Þjóðmál - 01.06.2012, Page 15

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 15
14 Þjóðmál SUmAR 2012 Hver getur trúað því að fólk, sem nýtur einskis trausts og á að líkindum aðeins nokkra mánuði eftir á valdastóli, skuli ætla að svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu og gera milljarðafjárfestingar verðlausar . Fjárfestingar sem ráðist var í á grundvelli laga og reglna sem þetta sama fólk tók ákvörðun um fyrir 20 árum . Við verðum að sporna við fæti . Við verð­ um að standa saman gegn þessari óværu . Vestmannaeyingum er ekki fisjað saman . Þeir hafa mátt þola marga raunina svo sem Tyrkjarán og eldgos . Nú er að því komið að eiga við aðra óværu eða óáran og það er sú fyrir ætlan að flytja milljarðatekjur frá fólki og fyrir tækjum hér til einhverra ótil greindra staða . Við skulum vona að okkur lánist að verj­ ast þessu áhlaupi . Við skulum vona að við getum varið þessa glæsilegu fjárfestingu okkar sem og aðrar . Því er hins vegar ekki að leyna að ef fer sem horfir þá þurfum við, sem ráðum Ísfélaginu, að horfast í augu við þá staðreynd að það kann að verða nauðsynlegt að selja þetta glæsilega skip úr landi . Það yrði ömurlegur vitnisburður um íslenska stjórnarhætti . Við skulum þó halda í vonina og gleðjast í dag . Við skulum vona að þetta einstaka fley færi Ísfélaginu gæfu og auki enn á gjörvi­ leikann . Við bjóðum Heimaey velkomna til Vestmannaeyja og óskum verðandi áhöfn og fjölskyldum sem og Vestmannaeying um öllum farsældar og guðs blessunar . Heimaey VE­1 kemur í heimahöfn í fyrsta sinn .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.