Þjóðmál - 01.06.2012, Side 4

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 4
Ritstjóraspjall Sumar 2012 _____________ Í nýlegri skoðanakönnun virðist Sjálf­stæðis flokkurinn njóta mikils fylgis . Annað væri í hæsta máta óeðlilegt . Léleg­ asta ríkisstjórn Íslandssögunnar er í dauða­ teygjunum . Í rauninni ætti fylgi Sjálfstæðis­ flokksins að vera miklu meira, jafnvel 50– 60% . Djúpstæð óánægja almennings með ríkisstjórnina fer ekki á milli mála, en það ríkir hins vegar engin sérstök hrifning á Sjálf­ stæðisflokknum . Þess vegna getur brugð­ ið mjög til beggja vona í næstu al þingis­ kosningum . Gamalreyndir áhuga menn um stjórnmál og kosningar eru sumir þeirrar skoðunar að eins og í pottinn sé búið fari fylgi Sjálfstæðisflokksins vart yfir 33–34% í næstu kosn ingum . Hvers vegna? Vegna þess að flokkurinn hefur ekki gert almennilega upp við „hrunið“ . Almenn ingur sér enn í forystusveit flokksins nöfn sem það tengir beint við siðspillingu út rásartímans . Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkur ­ inn villtist nokkuð af leið á upphafsárum 21 . aldar . Baráttan fyrir völdum tók að yfir­ skyggja baráttuna fyrir hugsjónum . Flokk­ ur inn var t .d . reiðubúinn til að fórna for­ sætis ráðherraembættinu til þess að geta setið sem lengst að kjötkötlunum . Hann lagði jafnvel blessun sína yfir fjárplógs starfsemi Finns Ingólfssonar og félaga til að styggja ekki samstarfsflokk sinn í ríkis stjórn . Þegar Geir H . Haarde tók við for­ mennsku í flokknum komst til áhrifa inn­ an hans fólk sem sumt virtist hafa það að helsta stefnumáli að vera á móti Davíð Odds syni og öllu því góða sem hann stóð fyrir . Þetta fólk steig trylltan hruna dans­ inn með skulda kóng unum . Það sá ekkert athugavert við það að taka við fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins — flokks Jóns Þorláks­ sonar, Ólafs Thors og Bjarna Benedikts­ sonar — milljónatuga gjafafé frá spillt asta bólu­auðvaldinu sem árum saman hafði kostað grimmilega herferð til að rægja þá forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem helst stóðu í fæturna . Það hlaut að fara illa . Ríkis stjórn Sjálfstæðisflokksins og Sam fylk­ ingarinnar var vond stjórn . Þá fór allt úr böndum — ríkisútgjöld, þjónkun við Sam­ fylkinguna og uppgjöf gagnvart skulda­ kóng um útrásarinnar . Á þessum svokallaða útrásartíma voru íhalds sjónarmið vart merkj an leg í stefnu og tali forystumanna Sjálf stæðisflokksins . Afleið ingin varð sívax andi laus ung á öllum sviðum samfélagsins, því að Sjálf stæðis­ flokkurinn hefur löngum verið þessari þjóð nauðsynlegt akkeri . En flokk ur­ inn var ekki lengur sá sem hann hafði verið . Valda fíknin hafði byrgt sýn . Það vantaði orðið í flokk inn bak fisk inn — íhaldsgildin . Traust, ábyrgð, góða dóm­ greind, efahyggju og varðstöðu um siði og venjur sem reynst hafa þjóðinni vel í aldanna rás . Þessi gildi þarf að endur vekja og gera þau sýnileg jafnt í stefnu flokksins sem vali á frambjóðendum . Þjóðmál SUmAR 2012 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.