Þjóðmál - 01.06.2012, Side 5

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 5
4 Þjóðmál SUmAR 2012 Það má orða það svo að boð orðin tíu myndi siðferðis grundvöll farsællar íhalds ­ stefnu í vestrænum löndum . Sá stjórn­ málaflokkur og sá stjórn málamaður, sem byggir skoðanir sínar á slíkum grunni, á auðvelt með að greina mun á réttu og röngu þegar ákvarðanir eru teknar, hvað sem tískustraumum í samfélaginu líður, og gera það sem rétt er að gera í hverju efni, þótt þrýst sé á um annað úr öllum áttum . Slíkur flokkur og slíkur frambjóðandi er líklegur til að njóta trausts almennings . Skattheimta ríkisins í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms er komin langt úr öllu hófi og stendur orðið ekki aðeins atvinnustarfsemi fyrir þrifum heldur öllu mannlífi í landinu . Rannsóknir jafnt sem reynsla gefa glöggt til kynna að skatttekjur aukast eftir því sem skattprósentan er lægri, því að þá dregur úr skattsvikum og hvati til vinnu og aukinna framkvæmda eykst stórlega . Það er æði langt síðan menn gerðu sér almennt grein fyrir þessu . Fyrir 168 árum skrifaði Jón Sigurðsson forseti Bjarna amtmanni Thorsteinssyni þessi viturlegu orð (27 . september 1844): „Mér finnst stjórnin þurfa að fara með land sitt og „in casu“ Ísland, eins og farið er með varphólma; ef aukast á varpið má ekki gánga sem næst fuglinum, og missir maður ekkert við að öllu samtöldu, þó svo sé að farið . Danmörk hefir farið að eins og trassarnir, hún hefir ætlað að hafa ábatann sem mestan beinlínis og haft svo minna en hún hugði að lokunum . Af þessu leiði eg þá reglu, að meira kemur undir að koma landinu upp, auka atvinnuveguna og efla, en að ná sem mestum sköttum, því þeir koma af sjálfu sér, ef nokkuð er til að gjalda af .“ Að svo mæltu óska ég lesendum gleði­legs sumars . Borgarferðir Þú færð ekki betra tækifæri til þess að lyfta þér upp. Þú getur valið á milli allra áfangastaða Icelandair, austan hafs og vestan. Hver er uppáhaldsborgin þín? Hún bíður. Tilboðsferðir Spennandi tilboðsferðir. Einstök tækifæri í sumar og í haust. Fylgstu með á vefnum og taktu flugið án þess að hika. Ævintýrin gerast enn. BORGARFERÐIR NJÓTTU ÞESS AÐ SJÁ ÞIG UM Í HEIMINUM MEÐ ICELANDAIR + Kynntu þér möguleikana á icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 99 30 0 5/ 12

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.