Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 57
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Algengt er að beita lyfjameðferð við þunglyndi og kvíða en
lyf eru oft dýr bæði fyrir þjóðarbúið og einstaklinginn sem
notar þau. Kostnaður vegna tauga og geðlyfja vegur mest
í heildarlyfjakostnaði þjóðarinnar (Tryggingastofnun ríkisins,
2008). Lyfjameðferð fylgja stundum erfiðar aukaverkanir, þessu
til viðbótar hefur örorka á Íslandi vegna geðröskunar aukist
bæði hjá körlum og konum síðan 1990. Geðröskun hrjáði 40%
þeirra karla sem voru á skrá hjá Tryggingastofnun ríkisins árið
2005 vegna örorku en algengustu orsakir örorku hjá konum
voru stoðkerfisvandamál (35%) og geðröskun (31%) (Sigurður
Thorlacius o.fl., 2007).
Mörg úrræði eru í notkun í heilbrigðiskerfinu við þunglyndi
og kvíða, svo sem lyf, rafmeðferð, viðtalsmeðferð, hugræn
atferlismeðferð og fleira en samt sem áður virðist þörf fyrir
fleiri úrræði miðað við þá sjúkdómsbyrði sem þunglyndi veldur.
Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og aðrir leiti fleiri leiða til að
aðstoða þunglynda og kvíðna einstaklinga við að ná tökum á
sjúkdómseinkennum sínum en þar getur svæðameðferð verið
góð viðbót.
Svæðameðferð
Svæðameðferð teygir rætur sínar til tveggja mismunandi
kenninga. Í fyrsta lagi eru það kenningar hefðbundinnar
kínverskrar læknisfræði. Sá hluti kínverskrar læknisfræði,
sem sterkast tengist vestrænni svæðameðferð, byggist á
kenningunni um orkuflæði, orkubrautir og orkubrautarpunkta
og að orkubrautir liggi og tengist eins og „þráðlaust net“ um
líffæri og líkamshluta. Komi hindranir í orkuflæðið getur það
truflað líkamsstarfsemi og valdið vanheilsu (Dougans, 2001;
Överbye, 1982). Í öðru lagi má rekja ræturnar til kenninga
vestrænnar svæðameðferðar sem kenndar eru við Eunice
Ingham en þær ganga út á að allur líkaminn, líffæri, kirtlar,
vöðvar og bein, endurspeglist í fótum og höndum og að
samband sé milli samsvarandi svæða (Dougans, 2001).
Svæðameðferð (zone therapy, reflexology) er sérhæfð
þrýstinuddmeðferð þar sem ákveðin svæði, til dæmis fætur
eða hendur, eru meðhöndluð með þrýstinuddi til að hafa áhrif
annars staðar í líkamanum og þrýstingi er beitt á punkta á
orkubrautum líkamans. Við meðhöndlun er farið eftir kortum
af orkubrautum líkamans og kortum af fótum og höndum sem
endurspegla líkamann.
Áhrif svæðameðferðar eru fjölmörg en meðferðin er talin losa
hindranir í orkuflæði samhliða því að örva losun úrgangsefna þar
sem ferli hreinsunar fer af stað (Ingham, 1984; Gunnarsdottir
og Jonsdottir, 2010). Í svæðameðferð eru notaðar ákveðnar
aðferðir til að ná fram slökun til þess að draga úr kvíða og
lífeðlisfræðilegum viðbrögðum líkamans við streitu og stuðla
að úrvinnslu tilfinninga. Allt þetta veitir vellíðan og bætir stjórn á
aðstæðum (Poole, Glenn og Murphy, 2007). Svæðameðferð er
talin virkja náttúrulegan kraft manneskjunnar til að ná jafnvægi
eða bata. Markmið hennar er að styrkja líkamann til sjálfshjálpar
og hjálpa einstaklingum að takast á við sjúkdóminn fremur en
að lækna hann (Alderson, 2007).
Bakgrunnur rannsóknar
Wang og félagar (2008) gerðu kerfisbundna úttekt á áhrifum
svæðameðferðar þar sem meðferðin hafði verið rannsökuð
með framvirku, slembuðu rannsóknarsniði (RTC). Af þeim
27 rannsóknum, sem birtar höfðu verið frá 1996 til 2007,
reyndust aðeins fimm rannsóknir uppfylla skilyrði fyrir úttekt
þeirra. Viðfangsefni þessara fimm rannsókna var mjög
breytilegt: Rannsökuð voru áhrif svæðameðferðar á einkenni
breytingaskeiðs, mænusigg, astma, órólegan eða ertandi
maga og bjúg á fótum við lok meðgöngu. Wang og félagar
herma að úttekt þeirra hafi sýnt að ekki sé hægt að segja að
svæðameðferð hafi áhrif nema á einkenni frá þvagfærum meðal
fólks með mænusigg. Þeir telja að engin merki hafi fundist um
að svæðameðferð hafi valdið þátttakendum skaða.
Áhrif svæðameðferðar hafa verið rannsökuð á verki (Kober o.fl.,
2002; Launsö og o.fl., 1999). Rannsókn Kober og félaga sýndi
að þrýstipunktameðferð hafði áhrif á verki sjúklinga sem verið var
að flytja á slysadeild eftir áverka sem ekki töldust lífshættulegir,
svo sem beinbrot eða mar, þar sem sjúkraflutningamönnum er
ekki leyft að gefa lyf í æð. Rannsóknin fór fram í Vín í Austurríki
og var 60 sjúklingum skipt í þrjá hópa. Hjá hóp A var þrýst
á virka punkta en það eru þrýstipunktar á orkubrautum sem
hafa áhrif á verki. Hjá hóp B var þrýst á shampunkta en það
eru sýndarpunktar eða óvirkir punktar og hjá hóp C var engin
meðferð veitt. Matstæki rannsóknarinnar voru verkjakvarði
(visual analog scale) auk þess sem lífsmörk voru mæld.
Þátttakendur voru meðhöndlaðir með þrýstipunktameðferð
í 3 mínútur áður en þeir voru bornir í sjúkrabílinn að Chóp
undanskildum. Við komu á slysadeild reyndust þeir sem fengu
virka þrýstipunktameðferð hafa marktækt minni verki, hægari
hjartslátt og voru með minni kvíða heldur en hinir hóparnir
tveir. Ályktanir af niðurstöðum voru þær að meðferðin reyndist
áhrifarík, einföld í notkun og bætti ástand og meðferð þeirra
sem fengu virka þrýstipunktameðferð.
Framvirk rannsókn Launsö og o.fl. (1999) beindist að áhrifum
svæðameðferðar á mígrenihöfuðverk 220 sjálfboðaliða.
Gögnum var safnað á 6 mánaða tímabili, úr dagbókum,
viðtölum, skráningarskemum frá meðferðaraðilum og
spurningalistum. Mat þátttakenda sýndi að 78% þeirra
töldu sig hafa fengið bata eða lækningu á mígreni en hluti
þeirra hafði breytt lífsstíl sínum. Höfundar komust að þeirri
niðurstöðu að svæðameðferð bætti almenna líðan og yki orku,
líkamsmeðvitund og skilning á ástæðum höfuðverkjarins. Þrátt
fyrir annmarka gefur rannsóknin til kynna góð almenn áhrif af
svæðameðferð og áhrif á höfuðverk.
Áhrif svæðameðferðar á kvíða hafa verið rannsökuð með
framvirku, slembuðu rannsóknarsniði (Gunnarsdottir og
Jonsdottir, 2007; Quattrin o.fl., 2006; Stephenson o.fl., 2000;
Ross o.fl., 2002; Vicar o.fl., 2007). Rannsókn Vicar og félaga
var gerð í þeim tilgangi að kanna hvers konar rannsóknarsnið
væri árangursríkt til að rannsaka áhrif svæðameðferðar á
kvíða. Rannsóknaraðferðin var tilraunasnið (crossover design)
þar sem hver hópur verkaði sem eigin samanburðarhópur.
Kvíði var metinn með kvíðakvarða Spielberger og lífsmörk