Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 47 • breytingar spretta af þörfum sjúklinga og skjólstæðinga; • gildunum er viðhaldið á kerfisbundinn hátt með þekkingaröflun, beitingu mats aðferða og sameiginlegum stjórn unar háttum sem veita jafnframt leið sögn og styðja við starfshætti og ákvarðanatökur sem endurspegla þessi gildi. Þessi rammi hjálpar þeim sem starfa að faglegri framþróun við að skapa skilvirkan stofnanabrag með því að beina einnig sjónum að einstaklingsbundnum og stofnanalegum þáttum, til dæmis skýrri verkaskiptingu, breytingastjórnun og faglegri leiðsögn (Manley o.fl., í prentun). Áherslan á stofnanabraginn er mikilvæg þar sem gæðahjúkrun er háð því að allir tileinki sér sameiginleg gildi og vinni í samræmi við þau. Gæði í heilbrigðisþjónustu geta ekki byggst á framúrskarandi ummönnun nokkurra starfsmanna. Þess í stað verða allir að leggjast á eitt þannig að gæði verði að viðtekinni hefð og órjúfanlegum hluta starfsins. Starfendaefling skilgreind Að lokum má lýsa SE sem margþættum aðgerðum sem nýta samvinnu, sam einingu og þátttöku við að ná fram breytingum hjá einstaklingum og teymum, í starfsháttum og í stofnanabrag. Breytingarnar auka skilvirkni og gefa öllum færi á að eflast og blómstra. Með því að ná fram þeim fimm eiginleikum, sem einkenna skilvirkan stofnanabrag, má þannig ætla að tilgangi og sjálfbærni SE sé náð (Manley o.fl., 2011). Ég mun að lokum setja fram nýjustu skilgreininguna á SE (Manley, McCormack og Wilson, 2008, bls. 9) en hún skiptist í eftirfarandi þætti: • Starfendaefling felur í sér að móta stöðugt þjónustuviðhorf í áttina að einstaklingsmiðun. • Því er ýtt af stað af leiðbeinendum sem aðstoða einstaklinga og teymi af eindrægni við að tengja persónulega eiginleika og skapandi hugsun við faglega færni og þekkingu. • Sú þekking, sem skapast, stuðlar að umbreytingum í starfsháttum ein staklinga og starfshópa. • Vinnuferlinu og afrakstri þess er við haldið með því að fella hvort tveggja inn í stefnumótun stofnunarinnar. Nýtt rafrænt tímarit, International Journal of Practice Development, er áhugavert fyrir þá sem vilja kynna sér SE nánar. Aðgangur að tímaritinu, sem er afrakstur af samvinnu alþjóðlegu samstarfs nefndarinnar um starfendaeflingu (IPDC) og góðgerðarsamtakanna Foundation of Nursing Studies, er öllum opinn án endurgjalds. Heimildir Dewing, J. (2008). Becoming and being active learners and creating active learning workplaces: The value of active learning. Í K. Manley, B. McCormack og V. Wilson (ritstj.), International Practice Development in Nursing and Healthcare. Oxford: Blackwell, 273­294. Garbett, R., og McCormack, B. (2004). A concept analysis of practice development. Í B. McCormack, K. Manley og R. Garbett (ritstj.), Practice Development in Nursing. Oxford: Blackwell, 10­32. Kitson, A.L., Rycroft­Malone, J., Harvey, G., McCormack, B., Seers, K., og Titchen, A. (2008). Evaluating the successful implementation of evidence into practice using the PARIHS framework: Theoretical and practical challenges. Implementation Science, 3, 1. Manley, K., McCormack, B., og Wilson, V. (ritstj.) (2008). International Practice Development in Nursing and Healthcare. Oxford: Blackwell. Manley, K., Titchen, A., og Hardy, S. (2009). Work­based learning in the context of contemporary health care education and practice: A concept analysis. Practice Development in Health Care, 8 (2), 87­127. Manley, K., og Titchen, A. (2011). Being and becoming a consultant nurse: Towards greater effectiveness through a programme of support. London: RCN. Manley, K., Crisp, J., og Moss, C. (2011). Advancing the practice development outcomes agenda within multiple contexts. International Practice Development Journal, 1 (1), 4. grein. Manley, K., Sanders, K., Cardiff, S., Webster, J. (í prentun). Effective workplace culture: The attributes, enabling factors and consequences of a new concept. International Practice Development Journal. McCormack, B., og McCance, T. (2010). Person­Centred Nursing: Theory and Practice. Chichester: John Wiley. McCormack, B., Manley, K., og Walsh, K. (2008). Person­centred systems and processes. Í K. Manley, B. McCormack og V. Wilson (ritstj.), International Practice Development in Nursing and Healthcare. Oxford: Blackwell Publishing, 17­58. Rycroft­Malone, J., Harvey, G., Seers, K., Kitson, A., McCormack, B., og Titchen, A. (2004). An exploration of the factors that influence the implementation of evidence into practice. Journal of Clinical Nursing, 13 (8), 913­924. Rycroft­Malone, J. (2004). Research Implementation: Evidence, context and facilitation – The PARIHS framework. Í B. McCormack, K. Manley og R. Garbett (ritstj.), Practice Development in Nursing. Oxford: Blackwell, 118­147. Titchen, A., og McCormack, B. (2008). A methodological walk in the forest: Critical creativity and human flourishing. Í K. Manley, B. McCormack og V. Wilson (ritstj.), International Practice Development in Nursing and Healthcare. Oxford: Blackwell, 59­83. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.