Þjóðmál - 01.06.2012, Page 8

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 8
 Þjóðmál SUmAR 2012 7 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Einstæðar forsetakosningar — kann Ólafur Ragnar að gæta sín? I . Einstæðar forsetakosningar verða laug­ar daginn 30 . júní . Í fyrsta sinn á lýð­ veld is tímanum á sitjandi forseti í höggi við frambjóðanda eða frambjóðendur sem kunna að ýta honum úr sessi . Ólafur Ragn­ ar Gríms son stóð illa að undirbúningi fram boðs síns í fimmta sinn . Hann sagði í nýárs ávarpi 1 . janúar 2012 að hann ætl­ aði að hætta . Baldur Óskarsson og Guðni Ágústsson, gamlir stuðningsmenn Ólafs Ragnars, lögðu hins vegar fyrir hann áskor­ un um 31 .000 manns um að sitja áfram . Ólafur Ragnar tók áskoruninni og lýsti yfir framboði sínu 4 . mars 2012 . Hann sagðist hafa orðið var við ríkan vilja til að hann breytti ákvörðuninni sem hann tilkynnti í nýársávarpinu . Óvissa væri um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót ríkti á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis, auk þess væru átök um fullveldi Íslands . Þá yrði einnig að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóða vettvangi . Hann hefði ákveðið að verða við áskor­ uninni og gefa kost á því að gegna áfram embætti . Hann sagðist þó vona að þjóðin sýndi „því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnar­ fari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella“ . Þarna fór ekkert á milli mála . Ólafur Ragnar boðaði að hann ætlaði ekki endilega að sitja allt kjörtímabilið . Hann náði ekki því flugi sem hann vænti eftir yfirlýsingu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.