Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201146 hvers konar umönnun heilbrigðisteymi vill veita og hvernig æskilegt væri að haga samstarfi innan teymisins og við sjúklinga og notendur þjónustunnar. Annars staðar gæti hvatinn átt rætur að rekja til pólitískrar ákvarðanatöku eða stefnu fyrirtækis eða stofnunar. Hvað sem því líður þá liggja ávallt þrjár meginreglur til grundvallar samstarfi innan teymis og við hagsmunaaðila: samvinna, þátttaka og sameining. Til dæmis komst ég að því nýlega, þegar ég var að vinna að verkefni í samvinnu við þrjú bráðasjúkrahús þar sem starfa 400 hjúkrunarfræðingar með sérmenntun, að í upphafi verkefnisins gætti mikillar tortryggni og hræðslu um að störfum gæti fækkað. Það bragð að draga inn utanaðkomandi ráðgjafa væri einmitt fyrsta skrefið í þá átt. Mér tókst þó að breyta viðhorfum hjúkrunarfræðinganna með því að fylgja meginreglunum þremur og með því að beita aðferðum SE í samvinnuverkefni um byggingu umgjarðar fyrir einstaklingsmiðaða, örugga og árangursríka hjúkrun og umhverfi sem viðheldur þessum gildum. Eftir þrjá mánuði höfðu hjúkrunarfræðingarnir lagt upp í vegferð sem sýndi að þeir voru á góðri leið með að eflast í starfi og ná tökum á eigin málum, auk þess sem þeir sáu fyrir sér hvernig þeir gætu verið virkir þátttakendur í áætlanagerð stofnananna. Nám í starfi Auk áherslu á samvinnu felur SE í sér hugmyndir um virkt nám sem tekur tillit til ólíkra námsaðferða og námsvenja (Dewing, 2008), svo sem ígrundunar, vinnutengds náms (Manley o.fl., 2009) og skapandi náms (Titchen og McCormack, 2008). Hið síðastnefnda gerir einstaklingum kleift að nota skapandi hugsun við að fjalla um og takast á við aðsteðjandi heilbrigðisvandamál. Í vinnutengdu námi verður vinnustaðurinn helsta uppspretta náms og kerfisbundins mats, en áherslan á kerfisbundið mat er einmitt það sem greinir SE frá annars konar þróunarvinnu sem ekki er hægt að viðhalda vegna þess að mælanlegra niðurstaðna hefur ekki verið aflað (Garbett og McCormack, 2004). Svo hægt sé að nýta hin margvíslegu tækifæri til náms og mælinga þarf vinnustaðurinn að hafa þjálfaða leiðbeinendur sem hvetja til árangurs, þekkingaröflunar og framþróunar (Manley og Titchen, 2011). Mikilvægi þekkingaröflunar og þróunar tengist verkefnum á vinnustaðnum fremur en hefðbundnum aðferðum sem miða nær eingöngu að því að miðla þekkingu og skilningi til annarra. Í vinnutengdu námi fær heilbrigðisstarfsfólk og heil­ brigðis teymi leiðsögn við að skoða eigin störf, vinna kerfisbundið að breytingum á þeim og við að meta áhrif breytinganna á sjúklingana og aðra. Þessi tegund náms felur alltaf í sér að unnið sé með hagsmunaaðilum við lausn á vandamálum þeirra og áhyggjuefnum. Enda þótt til séu nýlegri útfærslur á SE, þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái tækifæri til að blómstra, hef ég viljandi notað eldri útgáfu (Garbett og McCormack, 2004) til að draga upp sem einfaldasta mynd af meginþáttum SE og hvernig þeir tvinnast saman (sjá mynd nr. 2). Hin alþjóðlega samstarfsnefnd um starf­ endaeflingu (IPDC) hefur gert mikið til að auka aðferðafræðilegan skilning okkar á mikilvægustu hugtökum SE með frekari mótun heildarhugmynda og fræðilegri umfjöllun um þætti á borð við skilvirkan stofnanabrag, framgang, mat og sköpun og einnig niðurstöður og mælanlegan afrakstur SE. Næsta verkefni er að breiða aðferðafræðina frekar út meðal stefnumótenda og stjórnenda í Bretlandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. IPDC vinnur að því að skilgreina þau tæki sem SE hefur að bjóða til að ná tilætluðum árangri og viðhalda honum. Bent hefur verið á mikilvægi greiningarinnar á hugtakinu skilvirkur stofnanabragur í þessu samhengi (Manley o.fl., 2011; Manley o.fl., í prentun). Hugtakagreiningin (Manley o.fl., í prentun) hefur það markmið að skilgreina birtinga rmynd hins skilvirka stofnana­ brags, hvernig hægt er að skapa slíkt starfsumhverfi og hversu mikilvægt það gæti orðið. Greiningin tiltekur fimm eiginleika skilvirks stofnanabrags: • tíu gildi er varða meginsviðin þrjú – einstaklingsmiðun, árangursríka hjúkrun og starfshætti; • reynsla af gildunum kemur fram í starfi og þau endurspegla sameiginleg áform; • heilbrigðisteymi sýna aðlögunarhæfni og beita skapandi aðferðum; Mynd 2. Líkan af starfendaeflingu (Garbett og McCormack, 2004). U m br ey tin g á s tofn anabrag og umönnunarum hverfi Gildi og viðhorf Einstaklingsmiðuð hjúkrun Kerfisbundin og nákvæm Nám í starfi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.