Eyrún Ösp lauk sjálf námi í júní sl. og hefur því ferska reynslu af því að vera hjúkrunarnemi. Hún starfaði áður sem sjúkraliði og náði að vinna á skurðstofunni í Fossvogi og á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi sem hjúkrunarnemi. Hún eignaðist svo barn á nematímanum þannig að starfsreynslan varð stutt. Nú starfar hún sem skólahjúkrunarfræðingur. Hún sótti um starfið sem fulltrúi nema þar sem henni fannst það mjög spennandi tækifæri að kynnast nýju fólki og hafa áhrif innan félagsins. „Mig langar að virkja unga fólkið,“ segir hún. „Mitt hlutverk er að kynna félagið út á við, fá nema og nýútskrifaða að verða virkir í félaginu, koma á fundi og hafa áhrif. Það þarf að breikka rödd félagsins, oft er það bara sömu raddirnar sem heyrast á fundum. Mitt markmið er að fá ungt fólk að taka þátt. Einnig vil ég auka réttindi hjúkrunarnema. Þeir hafa oft unnið mikið við útskrift en hafa ekki kynnt sér réttindi sín.“ Hlutverk Eyrún Aspar er einnig að vera alþjóðatengiliður og taka þátt í samstarfi hjúkrunarnemafélaga á Norðurlöndum. Hún fór á sinn fyrsta fund um miðjan september sl. en þá var rætt um samhæfingu hjúkrunarnámsins á Norðurlöndum og einnig um Bolognasamkomulagið svokallaða. Eyrún Ösp verður að jafnaði við á föstudögum en hægt er einnig að ná sambandi við hana með tölvupósti. Netfang hennar er eyrun@hjukrun.is. Eyrún Ösp Guðmundsdóttir. Fr ét ta pu nk tu r   

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.