Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 67
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 63
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
ekki á lyfjum að óþörfu. Þátttakendur voru almennt í sambandi
við sinn lækni en ekki í annarri meðferð en lyfjameðferð á
rannsóknartímanum. Þátttakendur töluðu ekki um að meðferðin
truflaði áhrifin af lyfjatöku þeirra. Í þessari rannsókn fengu báðir
hópar sömu meðferð og því ekki þörf á að beita blindun fyrir
þátttakendur, hins vegar vissu græðarar ekki um skiptingu
í hópa. Að síðustu má nefna að engir brestir komu fram við
framkvæmd og skipulag rannsóknarinnar. Engin skilyrði voru
sett um kyn en aðeins einn karl valdist í úrtakið (6%) og getur það
ekki talist þversnið af þunglyndum og kvíðnum einstaklingum.
LOKAORÐ
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að
hafa umtalsverð áhrif á líðan þunglynds og kvíðins fólks með
svæðameðferð. Rannsóknin er liður í því að bæta við og efla
þekkingargrunn um áhrif og árangur svæðameðferðar á kvíða
og þunglyndi en slíkur grunnur er mikilvægur til að viðhalda
notkun á meðferðinni innan hjúkrunar. Skilningur og aðgangur
að gagnreyndum upplýsingum um óhefðbundna meðferð á borð
við svæðameðferð getur hjálpað hjúkrunarfræðingum að velja
viðeigandi meðferð. Þunglyndi hefur í för með sér mjög neikvæð
áhrif á líf einstaklinga og fjölskyldur þeirra og sjúkdómurinn er
einnig erfiður samfélaginu vegna meðferðarkostnaðar og
neikvæðra áhrifa á þjóðarframleiðslu (Landlæknisembættið,
2007). Að geta boðið upp á fjölbreytt meðferðaúrræði án
hliðarverkana er því mikilvægt fyrir samfélagið í heild.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru hvatning til frekari rannsókna á
áhrifum svæðameðferðar. Vonast er til að þessi rannsókn nýtist
sem grunnur til frekari þekkingaröflunar á þessu sviði. Rannsaka
mætti hve lengi áhrif svæðameðferðar vara á þunglyndi og
kvíða og hvernig svæðameðferð vinnur með viðtalsmeðferð eða
hugrænni atferlismeðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa
vísbendingar um að svæðameðferð gagnist einstaklingum með
þunglyndi og kvíða. Svæðameðferð er því góður valkostur, sem
viðbótarmeðferð eða sjálfstæð meðferð, til að bæta almenna
líðan og líf einstaklinga með þunglyndi og kvíða.
Þakkir
Höfundar þakka þátttakendunum 17 fyrir að miðla af reynslu
sinni en gögnin hefðu ekki orðið til án þeirra. Græðurum á
Ísis heilsuhofi og læknum er þakkað gott samstarf. Þakklæti
er skilað til ráðgjafa og annarra sem veittu rannsókninni
brautargengi. Heilsuklasa vaxtarsamnings Eyjafjarðar, Félagi
íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru
þakkaðir veittir styrkir.
Heimildir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2007). Depression, chronic diseases, and
decrements in health: results from the World Health Surveys. Lancet,
370, 851858.
Alderson, M.F. (2007). Total reflexology: The reflex points for physical
emotional and psychological healing. Rochester, Vermont: Healing Arts
Press.
Barnes, L.L.B., Harp, D., og Jung, W.S. (2002). Educational and
psychological measurement: reliability generalization of scores on the
Spielberger StateTrait anxiety inventory. Educational and Psychological
Measurement, 62, 603618.
Byron, J., og Kenward, M.G. (1989). Design and analysis of crossover trials.
London: Chapman and Hall.
Dougans, I. (2001). Complete illustrated guide to reflexology (2. útg.).
London: HarperCollins.
Guðmundur Þorgeirsson (2003). Framskyggn slembuð meðferðarprófun.
Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstj.), Handbók í
aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (357370). Akureyri:
Háskólinn á Akureyri.
Gunnarsdottir, Þ.J., og Jonsdottir, H. (2010). Healing crisis in reflexology:
becoming worse before becoming better. Complementary Therapies in
Clinical Practice, 16, 239243.
Gunnarsdottir, Þ.J., og Jonsdottir, H. (2007). Does the experimental design
capture the effects of complementary therapy? A study using reflexology
for patients undergoing coronary artery bypass graft surgery. Journal of
Clinical Nursing, 16, 777785.
Ingham, E.D. (1984). Stories the feet can tell thru reflexology: Stories the feet
have told thru reflexology. Saint Petersburg: Ingham Publishing.
Jakob Smári og Guðbjörg Erlendsdóttir (2003). Kvíðanæmi: hugtak og
mælingar. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðifélags Íslands, 8, 6571.
Jakob Smári, Daníel Þór Ólason, Þórður Örn Arnarson og Jón Friðrik
Sigurðsson (2008). Mælitæki fyrir þunglyndi fullorðinna sem til eru í
íslenskri gerð: próffræðilegar upplýsingar og notagildi. Sálfræðiritið –
Tímarit Sálfræðifélags Íslands, 13, 147169.
Kober, A., Scheck, T., Greher, M., Lieba, F., Fleischhackl, R., Fleischhackl,
S., Randunsky, F., og Hoerauf, K. (2002). Prehospital analgesia with
acupressure in victims of minor trauma: a prospective, randomized,
doubleblinded trial. Journal of the Anesthesia Research Society, 95,
723727.
Kristján Jóhannesson (1994). Svæðameðferð, IV. hluti. Óbirt efni. Svæða og
viðbragðsmeðferðarskóli Íslands.
Landlæknisembættið (2007, 2. nóvember). Þjóð gegn þunglyndi. Sótt á
http://www.landlaeknir.is/Pages/282.
Launsö, L., Brendstrup, E., og Arnberg, S. (1999). An exploratory study of
reflexological treatment for headache. Alternative Therapies in Health and
Medicine, 5 (3), 5765.
Magnús Baldursson (2007). Þunglyndi – kvíði. Sótt 23. október 2008 á
http://www.vefjagigt.is/grein.php?id_grein=108.
Nezu, A.M., Ronan, G.F., Meadows, E.A., og McClure, K.S. (2000).
Practitioner´s guide to empirically based measures of depression. New
York: Kluwer Academic.
Poole, H., Glenn, S., og Murphy, P. (2007). A randomized controlled study
of reflexology for the management of chronic low back pain. European
Journal of Pain, 10, 10161026.
Quattrin, R., Zanini, S., Buchini, D., Turello, D., Annunziata, M.A., Vidotti, C.,
Colombatti, A., og Brusaferro, S. (2006). Use of reflexology foot massage
to reduce anxiety in hospitalized cancer patients in chemotherapy
treatment: methodology and outcomes. Journal of Nursing Management.
14, 96105.
Ross, C.S.K., Hamilton, J., Macrae, G., Docherty, C., Gould, A., og
Cornbleet, M.A. (2002). A pilot study to evaluate the effect of reflexology
on mood and symptom rating of advanced cancer patients. Palliative
Medicine, 16, 544545.
Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán Ólafsson (2007).
Algengi örorku á Íslandi 1. desember 2005. Læknablaðið, 93, 1114.
Spielberger, C.D., Gorsuch, R.L., Lushene, R., Vagg, P.R., og Jacobs, G.A.
(1983). Statetrait anxiety inventory for adults: Sampler set manual, test,
scoring key. Palo Alto: Mind Garden.
Spielberger, C.D. (1983). STAI manual for the State Trait anxiety inventory.
Palo Alto: Consulting Psychologists Press.
Stephenson, N.L.N., Welnrich, S.P., og Tavakoli, A.S. (2000). The effects
of root reflexology on anxiety and pain in patients with breast and lung
cancer. Oncology Nursing Forum, 27 (1), 6772.
Tryggingastofnun ríkisins (2008, mars). Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar
2007. Sótt 8. nóvember 2008 á http://eplica.tr.is/media/skjolpdf/
Lyfjakostnadur_2007.pdf.
Vicar, A.J.M., Greenwood, C.R., Fewell, F., Arcy, V.D., Chandrasekharan,
S., og Alldridge, L.C. (2007). Evaluation of anxiety, salivary cortisol and
melatonin secretion following reflexology treatment: a pilot study in
healthy individuals. Complementary Therapies in Clinical Practice, 13,
137145.
Wang, M., Tasi, P., Lee, P., Chang, W., og Yang, C. (2008). The efficacy
of reflexology: systematic review. Journal of Advanced Nursing, 62 (5),
512520.
Överbye, B.J. (1982). Frisk uten piller. En innföring i öreakupunktur. Gjövik:
Hjemmenes forlag.