Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 11
10 Þjóðmál SUmAR 2012 ríkis útvarpsins og Stöðvar 2 að fjalla með hlutlausum hætti um fyrrverandi sam­ starfsfélaga sinn til margra ára . „Við verð­ um að treysta því að þeir geri sitt besta,“ segir Andrea Jóhanna sem lýsir sér sem eina fram bjóð andanum sem ætli sér „að að skilja sig/embættið frá viðskiptalífinu og ekki þiggja styrki frá fyrirtækjum“ . V . Ólafur Ragnar Grímsson skilgreinir sig sem miðjumann í hópi forseta fram­ bjóðendanna ásamt Herdísi Þor geirs dótt ­ ur og Ara Trausta Guð munds syni . Tveir forsetaframbjóðendanna, Ástþór Magn ­ ússon og Andrea Jóhanna Ólafsdótt ir, séu rót tækari en hann því að þau vilji beita for­ setaembætt inu á annan hátt en hann telji eðlilegt . Þóra Arnórs dóttir hafi hins vegar með ummælum sínum „stillt sér upp á hinum kantinum“ . Hún sé hallari undir utan ríkisstefnu ríkisstjórnar inn ar en hon­ um finnst góðu hófi gegna . Með þessari uppröðun í Fréttablaðinu setur Ólafur Ragnar sjálfan sig skör hærra en aðra frambjóðendur . Þannig mun hann koma fram við þá þar til baráttunni um Bessastaði lýkur . Hann er að eigin mati sá sem veit og hefur reynslu . Þetta vill hann að fjölmiðlamenn viðurkenni og hið sama á að gilda um keppinauta hans . Þóra Arnórsdóttir svaraði Ólafi Ragn ari fullum hálsi þegar hún opnaði kosninga­ skrifstofu sína . Hún minnti á að forseti gæti ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknaðist . Slíkt tal væri lýðskrum . Með þessu skaut hún föstu skoti að Ólafi Ragnari sem gumaði af því að hann hefði haft utanþingsstjórn í handraðanum fyrir áramót 2008 og sagði ranglega eftir að Geir H . Haarde baðst lausnar undir lok janúar 2009 að nú væri þingrofsvaldið hjá forseta en ekki forsætisráðherra . Þóra sagði Ólaf Ragnar meta það svo sem hér ríkti „neyðarástand og óvissa um full veldi Íslands og framtíðarstjórnskip an“ . Þetta dró hún í efa með þeim orðum að „helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórn­ skipan lands ins“ væri teygjanleg túlkun Ólafs Ragnars sjálfs á valdsviði forseta . VI . A llt bendir til harkalegri kosningabar­áttu um Bessastaði en nokkru sinni fyrr . Ólafur Ragnar fór illa af stað en sótti í sig veðrið á meðan Þóra varð léttari og eignaðist dóttur . Þóra sló hins vegar hressilega í þegar hún opnaði kosn inga­ skrifstofu sína . Ég er enn sömu skoðunar og þegar ég heyrði fyrst um framboð Þóru, að hún hafi ekki roð við Ólafi Ragnari . Honum kann þó að bregðast bogalistin . Aldur, þaulseta og fyrri störf geta orðið honum að falli þótt honum hafi á ótrúlegan hátt tekist að tala sig frá lofgjörðinni um útrásarvíkinga og öllu öðru sem einkenndi árin hans í faðmi Baugsmanna og annarra auðmanna . Ómaklegt er að draga fyrrverandi forseta í dilka og nota þá til að afsaka eða skýra framgöngu Ólafs Ragnars eða hallmæla öðrum frambjóðendum . Ólafur Ragnar er sjálfum sér verstur þegar hann gefur til kynna að hann sé meiri og betri forseti en þeir sem dytti í hug að bjóða sig fram til að sitja við lestur í Bessastaðabókhlöðunni og spranga um Bessastaðatúnið þess á milli „og væri svo bara að hugsa allan tímann“ . Taktar eins og þessir sýna oflæti eða dómgreindarbrest sem kann að verða hverjum manni að falli, meira að segja Ólafi Ragnari Gríms syni .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.